Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 5
8. júní 1984 - DAGUR - 5 ,, Við skenrmtwn okkur cdltaf eins“ - Rabbað við Jón Árnason, harmonikuleikara „Ég hefspilað fyrir dansi af og til í ein fjörutíu ár, oftast í Olafsfirði, en afog til hefur maður flœkst hér inn með firði, “ sagði Jón Árnason, harmonikuleikari með meiru, í samtali við Dag. Næstu daga kemur út hljómplata með harmonikuleik Jóns, en hann er frá Syðri-Á í Ólafsfirði, sem er fyrir utan Kleifar, norðan fjarðarins. En hvenær byrjaði Jón að leika fyrir dansi? „Ég byrjaði fljótlega eftir að ég fékk fyrstu nikkuna, rúmlega 12 ára. Ég man nú ekki lengur hvar fyrsta ballið mitt var, ætli það hafi ekki verið haldið í einhverri stofunni á Kleifum. í þá tíð voru ekki félagsheimili á hverju strái, en þess í stað voru böllin haldin í þeirri stærstu stofu sem í boði var. En það var ekki síður fjörugt á þessum stofuböllum, þó ekki væri vítt til veggja. Til að byrja með spilaði ég einn, þá þekktist ekki annað en nikkan. Síðar fór ég í hljómsveit- ir og þá fór ég einnig að spila á píanó og rafmagnsorgel.. Síðasta hljómsveitin sem ég var með hét „Landátt“ og hún var starfandi þar til fyrir um það bil tveim árum.“ - Hefur ballmenningin breyst á þessum 40 árum, sem þú hefur leikið fyrir dansi? „Breyst og ekki breyst; ætli það séu ekki aðstæðurnar sem hafa breyst, frekar en fólkið. Við skemmtum okkur alltaf eins. Þegar ég var að byrja var gjarnan slegið upp böllum í stórum stofum, eins og ég sagði áðan, en einnig voru fjörug böll í gamla samkomuhúsinu í þorpinu og síð- ar kom Hringver til sögunnar. En þetta voru litlir salir og engin borð, það voru bara bekkir með- Jón Árnason. fram veggjunum, en fólk skemmti sér vel. Nú eru húsin veglegri, en skemmtanaþörfin er sú sama. Ég held að drykkju- skapur sé síst meiri nú, en hann er almennari en var. Hins vegar held ég að áfengisneysla á mann sé síst meiri núna.“ Studió Bimbó gefur plötu Jóns út. Á plötunni eru 14 lög eftir ís- lenska og erlenda höfunda, þar af tvö eftir Jón. Undirleik á plöt- unni annast Einar G. Jónsson á trommur, Ingvar Grétarsson á gítar og Grímur Sigurðsson á bassa. Jón var spurður um plöt- una. „Það hafa margir minnst á það við mig, bæði fyrr og síðar, að það væri gaman að eiga hljóm- plötu með leik mínum, svona til að rifja upp gamlar minningar. Það er gaman að finna til þess, að fólk hefur haft eitthvað gaman af því sem maður hefur verið að gera. Þar að auki er gaman að prófa þetta, svona áður en maður hættir alveg að þenja nikkuna. Þetta hefur gengið framar vonum og ég er sérstaklega þakklátur samstarfsmönnum mínum við gerð plötunnar. Þeir voru mér mikil hjálparhella.“ - Ertu langskólagenginn í músík? „Nei, nei, ég er éinn af þessum „fríhendisspilurum", ég spila aldrei eftir nótum, ég spila allt eftir eyranu. Mín kunnátta er því sjálfunnin. Ég hef alltaf haft mjög gaman af músík, hvort heldur það er dægurtónlist, létt klassík eða jass, sérstaklega ef gömlu meistararnir eru þar á ferðinni,“ sagði Jón Árnason í lok samtalsins. - GS Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Guðrún Gísladóttir kvað þessa dýru vísu: Býsna tómur andinn