Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 1
 MIKIÐ URVAL GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 13. júní 1984 66. tölublað Hver verður fyrstur? - Frá kappreiðum Léttis á laugardaginn. Mynd: GS. Hverá ekki rétt tii að hafa friðí sínu húsi? - bls. 2 Áttum að vinna með meiri mun - bls. 9 Verðlöt í hitanum - bls. 7 Næturfundur í Freyvangi í gærkvöld: Mótmælir harðlega öllum álvershugleiðingum „Enn á ný eru komnar fram hugmyndir um að reisa álver við Eyjafjörð. Eyjafjörður er og hefur verið eitt besta matvæla- og fóðurfram- leiðsluhérað landsins. Það er viðurkennt að þrátt fyrir full- komnasta hreinsibúnað í ál- veri mun loft mengast af flúor. Tilkoma álvers mun vega að öllum landbúnaði héraðsins, jafnt mjólkur- og kjötframleiðslu, sem og framleiðslu garðávaxta. Fundurinn mótmælir harð- lega öllum hugmyndum um álver við Eyjafjörð en bendir þess í stað á ónýtta mögu- leika í matvælaframleiðslu, fiskirækt, lífefnaiðnaði og rafeindaiðnaði.“ Pannig hljóðar ályktun, sem samþykkt var á fundi í Freyvangi í gærkvöld. Til fundarins var boðað af samstarfshópi gegn ál- veri. 59 manns samþykktu álykt- unina, sem borin var fram af Leifi Guðmundssyni, Eiríki Hreiðarssyni og Sigurgeiri B. Hreinssyni. Einn fundarmanna greiddi atkvæði gegn ályktuninni, um rúmlega 50 manns sátu hjá. í samstarfshópnum gegn álveri eru m.a. Erlingur Sigurðarson, Tryggvi Gíslason og Gunnhildur Bragadóttir. Frummælendur á fundinum voru Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar, Þór- oddur F. Póroddsson, starfsmað- ur Náttúrugripasafnsins á Akur- eyri, Bjarni Guðleifsson, ráðu- nautur og Eiríkur Björnsson, bóndi í Arnarfelli. Að loknum framsöguerindum voru frjálsar umræður og tóku margir til máls. Flestir mæltu gegn álveri við Eyjafjörð. Aðrir töldu framsöguerindin full einlit- an áróður gegn álveri, þannig að fundurinn gæti ekki talist „upp- lýsingafundur“, eins og boðað hafi verið til. Finnbogi Jónsson ræddi um iðnþróun við Eyjafjörð með hlið- sjón af orkufrekum iðnaði og var hann eini frummælandinn sem ekki hafnaði álveri. Taldi hann rétt að rannsaka álverskostinn grannt, en taka síðan afstöðu til hans þegar niðurstöður rann- sókna og hagkvæmnisathugana lægju fyrir. Óskaði hann eftir því að ályktuninni yrði vísað frá, þar sem hann taldi hana ekki skynsamlega í stöðu málsins. Við þeirri ósk Finnboga var ekki orðið. Þóroddur F. Þóroddsson ræddi um rannsóknir á náttúrufari og mengunarhættu. Taldi hann rannsóknir ekki fullnægjandi eins og að þeim væri staðið, auk þess sem allt of stuttur tími væri ætl- aður til að framkvæma þær. Þar af leiðandi gætu niðurstöðurnar ekki gefið óyggjandi niðurstöður. Eiríkur Björnsson og Bjarni Guðleifsson mæltu hart gegn ál- veri. Fundurinn í Freyvangi stóð til klukkan að verða tvö í.nótt. Tryggvi Gíslason hafði um það orð í fundarlok, að með þessum fundi væru orðin til „þverpólitísk grasrótarsamtök" til að vinna gegn álveri við Eyjafjörð, en leita þess í stað nýrra leiða í atvinnu- uppbyggingu. Fleiri fundir ál- versandstæðinga eru fyrirhugað- ir. - GS Sláttur hafinn í Eyjafirði - Þurrkhorfur ekki góðar „Það er ekki áþreifanleg þurrkatíð framundan, það veltur allt á því hvað lægðin gerir, sem kemur yfir landið vestan úr hafi næstu daga,“ sagði Hafliði Jónsson, veður- fræðingur, í samtali við Dag í morgun, aðspurður um þurrk- horfur fyrir bændur. Bændur víða í Eyjafirði bíða nú í startholunum eftir því að hefja heyskapinn; sprettan er góð, það vantar ekkert nema þurrkinn. Raunar er sláttur þegar hafinn í Eyjafirði, því Benjamín Baldursson á Ytri-Tjörnum hóf slátt á laugardaginn, minnugur þess að laugardagur er sagður til lukku. Hugsanlega eru einhverjir fleiri byrjaðir slátt og margir hugsa sér til hreyfings á laugar- daginn, ef þurrkhorfur verða þol- anlegar. Samkvæmt upplýsingum Hafliða er reiknað með bjartara veðri þegar líður á fimmtudaginn og fram á föstudag, en síðan má reikna með að eitthvað dropi úr lofti. En hver þróunin verður um og eftir helgina fer eftir lægðinni áðurnefndu. Ef hún staldrar eitthvað við austan við land má búast við áframhaldandi vætutíð á Norðurlandi. -GS bls.4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.