Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 3
.. . ■ -'■■■■ ■,.... .... ■ . ,.■■ ■ ■■ . ■■ ........................................................................................ . , SIEMENS heimilistæki stór og smá. Heimsþekkt gæðavara. Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. 0 NYLAGNIR VIDGERDIR VIDHALD VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslið hjá fagmanni. Það munu vera nokkur ár síðan þessi mynd var tekin, en það hefur greinilega verið líf og fjör á Pollinum þá, hvort sem staðið hefur yfir skautamót eða fóik hefur verið að veiða niður um ísinn. Má bjóða þér fleiri tam- stöngla? Við hefjum Blönduna í dag á því að fá Hauk Jóhannsson skíða- kappa með meiru til þess að segja okkur eina lauflétta sögu úr keppnisferð erlendis, en Haukur hefur víða farið á keppnisferða- lögum sínum. „Ég kann milljón góðar sögur og eina góða um Tomma vin minn Leifs. Ég veit reyndar ekki hvort hann kann mér nokkrar þakkir fyrir að segja frá henni í blaði en við látum hana samt flakka. Við vorum nokkrir á ferðalagi í Sviss og Tommi sem sat aftur í bílnum var orðinn ansi svangur og vildi fara að stoppa til að snæða, en við hinir vildum ekki stoppa alveg strax. Loksins þegar ákveðið var að stoppa og snæða var komin einhver fýla í Tomma og þegar við vorum búnir að panta okkur stórar steikur sagðist hann ekkert vilja. Sóló-húsgögn Sterk og stílhrein Eldhúsgögn, borð, stólar, kollar Einnig tilvalið í kaffistofur, veitinga- og samkomuhús Borð og stólar í öllum stærðum og gerðum Alls kyns litir og áferð Allt eftir eigin vali Hrísalundi 5 Hann sat við borðið og af- greiðslustúlkan kom og spurði hvort ekki mætti bjóða honum eitthvað. Tommi sem var í óða önn að úða í sig tannstönglum sagði nei, kvaðst ekki vera svangur. Afgreiðslustúlkan gerði sér þá lítið fyrir, tók upp tann- stönglaboxið og spurði hann hvort ekki mætti bjóða honum meira. Það þarf víst ekki að taka það fram að þetta gerði storm- andi lukku hjá okkur hinum.“ Lengi lifi vdtíndm í blaði JC-hreyfingarinnar á ís- landi er að finna nokkur skemmtileg heillaráð fyrir þá sem ekki vilja útkeyra sig á vinnu. Ef einhverjir þeirra skyldu vera í hópi lesenda Dags finnst okkur tilvalið að birta þessi ráð hérna. 1. Maðurinn fæðist og lifir til þess að hvílast. 2. Elskaðu rúmið þitt eins og sjálfan þig 3. Hvíldu þig vel á daginn svo þú sofir vel á næturnar. 4. Ef þú sérð einhvern hvílast, hjálpaðu honum. 5. Vinna er þreytandi. 6. Gerðu ekki í dag það sem þú mögulega getur gert á morgun. 7. Gerðu minna en þú getur og komdu því yfir á aðra. 8. Það hefur hingað til enginn lát- ist af því að hvíla sig. 9. Ef yfir þig kemur löngun til að vinna, sestu þá niður og bíddu eftir að hún líði hjá. 10. Ef vinnan er heilsubót, þá lengi lifi veikindin. Föstudagur 8. júní Opnað fyrir matargesti kl. 20.00. Stórdansleikur til kl. 03.00. Hljómsveit Ingimars leikur. „Feti framar“ Sigurður Helgi kynnir plötu sína. Aðfaranótt mánudags! Fyrirhugaður stórdansleikur frá kl. 00.10. Hljómsveit Ingimars Eydal ásamt Sigurði Johnny, rokkkónginum frá fimmta áratugnum. léttar veitingar. Laugardagur 9. júní Opið frá kl. 12.00-14.30. Mánudagur 11. júní Rokk-kvöld með Sigurði Johnny og hljómsveit Ingimars Eydal. Dansað til kl. 01.00. frábærnr veitingar. iL DDQ 555 DDB ÓÖD BDD ÓÓD : 000 Bcim □□□ hy g llllJ E Geislagötu 14

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.