Dagur - 04.06.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 04.06.1984, Blaðsíða 9
4. júní 1984- DAGUR-9 „Ferðamenn eru í meirihluta“ — segir Ingibjörg Gísladóttir sem sér um rekstur sundlaugarinnar í Mývatnssveit Ingibjörg Gísladóttir heitir sú sem ræður ríkjum í sundlaug- inni í Mývatnssveit. Þar tókum við Dagsmenn hús á „yfirreið“ okkar um sveitina og spjölluð- um stuttlega við Ingibjörgu. Við spurðum hana fyrst hve- nær sundlaugin hefði tekið til starfa. „Laugin var opnuð 26. júní 1982. Aðsókn var strax mjög góð og í ágúst það sama ár, nánar til- tekið 3. ágúst var sett hér aðsókn- armet en þá komu hingað 900 manns. Annars hefur aðsóknin Gestir í „heita pottinum“ - Ingibjörg í baksýn. Björn Sigurðsson, Baldursbrekku 7. Símar 41534 & 41666. Sérleyfisferðir. Hópferðir. Sætaferðir. Vöruflutningar. Húsavík-Akureyri-Húsavík SUMARÁÆTLUN 1984 Frá og meö 3. júní verða ferðir sem hér segir: S M Þ M Fl FÖ L Frá Húsavík 19.00 07.45 07.45 07.45 14.00 Frá Akureyri 21.00 15.00 15.00 17.30 17.30 ATH.: Með breyttri áætlun er m.a. möguleiki á að ná ferðaáætlun Norður- leiðar. Seinna í júní verða auglýstar daglegar ferðir. Nánari upplýsingar í símum 41140 og 22908. r r f RAÐHUSIBUÐIR Eigum ennþá tvær íbúðir óseldar að Vestursíðu 5, Akureyri. íbúðirnar eru 4-5 herb. hæð og ris, 157 fm, verð 1.220.000 og 139 fm, verð 1.050.000. Verð miðað við 1. apríl ’84. íbúðirnar verða afhentar fokheldar og tilbúnar að utan haustið 1984. Trésmiðjan Fjölnir sf. :#ku,B,,i Sundlaugin er hiö glæsilcgasta mannvirki. Myndir: HS. alltaf verið góð þótt hún hafi ver- ið minni í öllum mánuðum á síð- asta ári en því fyrsta sem hér var opið.“ - Eru það ferðamenn sem sækja aðallega hingað á sumrin eða heimafólk? „Á sumrin eru ferðamenn að sjálfsögðu í meirihluta enda búa ekki nema rúmlega 500 manns í Mývatnssveit," - Hefur tilkoma þessarar laug- ar orðið til þess að efla sund- áhuga hér í hreppnum? „Já tvímælalaust. Hér hafa verið haldin héraðsmót og krakk- ar héðan hafa staðið sig mjög vel á þeim mótum í keppni við krakka úr öðrum héruðum eins og Reykjadal, Aðaldal og frá Húsavík og það er hugmyndin að halda úti æfingum í sumar svona til þess að halda krökkunum við efnið.“ - Syndir þú mikið sjálf? „Já ég geri talsvert af því. Nei, ég hef ekki unnið við þetta neitt áður. f»að er ekki um auðugan garð að gresja í atvinnulífinu fyr- ir konur hér í sveit þannig að þegar þessi staða var auglýst sótti ég um. Ég hafði unnið á hótelinu undanfarin ár á sumrin en hafði áhuga á heilsdagsstarfi og fékk þetta starf sem ég kann alveg ágætlega við.“ gk-. Ingibjörg Gísladóttir. LETTIH h Léttisfélagar Tekið verður á móti hrossum í sumarhaga félagsins á Kífsá og Hrafnsstöðum 6. og 7. júní nk. kl. 20-22 og einnig 12. og 13. júní kl. 20-22. Lokaðir á öðrum tímum. Ætlast er til að aðeins brúkunar- hross verði í þessum högum. Gjald kr. 350 fyrir hrossið. Greiðist við afhendingu. öll hross skulu vera vel merkt. Haganefnd Léttis. Aðalfundur FR deildar 8 verður haldinn í skrifstofu félagsins Hafnarstræti 79 laugardaginn 9. júní kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjornin. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Sunnuhlíð 12, F-hluta, Akureyri, talinni eign Dúkaverksmiðjunnar, fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hdl., Gests Jónssonar hrl. og Útvegsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 8. júní 1984 kl. 16.20. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 117., 122. og 124. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Dalsgerði 7c, Akureyri, þingl. eign Óskars Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akur- eyri, Tryggingastofnunar ríkisins, veðdeildar Landsbanka fslands, Árna Pálssonar hdl., Brunabótafélags Islands, inn- heimtumanns ríkisins og Björns J. Arnviðarsonar hdl. á eign- inni sjálfri föstudaginn 8. júní 1984 kl. 16.40. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.