Dagur - 06.06.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 06.06.1984, Blaðsíða 2
2-DAGUR-6. júní 1984 Hvernig leist þér á störf Alþingis í vetur? Jóhanna Tryggvadóttir: Ég er alls ekki ánægð, það hefði margt betur mátt fara t.d. hefði mátt samþykkja frumvarpið um fæðingarorlof. Þóra Björnsdóttir: Ekki nógu vel, efnahagsráð- stafanir hefðu mátt beinast að öðru en að lækka kaup lág- launafólksins. Aðalsteinn Jónsson: Ekki nógu ánægður, það er haliað of mikið á láglauna stéttirnar. Erika Ottósdóttir: Ula, þeir hækka vörurnar en ekki kaupið, annars er ég lítið í pólitík. Gylfi Þorsteinsson: Ég hef ekki fylgst nógu vel með þessu, en er þetta ekki alltaf eins? Markmið að fólk læri að þekkja landið sitt — segir Jón Dalmann Ármannsson formaður Ferðafélags Akureyrar „Nei, það er nú aðallega fyrir sunnan, sem hvítasunnuhelgin er kölluð ferðahelgi. Hún hef- ur oftast veriö svo snemma að það er ekkert komið í gang hjá okkur, en við erum að hugsa um að fara í Herðu- breiðarlindir og Bræðrafell núna í ár,“ sagði Jón Dalmann Armannsson formaður Ferða- félags Akureyrar er Dagur innti hann eftir því hvort eitthvað yrði á döfinni hjá þeim um þessa helgi. „Þetta er 3ja daga ferð og það má búast við að fari alveg heill dagur í hvora ferð, fram og til baka. Það tekur um 6-7 tíma að keyra frá Akureyri og að upp- göngu að Herðubreið. Þá er eftir 2-3ja tíma ganga upp í Bræðra- fell, þar sem gist er. Það er ekki erfið ganga, þetta er fremur slétt, nema það sé þá þeim mun meiri snjór. Við höfum þá alveg einn dag á staðnum og notum hann til gönguferða en þarna er margt að skoða. Það er stutt að ganga á Kollóttudyngju og þar er ákaf- lega gott útsýni og jafnvel enn betra frá Herðubreið. Við höfum ekki skipulagt hvað við ætlum að gera þennan dag, það kemur bara í ljós. Um margt er að velja.“ - En kostnaðarhliðin, er þetta dýrt? „Endanlegt verð er ekki ákveðið, en við reynum að hafa þetta sem næst kostnaðarverði. Eitthvað hækkar þetta frá í fyrra. Það eiga þó allir að hafa efni á þessu. Hins vegar er vegurinn lokaður eins og er, svo ekki er út- séð á þessari stundu hvort við komumst, en við reynum hvað við getum. Hugsanlega verður sett inn önnur ferð, það kemur þá í ljós í auglýsingum auk þess sem við erum með símsvara á skrifstofunni þar sem allar nýj- ustu upplýsingar fást.“ - Hvað er félagið gamalt og hvernig er starfseminni háttað? „Ferðafélag Akureyrar var stofnað 1936 og verður því 50 ára eftir 2 ár. Félagar eru um 500 manns, flestir Akureyringar, annars er dálítið af fólki framan úr sveit með okkur. Starfsemin liggur að mestu niðri um hávetur- inn, einstöku sinnum förum við í léttar gönguferðir. Það eru jöfnum höndum bíl- og göngu- ferðir sem við bjóðum upp á. Við keyrum á milli áhugaverðra staða og skoðum þá, við reynum að stansa hæfilega oft og fara í stutt- ar gönguferðir út frá þeim stöðum. Mest eru helgarferðir, þá dagsferðir og einnig reynum við að bjóða upp á 1-2 lengri ferðir frá 4 dögum og upp í viku.“ - Hvaða ferðir eru vinsælast- ar? „Það er erfitt að geta sér til um það. Veðrið spilar dálítið inn í það mál. Ferðir um hálendið eru þó líkast til vinsælastar. Þangað er erfitt að komast á eigin bíl. Einnig eru dagsferðirnar mjög vinsælar, t.d. þegar við förum út í eyjarnar, Hrísey og Grímsey. Fólk vill fara í slíkar ferðir í hóp, það hefur meira út úr því heldur en að gaufast þangað eitt.“ - Er umgengni fólks uppi á hálendinu slæm? „Vissulega höfum við komið að slæmri umgengni, t.d. í skálum okkar. En sem betur fer er það sjaldan sem fólk gengur illa um eigur okkar. Almennt er umgengni góð, það er fámennur hópur sem gengur illa um og hann einangrast smám saman, ég tel að það sé farsælla en boð og bönn.