Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 15
8. júní 1984 - DAGUR - 15 MynÆst í Arskógi Um hvítasunnuhelgina mun Aðalsteinn Svanur Sigfússon halda myndlistarsýningu í Ár- skógi á Árskógsströnd. Þar verða til sýnis og sölu 40 grafíkmyndir, flestar skornar í dúk. Flestar myndanna á sýning- unni eru unnar með hliðsjón af Ijóðum eftir Kristján Krist- jánsson, en þessa dagana er væntanleg bókin Svartlist, ljóð og myndir eftir þá félaga. Sýningin í Árskógi verður opin dagana 9.-11. júníkl. 14- 22. Fermingarböm 1914 og 1964 Undanfarin ár hafa þau sem fermdust fyrir 10 og 20 árum verið boðuð í Akureyrarkirkju á hvítasunnudag til þess að minnast fermingarafmælis síns. f ár er ákveðið að kalla á fjóra afmælisárganga þ.e. þau sem fædd eru 1930, 1940,1950 og 1960, en þessir árgangar fermdust 1944, 1954, 1964 og 1974. Við hvetjum áður- greinda hópa til þess að mæta í Akureyrarkirkju nk. sunnu- dag, hvítasunnudag kl. 11 f.h. til þess að minnast fermingar- innar. Allir aðrir eru velkomnir í þessa hátíðarmessu. Sóknarprestar. SRA: Verðlaima- afhending íSjallanum Vertíð skíðamanna á Akur- eyri er lokið fyrir nokkru en ennþá er eftir að afhenda verðlaun fyrir fjöldamörg mót sem fram fóru á vegum Skíða- ráðs Akureyrar í vetur. Verðlaunaafhending þessi verður í Sjallanum nk. þriðju- dagskvöld og hefst kl. 20. Þar verða aflient verðlaun fyrir Akureyrarmót, KA- og Þórsmót, janúarmót, mars- mót, aprílmót ot firmakeppni og á þetta við um alla flokka í alpagreinum og skíðagöngu. Allir velunnarar skíðaíþróttar- innar eru velkommr. Sýnmg Þórðar frá Dag- verðará Á laugardag kl. 4 opnar Þórð- ur Halldórsson frá Dagverð- ará málverkasýningu í Iðn- skólanum og er það þriðja sýn- ing hans hér á Akureyri. Þórður hefur sýnt málverk sín víða m.a. í London og fékk þar ákaflega góðar viðtökur. Þórður hefur náð fram ýmsum sérkennilegum litum og málað fjölda náttúrulífsmynda. Sýn- ingin er sölusýning og er opin fram að 17. júni frá kl. 14.00- 22.00. Náttúrugripasafnið á Akureyri: Efnir til nátt- úruskoðunarferða Á þessu einmuna góða vori er allur jurtagróður óvenju snemma á ferðinni og margar tegundir villijurta eru þegar komnar í blóma. Fyrirsjáan- legt er að þær munu flestar blómgast í júní, og verða óvenju þroskalegar. Er því gullið tækifæri til að kynnast íslensku flórunni, sem býr yfir KA mœtir KR-ingum Þótt lítið verði um að vera á knattspyrnuvöllum norðan- lands um helgina er einn stór- leikur á dagskrá, en það er viðureign KA og KR á KA- velli í kvöld kl. 20. Það má fastlega búast við hörkuviðureign hjá þessum liðum en það lið sem sigrar fær þrjú stig og heldur sig þá í hópi efstu liðanna eftir 5 umferðir. KA-liðið hóf mótið með ósigri gegn Þór í fyrsta leiknum, síðan kom jafntefli á útivelli gegn ÍBK sem leiddi mótið eftir 4 umferðir, í 3. um- ferð gerði KA jafntefli gegn Víkingi og í síðustu umferð sigraði KA lið Vals á útivelli 2:1. KA hefur því ekki tapað nema einum leik, gert tvö jafn- tefli og unnið einn og það ríður á hjá leikmönnum liðsins að fylgja þessu eftir með sigri gegn KR í kvöld. Akureyri: Hvítasunnu- mót á Jaðri Fyrsta 36 holu golfmótið hjá Golfklúbbi Akureyrar verður um helgina, en það er hin ár- lega Hvítasunnukeppni. Hefst keppnin kl. 10 á laugardags- morgun og verða leiknar 18 hol- ur og á sunnudag hefst keppnin á sama tíma. ljóst að kylfingar á Akureyri hafa til nokkurs að vinna í þessu móti. mikilli fegurð og litadýrð. Bæjarland Akureyrar er gróð- urríkt og fjölbreytni tegunda furðu mikil. Eru skráðar um 300 tegundir blómjurta í um- dæmi Akureyrar, þ.e. um % af íslensku flórunni. Grasafræðin á sér aldar- langa hefð í Eyjafirði og þar var fyrsta íslandsflóran skrifuð, um aldamótin. Síð- ustu tvo áratugi hefur grasa- fræðin verið höfuðviðfangsefni Náttúrugripasafnsins, og þar eru nú geymd álíka stór og fjölbreytt grasasöfn og í ríkis- safninu í Reykjavík. Er þar að finna nær allar íslenskar há- plöntur (blómplöntur og byrkninga), auk fjölda teg- unda af mosum, skófum, sveppum og þörungum. Alls eru í söfnum þessum um 50-60 þúsund eintök. Þá hefur safnið gefið út fræðilegt tímarit um íslenska grasafræði, allt frá ár- inu 1963, og fer það nú í áskrift eða skiptum til flestra landa. Mánudaginn 11. júní, annan hvítasunnudag, er ætlunin að kynna almenningi þessa starf- semi. Þá verður „opið hús“ í safninu allan daginn, kl. 9-19. Gefst mönnum kostur á að skoða þessi vísindalegu söfn, sem annars eru ekki til sýnis, kynnast