Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 16
-BAUTBSN - SMEÐJAN- Smiðjan opin alla daga bæði í hádeginu og á kvöldin Munið að panta borð tímanlega fyrir helgar „Opið hús“ utanhúss! „Ef vel viðrar þá ætlum við að flytja „opna húsið“ út á skólalóð- ina við Glerárskólann á mánu- dagskvöldið ef veður leyfir," sagði Steindór „Dyni“ Steindórs- son hjá Æskulýðsráði Akureyrar í samtali við Dag. Steindór sagði að ætlunin væri að bjóða upp á skemmtikrafta, diskótek, hljómsveitir, fallhlífar- stökk svo ljóst er að unglingarnir á „opnu húsi utanhúss“ ættu að fá ýmislegt við sitt hæfi. Vaglaskógur: Opnað fyrir tjöld og hjólhýsi Frá og með deginum í dag er opið fyrir tjöld og hjólhýsi í Vaglaskógi og er þetta með því allra fyrsta sem opnað er. Hjólhýsaeigendur fá að halda plássum sínum til 18. júní, en mikið er um að menn „eigi“ þar fast aðsetur í skóginum yfir sumartímann. Þar eru að jafnaði 30-40 hjólhýsi. Þá eru tjaldstæð- in einnig mjög mikið notuð. Að sögn ísleifs á Vöglum hefur skógurinn komið einstaklega vel undan vetri. í bígerð er að koma upp baðaðstöðu á hjólhýsasvæð- inu og tjaldstæði í sumar. HS. Þórtapaði Fram sigraði Þór 1:0 í leik lið- anna í 1. deild í gærkvöld, en leikið var í Laugardal í Reykjavík. Þetta var fjórði ósigur Þórs í röð og liðið hefur ekki skorað mark í 420 mínútur samfleytt. Það var Guðmundur Steinsson sem skor- aði mark Fram í gær í fyrri hálf- leik. Fullkomið myndbanda- fyrirtæki á Akureyri Stofnað hefur verið á Akureyri myndbanda- og kvikmynda- gerðarfyrirtæki sem hlotið hef- ur nafnið Samver hf. Eigendur fyrirtækisins eru ýmsir aðilar á Norðurlandi, fyrirtæki, félög og einstaklingar. í ráði er að fyrirtækið geti hafið störf í Iok júní, en fyrsta tækjasendingin er komin til Iandsins og meira væntanlegt mjög fljótlega. Tækjabúnaðurinn sem fyrir- tækið hefur fest kaup á er mjög fullkominn af Sony gerð og stenst m.a. kröfur sem sjónvarpið gerir um gæði efnis á myndböndum. Verður því hægt að annast gerð auglýsinga fyrir sjónvarp auk þess sem hugmyndin er að vinna að hvers konar fræðslumynda- gerð fyrir fyrirtæki og sveitarfé- lög, kynningar- og heimilda- myndum svo eitthvað sé nefnt, en mjög hefur færst í vöxt að ýmsir aðilar láti vinna fyrir sig efni á myndbönd. Til þessa hefur ekki verið hægt að fá slíka þjón- ustu á Norðurlandi og hefur þurft að sækja hana suður með ærnum tilkostnaði. Með tilkomu þessa norðlenska myndbandafyrirtækis ætti þessi þjónusta að geta orðið Norðlendingum ódýrari en verið hefur, auk þess sem þeir sem láta vinna fyrir sig efni á myndbönd geta fylgst betur með allri úr- vinnslu efnisins, en fullkominn myndblöndunar- og klippibúnað- ur eru meðal þeirra tækja sem fest hafa verið kaup á. Verður því hægt að fullvinna efni á mjög skömmum tíma, ef þörf krefur. Hermann Sveinbjörnsson og Þórarinn Ágústsson, sem tekið hafa fréttir og fleira efni fyrir sjónvarpið á Akureyri og í ná- grenni, hafa unnið að undirbún- ingi þessa máls í á annað ár. Þeir verða í Kaupmannahöfn í næstu viku til að leggja lokahönd á undirbúning ásamt starfs- mönnum Sony-umboðsins í Evrópu. Starfsmenn Sony koma síðan til Akureyrar og annast uppsetningu tækjanna, en upp- töku- og tækjaaðstaða er nær fullfrágengin. gk-. Starfsfólkið í LaxdaLshúsi er allt í startholunum, enda niikið um að vera fram- undan. Mvnd: KGA. Margs að vænta í Laxdalshúsi Starfsemin í Laxdalshúsi verð- ur með eindæmum fjölbreytt í sumar. Þar verður starfræktur veitingastaður, þá verður þarna leikhópurinn Svartfugl, hestvagnar á vegum hússins verða í förum um bæinn, hrað- bátur á Pollinum og fleira mætti nefna. Þriggja manna nefnd að sunn- an heimsótti húsið í vikunni og gerði á því úttekt með tilliti til veitingahússreksturs með létt- vínsleyfi. Nefndin gerði kröfu um að bætt yrði úr snyrtiaðstöðu, og þar eð starfsemin fer fram bæði innanhúss og utan, varð að ráði að byggja útisnyrtingu, sem verð- ur í stíl við þetta 200 ára gamla hús. Því ætti ekkert að vera til fyrirstöðu að léttvínsleyfi fáist. Starfsemin fer formlega í full- an gang á morgun. Þar mun leik- hópur hússins flytja Þrymskviðu í leikgerð Guðlaugs Arasonar og Jóhann Már mun syngja. Fleira verður á ferðinni, sjá nánar um það á blaðsíðu 15. -KGA Skógræktarfélag Eyfirðinga: Um 30 þús. plöntur gróðursettar 1983 Á aðalfundi Skógræktarfélags Eyfirðinga sem haldinn var nýlega kom fram að á s.l. sumri hófust framkvæmdir við héraðsskógræktaráætlun og voru þá gróðursettar 30 þús- und plöntur á 1S jörðum. Samkvæmt áætluninni verða gróðursettar 75 þúsund plöntur á þessu sumri og standa vonir til að ríkissjóður leggi fé til þeirra framkvæmda. í skýrslu framkvæmdastjóra félagsins Hallgríms Indriðasonar kom fram að um 80 þúsund plöntur voru afgreiddar úr upp- eldisstöðinni að Kjarna. Rekstr- arkostnaður við stöðina nam 860 þúsund krónum og á vegum félagsins voru gróðursettar tæp- lega 30 þúsund plöntur. Formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga er Tómas I. Olrich en aðrir í stjórn Gunnar Gunnars- son, Gunnar Jónsson, Brynjar Skarphéðinsson, Ingólfur Ár- mannsson, Matthildur Bjarna- dóttir og Leifur Guðmundsson. h\i\hVA „Það er hætt við því að það verði þoka fyrir norðan frameftir degi á morgun, en úr því ætti að fara að birta til,“ sagði Bragi Jónsson veðurfræðingur í samtali við Dag í morgun. Bragi sagði að það yrði hæg- viðri alveg fram á mánudag, og á sunnudag og mánudag, og jafn- vel síðari partinn á morgun yrði blíðskaparveður á Norðurlandi. „Ég held að þið þurflð ekki að kvarta,“ sagði Bragi. H." A Í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.