“ - Að lokum, hverjir eru helstu kostirnir við að ferðast með Ferðafélaginu? - „Þeir eru nú margir, fólk er saman í hóp og það hefur sína kosti. Einnig bjóðum við upp á leiðsögn og það er öruggara að komast á ýmsa staði með okkur, heldur en á eigin bíl. Fólk er miklu tryggara og þetta er ábyggilega ekki dýrara, en þegar farið er á eigin vegum. Ég mæli hiklaust með þessum ferðamáta. Það er ágætt fyrir fólk að prófa að fara fyrst í svona ferðir og reyna síðan sjálft. Það er mark- mið félagsins að kenna fólki að umganganst og þekkja landið sitt.“ mþþ Jón Dalmann Ármannsson. Athugasemd varð- andi Örlagagátuna Ég vil gera athugasemd við atriði sem kemur fram í helgarviðtali við Roar Kvam í Degi 25. maí sl. Þar segist hann hafa skrifað kór- um bæjarins fyrir tveimur árum varðandi samstarf um flutning Örlagagátunnar eftir Björgvin Guðmundsson og segir orðrétt „en þá var mér ekki svarað“. Þessi setning bögglast satt að segja fyrir brjósti mér og ýmissa fleiri, af því að við vitum að Roar veit betur. í júní 1980 sendi þáverandi stjórn Passíukórsins bréf til hinna kóranna í bænum og bauð til fundar þar sem lögð var fram fyrirspurn viðvíkjandi mögulegu samstarfi kóranna á flutningi Ör- lagagátunnar, sem Roar mun þá hafa verið að vinna að. Á þennan fund mættu fulltrúar frá öllum kórunum nema einum. Næst boðaði formaður Pass- íukórsins til fundar um mánaða- mót jan.-febr. 1983 til að ræða sama mál. Fundarstaður var í Tónlistarskólanum. Þar mættu þau þrjú sem þá stóðu í forsvari fyrir Kirkjukór Akureyrar, Karlakórinn Geysi og Söngfélagið Gígjuna. Þegar ljóst var eftir þó nokkra bið að formaður Passíukórsins virtist hafa gleymt fundinum, tók Roar sem var að störfum í skólanum, að sér að ræða við okkur og kom þá í ljós að þessir þrír kórar lýstu sig jákvæða til samstarfs, en á Guðrún Jónsdóttir hringdi og sagði að sér fyndist nokkuð gróft af kaupfélaginu að loka útibúinu í Hlíðargötu og svo fyndist fleira gömlu fólki í hverfinu. Meirihluti íbúanna í nágrenni útibúsins sé aldrað og gamalt fólk. Það kæm- ist jú niður í bæ til að versla en það væri svo aftur undir hælinn lagt hvort það kæmist með inn- kaupapokana heim til sín aftur. öðrum tíma, þar sem þessir kórar höfðu þá þegar fullmótaða verk- efnaskrá það starfsár. Þeir kórar sem ekki sendu full- trúa á þennan fund munu hafa svarað bréflega. Ég fagna því innilega að flutn- ingur Örlagagátunnar skuli vera Guðrún varpaði fram þeirri spurningu hvort þessar ráðstafan- ir, að loka öllum litlu búðunum, hefðu verið lagðar fyrir almenna fundi í kaupfélaginu og sagðist hafa það á tilfinningunni að ör- fáir spekúlantar réðu þarna ferð- inni. „Mitt viðhorf er það að þarna sé samvinnuhreyfingin að draga úr þjónustu við elstu borgarana að verða að veruleika og gleðst yfir að fá að taka þar þátt í, en mig langar til að það sem hér er að framan ritað komi fram svo öllu réttu sé til skila haldið. Gunnfríður Hreiðarsdóttir formaður Söngfélagsins Gígjunnar. og það finnst mér ekki samræm- ast samvinnuhugsjóninni,“ sagði Guðrún og taldi að menn hefðu ekki hugsað þetta mál til enda og hvaða afleiðingar það gæti haft. Þá sagði hún að gaman væri að vita hversu stór hlutfall íbúa þeirra hverfa sem nú misstu verslanir sínar væri gamalt fólk og beindi þeirri spurningu til Fé- lagsmálastofnunar. „Samræmist ekki samvinnuhugsjóninni“ - að draga úr þjónustu við elstu borgarana

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.