aðferðum við söfnun, pressun, upplímingu og frá- gang þeirra, og leita aðstoðar starfsmanna og leiðbeininga þeirra. Sama dag verða svo farnar tvær gönguferðir frá safninu suður brekkurnar og inn í Búðargil eða Gróðrarstöð, eft- ir því sem tími vinnst til. Verð- ur lagt af stað í fyrri ferðina kl. 10 en þá síðari kl. 16. Að sjálf- sögðu geta menn tengst göng- unni á ýmsum stöðum og hætt þegar þeir vilja. Eftir ferðirnar gefst tækifæri til að koma með vandgreindar plöntur í Nátt- úrugripasafnið og fá hjálp við greininguna o.s.frv. Þorvaldur kenmr golf Þorvaldur Ásgeirsson golf- kennari mun verða hjá Golf- klúbbi Akureyrar eftir helg- ina. Hann mætir til leiks á þriðjudag og verður við kennslu þann dag, miðviku- dag, fimmtudag og frameftir degi á föstudag. Allar nánari upplýsingar er að fá í klúbb- húsinu að Jaðri og þar geta menn skráð sig í tíma hjá Þor- valdi. Landsmót Nú verður í fyrsta skipti keppt um farandbikar sem Nissan-umboðið á Akureyri hefur gefið til keppninnar en önnur aðalverðlaun eru gefin af Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar. Þá verða nokkur aukaverð- laun á boðstólum. Flugleiðir hafa gefið flugfar Akureyri- Reykj avík-Akureyri sem verða veitt þeim er verður næstur holu á 18. braut síðari keppnisdaginn, og Sporthúsið á Ákureyri gefur þrenn auka- verðlaun sem verða veitt þeim er verða næstir 18. holu fyrri dag, 4. holu fyrri dag og 6. holu síðari daginn. Það er því lúðrasveita Dagana 9. og 10. júní nk. verður 11. landsmót Sam- bands íslenskra lúðrasveita haldið á Akureyri. Laugardaginn 9. júní munu lúðrasveitirnar leika á nokkrum stöðum í bænum, en aðal tónleikarn- ir verða á hvítasunnudag 10. júní í íþróttahöllinni nýju. Þar munu 10 lúðra- sveitir leika 2-3 lög hver og síðan leika allar saman nokkur lög. Aðgangur að Höllinni er ókeypis. Á þessu móti verður þess minnst að Samband ís- lenskra lúðrasveita er 30 ára um þessar mundir. Fyrsti formaður sambands- ins var Karl O. Runólfsson tónskáld er núverandi for- maður er Eiríkur Rósberg. Lúðrasveit Akureyrar annast allan undirbúning þessa landsmóts. Síðast var haldið lúðrasveitamót á Akureyri árið 1957. Tónleikar í Akureyrarkirkju Þriðjudagskvöldið 12. júní kl. 9 heldur sænskur þjóðlaga- söngflokkur tónleika í Akur- eyrarkirkju. Söngvar þeirra eru millistig vísna og sálma og eru upprunnir í dölunum í Svíþjóð. Henry Linder leikur einleik á klarinett og danska söngkonan Agnethe Christ- ensen syngur einsöng. Góður gestur verður í Sjallan- um um helgina, en það er eng- inn annar en Sigurður Johnny, rokksöngvari. Hann skemmtir í kvöld og mánudagskvöld og hugsanlega einnig á sunnu- dagskvöld en þá verður opið frá 12-03. Þá skemmtir söngvarinn Sigurður Helgi Jóhannsson einnig í kvöld og það verður hvítasunnufjör í Sjallanum. Gönguferð á Strýtu Ferðafélagið Hörgur verður með gönguferð á Strýtu 2. dag hvítasunnu. Mæting er við af- leggjarann að Ytri-Bægisá kl. 10 um morguninn en gengið verður upp Húsárskarð. Jóhann Már og Þrymskviða Klukkan tvö á rnorgun verður mikið um dýrðir í Laxdalshúsi. Þá fer formlega af stað fjöl- breytilegt sumarstarf. Lúðra- sveit mun á morgun heim- sækja staðinn, Jóhann Már verður með söngskemmtun, 4 manna hraðskákmót þar sem þátttakendur verða hinir norð- lensku titilhafar íþróttarinnar. Og ekki er fráleitt að gestum gefist kostur á að skora á sig- urvegarann í svo sem eins og eina skák. Fjölbreyttmyndlist- arsýning verður opnuð, það eru sjö listamenn sem þar sýna verk sín. Þeir eru, Guðbjörg Ringsted, Samúel Jóhannsson, Pétur Þorsteinsson, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Þorvaldur Þor- steinsson, Þóra Sigurðardóttir og Örn Ingi. Klukkan hálf níu annað kvöld verður Þryms- kviða flutt í leikgerð Guðlaugs Arasonar. Það er leikhópurinn Svartfugl sem sér um það. Hópurinn hefur fengið tónlist- armenn sér til fulltingis og Sig- urjón Halldórsson hefur samið tónlistina. Og með þessu öllu saman er hægt að fá sér kaffi og kleinur og ýmislegt annað sem matseðillinn hefur upp á að bjóða, til dæmis Eyjafjarð- arbotn með rjómaframburði. Og fleira. Auk framantalinna uppákoma gæti fleira orðið á döfinni, því dagskráin verður dálítið eftir hendinni, eins og Örn Ingi orðaði það. Og Örn Ingi bætti því að hann vænti þess að sjá sem flesta í Lax- dalshúsi á morgun, ekki síst alla þá sem komið hafa nálægt undirbúningi starfsins. Sigurður Johnny í Sjallanum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.