Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 10
10- DAGUR-8. iúní 1984 Jónsmessuferð Skagfirðingafélagið á Akureyri gengst fyrir skemmtiferð til Skagafjarðar dagana 23. og 24. júní nk. Nánari upplýsingar um feröina eru veittar í símum 25302 og 24588. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 16. júní. Nefndin. íjp Skógræktarfélag Eyflrðinga Skógardagur í Kjamaskógi laugardaginn 9. júní kl. 14. Mæting í Gróðrarstöðinni í Kjarna. 1. Kynntar verða nokkrar tegundir runna. 2. Gróðursetning og vetrarumbúnaður á rósum. 3. Skoðunarferð um Kjarnaskóg. 4. Skógarkaffi. Ferð fyrír alla fjölskylduna. Takið nesti með. Skógræktarfélag Eyfirðinga. Útivistarsvæðið í Kjarna. AKURCYRARBÆR Auglýsing um lögtök Þann 6. júní sl. kvað bæjarfógetinn á Akureyri upp lögtaksúrskurð fyrir gjaidföllnum en ógreiddum gjöldum til bæjar- og hafnarsjóðs Akureyrar álögðum árið 1984. Gjöldin eru þessi: Útsvör, aðstöðugjöld, fasteignaskattur, holræsa- gjald, vatnsskattur, lóðarleiga og hafnargjöld. Lögtökin verða látin fara fram án frekari fyrirvara fyrir ofangreindum gjöldum á kostnað gjaldenda en á ábyrgð bæjar- og hafnarsjóðs að liðnum átta dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. Bæjargjaldkerinn, Akureyri. AKUREYRARBÆR Innheimta fasteignagjalda í samræmi við ákvæði laga nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks er hér með birt almenn áskorun til þeirra sem ekki hafa greitt fasteignagjöld sín álögð 1984 um að greiða. Ef ekki verður orðið við áskorun þessari mun hverjum þeim sem á ógreidd fasteignagjöld settur 30 daga bréflegur frestur að greiða gjöldin, en að þeim tíma liðnum má beiðast nauðungaruppboðs á viðkomandi eign til fullnaðargreiðslu gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, en innheimtan væntir þess, að eigi þurfi til slíks að koma. Bæjargjaldkerinn, Akureyri. Metallica - Kiil ’em all Metallica er splunkuný sveit ungra manna, misjafn- lega bólugrafinna, sem leikur þctt jiungarokk af allt að því klassískri gerð. Metallica er ekki frumleg hljómsveit, hvorki í lagasmíðum né textagerð en þeir Hammett, Burton, Ulrich og Hetfield ntega eiga það að þeir eru prýðis hljóðfæraleikarar og Kill 'em all er pott„þétt"‘ þungarokksplata sem óhætt er að mæla með við unn- endur þessarar tónlistartegundar. Eins og nafn hljómsveitarinnar og plötunafnið benda til þá er hér á f?rðinni hljómsveit sem ekki villir á sér heimildir. Lög eins og „Hit the lights", „Phantom Lord" og „Seek and destroy" eru öll í gjöreyðingarstílnum og á köflum verður vart sterkrar „pönkundiröldu". Bárujárnsplötur, þ.c. þungt rokk at grótari gerðinni, hafa hingað til ekki legið á lausu hjá útgefendum til hljómplötu- gagnrýni. Heiðarlegar undantekningar eru þó til á þessu en stefnan virðist yfirleitt hafa vcrið sú að láta þessar plötur selja sig sjálfar. Umfjöllun og fyrirlitning diskóliðsins á þess- ari tegund tónlistar hefur líklega ráðið mcstu um að kynning á „þungarokkinu” i íslensku dagblöðunum hefur verið í lág- marki en allt um þaö: Hér á eftir verður fjallaö um fjórar fjallþungar bárujárnssveitir. Manowar - Hail to England gj Miðað við plötuumslagið ætti Manowar að vera þyngsta sveit heims. Svo er þó ckki en