Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 9
8. júní 1984 - DAGUR - 9 skorinn laus. Sem og var gert og hann opnaði varafallhlífina. Steindór þótti eftir þetta hafa svo merkilega reynslu að hann var kjörinn formaður Fallhlífar- kíúbbsins. En síðan hef ég aldrei hlegið að þessum möguleika.“ - Hvað gerirðu ef nemandi neitar að stökkva þegar upp er komið, hendirðu honum út? „Nei. Það er lítið annað að gera en að lenda með hann aftur. Þetta er nánast klassísk spurning þegar verið er að kenna - „þurft- irðu að henda honum út“ - en staðreyndin er sú að mönnum er aldrei hent út. Það er ætlast til þess að stökkvarinn sé kominn í ákveðna stöðu áður en hann stekkur þannig að hann eigi auð- velt með að komast í fallstöðuna. Þannig að það sér hver heilvita maður að það væri fáránlegt að ráðast á nemandann og henda honum út. Það væri mjög heppi- leg leið til að.valda slysi. í einstaka tilvikum hafa menn viljað snúa við og þá hefur verið lent með þá aftur. En það er svo einkennilegt með fallhlífarstökk- ið að það virðist vera mannorðs- morð að hætta við að stökkva. Maður getur snúið frá alls konar öðrum hættum án þess að það fari með mannorðið, en þarna virðist það ekki mega. En ég vil taka það skýrt fram að kennurum er alveg sama þótt þeir snúi við með nemanda, það er miklu betra heldur en að hann sé að stökkva, miður sín af hræðslu." Hetjur? - Eru fallhlífarstökkvarar svakalegar hetjur? „Það getur vel verið að einn og einn fari í þetta aðallega til að sýna hvað hann sé töff. En svo- leiðis fígúrur endast yfirleiít ekki lengi. Við höfum svo sem séð svona fyrirbæri. En flestir eru ósköp venjulegir.“ - En er það eitthvað eitt öðru fremur sem gerir menn að efni- legum fallhlífarstökkvurum? „Já, reyndar, en það er erfitt að koma orðum að því. Auðvitað er gott að menn séu vel á sig komnir líkamlega, en það er ekk- ert grundvallaratriði - menn hafa stokkið blindir og lamaðir, auð- vitað með aðstoð. Ég geri líka ráð fyrir að það sé gott að vera það sem kallað er kjarkaður og þá meina ég ekki á þann hátt að ana út í hvaða vitleysu sem er án þess að hugsa sig um. Heldur að menn geti haft stjórn á gerðum sínurn þótt þeir séu undir miklu álagi. En það er eitthvað sem gerir að verkum að sumir menn eru eins og heima hjá sér þarna í loftinu. Þeir eru ekkert sterkari en hinir, ekkert kjarkaðri, hafa aðeins þennan eiginleika sem ég þekki ekki og veit ekki hver er.“ - Má ég prófa að stökkva eitt stökk? „Þú mátt það, þegar við höfum tíma til að þjálfa þig. En það tekur lágmark eina helgi þar sem verið er að frá morgni til kvölds.“ - Er fyrsta stökkið það æsileg- asta sem fyrir þig hefur komið í lífinu? „Það er ég ekki endilega viss um, það fer eftir því við hvað er miðað. En trúlega er það með því æsilegra. En í raun og veru er ekki hægt að lýsa því, maður leit- ar að lýsingarorðum sem eru nógu hrikaleg til að koma þessu til skila. En þetta er í raun og veru eitthvað sem hver og einn verður að upplifa til að geta skilið.“ - Ein lítil að lokum: Er gaman að lifa? „Já, það held ég að ég geti sagt. Þótt maður hafi kannski á vissum sviðum sóst einum of eftir kryddi í tilveruna. En ég hef lúmskt gaman af því að lifa.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.