Dagur - 06.06.1984, Side 1

Dagur - 06.06.1984, Side 1
67.árgangur Akureyri, miðvikudagur 6. júní 1984 64. tölublað Háskólakennsla á Akureyri: Skoða álitið 51 fifi a næstunni — segir Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra „Málið er til athugunar hér í ráðuneytinu. Mér fínnst mjög gott að þessu starfí er lokið, en það liggja ekki fyrir ákvarðanir um framkvæmdir á næstunni. Eg get því ekkert sagt um mál- ið á þessu stigi, en fer í það að skoða álitið alveg núna á næst- unni.“ Þetta voru orð Ragn- hildar Helgadóttur, mennta- málaráðherra er Dagur innti hana eftir því hvort einhverjar ákvarðanir hefðu verið teknar varðandi háskólakennslu á Akureyri. Háskólakennsla á Akureyri hefur verið mjög til umræðu undanfarin ár og eru margir orðnir langeygir eftir að eitthvað fari að gerast í þeim málum. Nefnd sú er Ingvar Gíslason skip- aði 1982, til að fjalla um þessi mál, skilaði áliti um miðjan maí, en eins og fram kemur hér að framan er ekkert farið að líta á það álit í ráðuneytinu. Blaðið hafði einnig samband við Tryggva Gíslason, sem sæti átti í nefndinni og taldi hann að mál þetta hefði mætt miklum skiln- ingi sunnanmanna og kvaðst hann bjartsýnn um framhaldið. HJS 400 ára afmæli Guðbrandsbibl íu í dag eru nákvæmlega 400 ár frá útgáfu Guðbrandsbiblíu, en Biblían á sinn ákveðna út- gáfudag sem var 6. júní árið 1584. I þessu tilefni var haldin minningarathöfn í Hóladóm- kirkju í morgun. Athöfnin sem fram fór í morg- un var stutt og látlaus, en hún hófst með prósessíu presta úr Skagafirði ásamt vígslubiskupi Hólastiftis, séra Sigurði Guð- mundssyni á Grenjaðarstað. Var gengið úr skólanum á Hólum í kirkjuna og eftir stutta athöfn var farið út að steini, sem stendur ör- stutt frá kirkjunni, en þar stóð prentsmiðjan á Hólum. Þar las „Hólabiskup" úr eftirmála Guð- brandsbiblíu, en þar kemur fram að hann hafi verið þrykktur 6. júní 1584. HS Stálfákurinn hvfldur og sá stutti fær sér ís, enda veitir ekki af kælingu þegar sóiin vinnur í akkorði. Mynd: KGA. Rausnarleg gjöf gamals manns: Gaf Svalbarðsstrandar hreppi 500 þúsund Jón Benediktsson frá Breiða- bóli á Svaibarðsströnd hefur í nafni systkinasjóðs tilkynnt að hann hafí ákveðið að færa Svalbarðsstrandarhreppi að gjöf 500 þúsund krónur, og verði þessum peningum varið til eflingar skógræktar á Sval- barðsströnd. „Jón hefur tilkynnt okkur þetta, en ekki hefur enn verið lögð fram skipulagsskrá yfir það hvernig þessum peningum verði varið nákvæmlega," sagði Kjart- an Magnússon hreppstjóri Sval- barðsstrandarhrepps í viðtali við Dag. „Við erum mjög upp með okkur vegna þessarar höfðing- legu gjafar en ég vil ekki tjá mig um þetta mál meira fyrr en skipu- lagsskrá hefur verið lögð fram.“ gk-. á Blöndu ósi og Hvamms- tanga -opna Völsungur ogKS bls.9 Iðnskólanum slitið allra síðasta sinn i Iðnskólanum á Akureyri var slitið í síðasta sinn í anddyri skólans 31. maí. Þetta var 79. starfsár skólans en hann var stofnaður að tilhlutan Iðnað- armannafélags Akureyrar 20. nóvember 1905. Hinn nýi Verkmenntaskóli á Akureyri, sem formlega var stofnaður 1. júní, mun yfírtaka iðn- og tæknimenntunina sem hingað til hefur farið fram í Iðnskólan- um, en húsnæðið verður áfram notað til iðnfræðslunnar. í skólaslitaræðu sinni sagði Aðalgeir Pálsson, skólastjóri Iðnskólans, að nú væri komið að leiðarlokum á ferli Iðnskólans á Akureyri. Hann gat þess að 1905 hafi verið kenndar tvær stundir í viku, aðallega teikning, en nú væri Iðnskólinn líklega fjöl- breyttasti iðnskóli landsins með iðnnám samningsbundinna iðn- nema, grunndeildir og fram- haldsdeildir verknáms, vélskóla- deildir, tækniskóladeildir, þ.e. undirbúnings- og raungreina- deild, tækniteiknaradeildir og meistaraskóla byggingamanna. „Því er ekki að leyna að mér er mikill söknuður í hug við þessi tímamót jafnframt djúpu þakk- læti til allra samstarfsmanna minna,“ sagði Aðalgeir Pálsson. Hann óskaði starfsliði og nem- endum Verkmenntaskólans í framtíðinni gæfu og gengis í þeirri von að iðn- og tækni- menntun eigi eftir að aukast. Alls voru innritaðir 360 nem- endur sl. vetur í 16 iðngreinum. Frá skólanum brottskráðust nú 58 iðnnemar, 16 úr raungreina- deild og 6 úr vélskóladeildum eða samtals 80 nemendur, en í fyrra voru þeir 24. HS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.