hljómsveitin sem er á snærum Music for Nations útgáfunnar líkt og Metallica, á þó sína sterku kafla og átkoman cr vel fyrir ofan meðallag. Hail to England - eða Englandi sé lof og dýrð (sem líklega er ekki alvarlega meint) er nokkuð öðruvísi en flestar „heavy metal-plötur" sem ég hef áður hlýtt á. Manowar fara ekki hefðbundnar AC/DC-leiðir svo notuð sé viðmiðun sem allir bár- ujárnsrokkarar ættu að skilja. (Pað mætti allt eins nota Iron Maiden til viðmiðunar). Joey DeMaio, bassaleikari er greinilega leiðandi atl í hljómsveitinni og „rifinn" bassinn í bakgrunnin- um kcyrir tónlistina áfram eins og eimreið dregur lest. Söngvarinn Eric Adants á heiðarlegar tilraunir viö háu nóturnar og stúlknakór frá breskum klausturskóla í laginu „Hail to England" setur punktinn yfir i-ið. Helsti galli plötunnar er liins veg- ar sá að trommur og gítar gera umræddan bassa- bakgrunn stundum það grautarlegan að sjálfur Steingrímur myndi fúísa við honum FJÓRAR FJALLÞUNGAR O Whitesnake - Slide it in ED Whitesnake hafa oft verið nefndir arftakar Deep Purple í tvennum skilningi. Tónlistarlega séu þeir líkir og eins sé hljómsvcitin útibú fyrir gamla Purple- meðlimi. Fyrrnefnda fullyrðingin fær staðist að vissu marki en sá galli er á gjöf Njarðar að Whitesnake komast ekki með tærnar þar sem Deep Purple höfðu hælana. Síðarnefnda fullyrðingin stcnst hins vegar alveg. Hljómsveitin er stofnuð af David Coverdale, þeim hinum sama og þandi síðast raddböndin með Purple og eins hefur svcitin nú innan sinna vébanda sjálfan Jon Lord einn af stofnendum Deep Purple og ábyrgðarmann fyrir lögum eins og „Child in time". Wlútesnake eru ckki óheyrilega þungir. Peir eru fyrst og fremst rokkhljómsveit og ekki á Itinni blóöi- drifnu leiö bárujáinsins. Whitesnake Ijalla þess í stað um ástina i sínum textum og t.a.m. eru þrjú lag- anna á plötunni merkt „love" i bak og fyrir. Ég er samt ansi hræddur að ýntsum kvenréttindakonum þyki Coverdale og Co. hin mestu karlrembusvín og fari sem slíkir heldur grófum og háðttlegum orðum um kvenhlutverkið nú á dögum. Líklega veröur hljómsveitin Saxon að treljast til topp tíu flokksins í þungarokkinu. Saxonar fá þó varla að teljast til allra þyngstu sveitanna en geta hins vegtir hiklaust skipað sér á bekk með t.d. Whitesnake og MSG, sem þekktar eru fyrir melod- ískari tilþrif en t.d. Motorhead og félagar. Kannski er Saxon best lýst sem hljómsveit mitt á milli Iron Maiden og Whitesnake, en réttast væri þó að láta allan samanburð eiga sig því hljómsveitin stendur vel fyrir sínu. Þessi nýja platii Saxon, Crusader hefst á stefi sem nefnist „The Crusader Prelude" en i þvi má heyra ntikinn vopnagný og læti í anda umslagsins. Síðan skellur titillagið á en það er nteð þeim skemmtilegri sem ég hef heyrt lengi á þessum vettvangi. Pungt en samt sem áóur melódískt og feikilega vel utfært. Annars er Saxon á gjöreyðingarlínunni sem ég vil kalla svo, líkt og Metallica og Manowar. Vrkisefnið er blóð og tortíming, langt út fvrir gnif og dauða og þetta er því engin plata fyrir viökvæmt fólk. SKARR-félagar ættu hins \egar ekki að hugsa sig tyisvar um, heldur kaupa þess „krossfcrð" i hvelli. cmjsAoen

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.