er, ei mun skarta að kvarta. Vísnahljómur veitir mér von í hjarta bjarta. Sigríður Árnadóttir, Svanavatni kvað: Björn S. Blöndal kom einhverju sinni að Forsæludal. Gekk hann til Ólafs bónda er stóð við slátt á túninu og kvað: Þyrstir eyrað óðs í klið, orðinn meir af vöku, karl sem eirir hvergi við kem að heyra stöku. Þó að vetri, sér til sólar, seitt hún getur hýr á brá. Hvergi á hreti og kulda bólar, kveð ég betri stökur þá. Stakan léttir guma geð glögg og snögg í förum, hlý og glettin heilsar með hýrubros á vörum. Þórlaug Bjarnadóttir orti, lík- lega eilítið glettin: Ævina vermir engin sól eins og blíður svanni. Kalt er lífið, kalt er ból konulausum manni. Iðunn Ágústsdóttir kveður um pennann sinn: Ólafur svaraði án tafar: Enginn breytir grjóti í gull. Greindan þreytir slaður. Kom til geita að krefja um ull kvæðaleitarmaður. Þá koma tvær haustvísur, ortar af Hjalta Finnssyni, Ártúni: Frostið skráir feigðarspá fróns um gráa haga. Kalin stráin kyljur hrjá kuldabláa daga. Öðru sinni mættust þeir á förnum vegi, Ólafur og Björn. Hóf þá Ólafur upp flösku og kvað: Hér er glóð sem hressir raust, hitar þjóð í ströngum kjörum. Yljar blóðið efalaust ei svo Ijóðið frjósi á vörum. Vetur bruggar vélráð stinn vafin skuggum svörtum. Hrím á glugga, kul á kinn kveikja ugg í hjörtum. Hjalti mun hafa dvalið í Skaga- firði, eða verið þar á ferð, er hann kvað þessa vísu: Párar þetta penninn minn. Prakkari mér virðist hann. Engin betri orð ég finn. Æfíng skapar meistarann. Litlu síðar hittust þeir vinirnir á Blönduósi. Þá hafði Blöndal eignast fleyg, hélt honum hátt og kvað: Vötnin flóa, geislarglóa, græn hin frjóa jörð. Sumarfagur sólskinsdagur signir Skagafjörð. «*» Ö Q Q Q Q Q 0 Q Q Q Q Q Q Q Q Q Föstudagur 8. júní: Stuð til kl. 3 um nóttina. Balli og Arnar hrista fram stuðið. Nýjar plötur allsráðandi. Top 10 valinn. Laugardagur 9. júní: o* ^ O* Allt á útopnu til kl. 12. Agressivt stuð.f Tommi sér um að allir fríki út Betra að mæta snemma. im i á i/ h \ »'4 í Ui j..M i nt u Aðfaranótt mánudags: Fyrirhugaður dansleikur frá kl. 0.00 til 4.00. Mánudagur 10. júní: Fjör til kl. 1. Balli snýr skífunum og kynnir plöturnar Dansrás 2 og Hysteria (Human League). Baukurinn opinn um helgar kl. 12-14.30 og frá kl. 18 alla daga. Frábær hvítasunna ÍH-100 u Q Q Q Q Q Q QQQQQQ QQQQQ J Q, '■kQ' Fyrir málara Hvítir samfestingar, verð kr. 720.- Hvítar smekkbuxur, verð kr. 675.- + Beaver nylon samfestingar, verð 1.275.- Hvítir bómullarbolir stærðir S-M-UXUXXL, verð 210 kr. Hvítir háskólabolir stærðir S-M-UXL, verð 315 kr. Bamaháskólabolir stærðir 6, 8 og 10, verð 250 kr. Opið á laugardögum 10-12. 1? 111 Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 - sími 22275 mmmm Tjöld, 3-4-6 manna. Göngutjöld, 2ja manna. Tjaldhimnar (framb.) Tjalddýnur, 3 gerðir. Grill, margar gerðir. Grillkol. Grilláhöld, margs konar. I sumar- ferðalagið Bakpokar, 3 gerðir. Svefnpokar, 10 gerðir. Sólstólar - Sólbeddar. Kælitöskur, 2 stærðir. Pottasett. Leiktæki fyrir útileguna. Póstsendum samdægurs. Biynjólfur Sveinsson hf. Sportvöruverslun, Skipagötu 1, sími 23580.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.