Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 8. júní 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Stefnumörkun í íþróttamálum í þingsályktunartillögu sem Níels Árni Lund og Stefán Guðmundsson lögðu fram á nýloknu Alþingi var lagt til að ríkisstjórnin skipaði sérstaka nefnd til þess að gera heildarúttekt á íþróttamálum í landinu og að mótuð verði heildar- stefna í þessum málum til ársins 2000. Tillaga þessi fékk því miður ekki af- greiðslu heldur dagaði uppi í nefnd ásamt fleiri málum. í greinargerð með álykt- unartillögunni segir m.a.: „íþróttir og það mikla starf sem þeim fylgir þarfnast stefnumörkunar ekki síður en aðrir stórir málaflokkar. Ekki ber svo að skilja að engin stefnumörkun hafi átt sér stað varðandi íþrótt- ir því eins og allir vita eru í gildi íþróttalög ásamt mörgum fleiri þáttum sem móta stefnu á þessu sviði. Eins ber á það að líta og leggja áherslu á að sveitar- félög og þá ekki síður frjáls félagasamtök, hafa ávallt mótað sína stefnu sjálf og eiga að gera það áfram. Hitt er svo annað mál að til þess að hægt sé fyrir þessa aðila, eina sér eða alla saman, að móta sam- ræmda stefnu í íþróttamál- um er nauðsynlegt að fyrir liggi úttekt á stöðunni eins og hún er nú. Það er þessari nefnd ætlað að gera. Þegar þeirri úttekt er lokið á að vera auðvelt að móta sam- ræmda stefnu allra aðila í íþróttamálum. “ í greinargerðinni er þess getið að 1975 hafi verið skipuð nefnd til þess að rannsaka stöðu íþróttamála í íslensku þjóðlífi. Nefnd þessari tókst ekki að ljúka störfum. Eftir er að vinna yfirlit og skrár og rannsaka ýmsa þætti sem leggja verður til grundvallar. Ekki ætti þetta starf þó að verða með öllu til ónýtis því að með þeim gögnum sem þegar hafa safnast ætti að vera hægt að athuga og gera glögga grein fyrir því hvort íþróttastarfsemi hef- ur eflst, hvort aðstaða hefur batnað og hvernig fjárveit- ingum hefur verið háttað. í lokaorðum greinargerðar- innar méð þingsályktunar- tillögu Níelsar Á. Lund og Stefáns Guðmundssonar segir: „ Stefnumótunin á að ná til ársins 2000 eða til næstu 15 ára. Búast má við mjög aukinni þátttöku í íþróttum og ekki síst þess að vænta að hún eigi sér stað meðal almennings í ljósi breyttra atvinnuhátta og styttri vinnutíma. Það er því mikilsvert að sveitarfélög og aðrir sem að þessum málum vinna geri sér þetta ljóst og bregðist við því á þann hátt að almenningur geti nýtt frístundir sínar til íþróttaiðkana, sjálfum sér og öðrum til gagns og ánægju. Að lokum skal lögð á það áhersla að ætlast er til að höfuðmarkmið nefndarinn- ar verði að gera tillögur sem miði að því að sem flestir hafi jafna möguleika til íþróttaiðkana hvar sem er á landinu. “ Af menningu og veöurfari Ég hefi í síðustu grein minni verið full dómharður í garð ágætrar popp- hljómsveitar hér í bæ, vegna fyrir- hugaðs brottflutnings hennar úr bænum, vonandi um stundarsakir. Til þessa brottflutnings liggja vafa- laust góðar og gildar ástæður og þá líklega fyrst og fremst þetta sígilda með spámanninn og föðurlandið. Þeir piltar hafa nefnilega eins og svo margir fleiri ágætir listamenn hér um slóðir orðið illilega fyrir barðinu á tómlæti almennings. Vonandi bera þeir gæfu til að bera sem víðast hróður sinnar heimabyggðar. Til þess hafa þeir alla burði. Aðstöðuleysi í einkar hreinskilnu símaviðtali sem greinarhöfundur átti við einn pilt- anna í fyrrnefndri hljómsveit kom ýmislegt athyglisvert fram. Meðal þeirra ástæðna sem hann nefndi fyrir brottför þeirra félaga úr bænum, er auk lélegrar aðsóknar að tónleikijm, það aðstöðuleysi sem þeir verða við að búa sem listsköpun stunda af einu eða öðru tagi. Og það verður að segjast eins og er að ástand þessara mála hér í bæ verður að teljast væg- ast sagt hrikalegt. Hér í bæ er hvorki til nægilega stór né boðlegur salur til hljómleikahalds, allir vita til dæmis um ævintýrið með íþróttahöllina sællar minningar og hið sama má segja um aðstöðuna til myndlistar- sýninga. Og eins þótt Signýju og fé- lögum hafi tekist að gera kraftaverk í sambandi við leikhúsið, þá er það engan veginn nógu gott þegar það þversagnakennda ástand skapast að metaðsókn að einni leiksýningu verkar allt að því sem dragbítur á aðra leiklistarstarfsemi í bænum. Auðvitað vegna húsnæðisleysis. Að undanförnu hafa verið á kreiki sögusagnir um það að í bígerð sé stofnun almenningshlutafélags um að gera upp húsnæði Nýja bíós og hefja þar kvikmyndasýningar og skal ekki gert lítið úr þörfinni á öðru bíói í bænum, en samhliða kvikmyndasýn- ingum mætti vel hugsa sér ýmsa aðra menningarstarfsemi í húsinu svo sem tónleikahald og áhugaleiklist. Og það er hreint ekkert athugavert við það þótt sú starfsemi sem þar fer fram verði fjámögnuð að einhverju leyti með starfrækslu bjórkrár í hluta húsnæðisins eins og hugmyndir hafa verið uppi um, slíkt gæti jafnvel gefið ýmsa möguleika til menningar- starfsemi. Ættu bæjaryfirvöld að reyna að liðka til í þessu máli til dæmis með því að taka lóðina eignar- námi ef hún er í einkaeigu þannig að lóðamál verði ekki til þess að húsið verði að haugi fúaspýtna. En al- menningur verður einnig að fylgja málinu eftir, ekki síst með því að sækja vel þá starfsemi sem þarna kynni að verða boðið upp á. Menningarstóriðja ? En þó að endurreisn Nýja bíós sé að mörgu leyti hin ágætasta bráða- birgðalausn á því húsnæðishraki sem menningarstarfsemi hér í bæ á við að búa, að minnsta kosti að einhverju leyti, þá er hún ekki til frambúðar. Þegar til langs tíma er litið þá er auð- sætt að byggja verður á Akureyri stóra og fullkomna menningarmið- stöð, sem einnig mætti nota að ein- hverju leyti sem kennsluhúsnæði og sýningaraðstöðu fyrir hin mörgu iðn- fyrirtæki í bænum. Það ætti ekki að vera neitt óraunsætt við það að gera ráð fyrir að slík bygging gæti risið innan tíu til fimmtán ára, gjarnan í tengslum við fyrirhugað Jónasarhús og iðnaðarmiðstöð, jafnvel með sam- nýtingu í huga. í framhaldi af þessu mætti slá því fram hvort ekki mætti gera menningu að stóriðju við Eyjafjörð, menningu í sem víðtækastri merkingu þess orðs ásamt tilheyrandi ferðamannaþjón- ustu. Þetta mætti gjarnan vera í því formi sem Frakkar kalla „árstíð" hinna ýmsu staða, en í því felst að menningarviðburðum er dreift á nokkuð langt tímabil, einn til tvo mánuði. Tilvalið væri að opna þessa árstíð á miðnætti þjóðhátíðardags, í pásu hjá þeirri hljómsveit sem léki á Torginu, og ljúka henni um miðjan ágúst. Eflaust gæti þetta hátíðarform vel keppt við Listahátíð, jafnvel komið í stað hennar þegar fram líða stundir, jafnvel án þess að til þyrfti að koma japanskt brennivín. Og þó að bygging menningarmiðstöðvar sé þarna höfuðnauðsyn má ekki gleyma þeirri staðreynd að á Akureyri er einn stór tónleikasalur sem ekki hef- ur verið notaður sem skyldi, nefni- lega Salur Móður Náttúru. Veðurhagfrœði. Já það er sannarlega gaman að geta státað af slíkum hljómleikasal, gerð- um af eyfírskri veðurblíðu. Og það er einmitt gaman að tala um veðrið á þessum heitu vordögum. Veðrið er eitt vinsælasta umræðuefni manna á meðal, og því er það dálítið ein- kennilegt hvað lítið er fjallað um það og áhrif þess á prenti. Dálítil tilraun var þó gerð til þess að fjalla um veðr- ið og þau áhrif sem það óneitanlega hefur á þjóðartekjur og þar með lífskjör, í grein eftir Magnús Bjarn- freðsson sem nýverið birtist í DV, eða rauðvínspressunni sem sumir nefna svo. Það er margt athyglisvert í grein Magnúsar. Auðvitað hefur veðurfar- ið gífurleg áhrif bæði til lands og sjávar. En því miður fellur Magnús í þá gildru að trúa í blindni á gervihag- fræðing. Honum er þó nokkur vorkunn. Flestar ef ekki allar ríkis- stjórnir allt frá stríðslokum og jafn- vel lengur hafa fallið í þessa gryfju. Og þetta er í rauninni alls ekki svo furðulegt þar sem margir þessara hagfræðinga geta státað af próf- gráðum frá virtum bandarískum há- skólum. Samkvæmt kenningum þess- ara hagfræðinga ráðast lífskjör í einu landi af því hverjar þjóðartekjur eru, eða eins og einn þessara hagfræðinga orðaði það í sjórívarpinu í vetur á einkar spaklegan hátt: „Lífskjörin á íslandi í dag eru það sem þau eru.“ Auðvitað hafa þjóðartekjur mikið að segja um það við hvaða lífskjör ein þjóð býr. En þær hafa ekki allt að segja. Þar spilar inn í skipting þjóð- arteknanna. Það eru til lönd þar sem þjóðartekjur eru gífurlegar en lífs- kjör almennings afar bág, og öfugt. Fjárfestingarstefna og ýmislegt fleira spila hér einnig inn í. Og þó að hér á landi ríki meiri jöfnuður í tekjuskipt- ingu en víða annars staðar, þá er ég viss um að bilið sé ennþá svo breitt á íslandi að það hefði verið hægt að halda kaupmætti meðaltekna nánast óbreyttum í fyrra, og jafnvel auka kaupmátt allra lægstu tekna, þrátt fyrir lækkandi þjóðartekjur, bara með breyttri tekjuskiptingu, sam- hliða lækkun verðbólgunnar al- ræmdu. Annar annmarki á „veðurhag- fræði“ Magnúsar er sú staðhæfing hans að við búum á mörkum hins byggilega heims, reyndar ekki ný bábylja. Mörg þau svæði sem mann- skepnan byggir eru mun óbyggilegri en ísland svo sem Síbería, Alaska eða þá Sahelsvæðið þar sem fólk hrynur niður úr hungri þrátt fyrir all- an hitann. En þrátt fyrir þessa ágalla eru skrif Magnúsar hin athygl- isverðustu og hreyfa máli sem furðu- hljótt er um í vandamálaþrasi sam- tímans. Reynir Antonsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.