Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 3
13. júní 1984 — DAGUR — 3 Rætt við Sigríði Pétursdóttur, sem hefur áhugamál sitt að atvinnu: Það er sennilega ekki mjög algengt að ungar konur hafi lífsviðurværi sitt af saumaskap nú til dags. Það er þó til. Ein þeirra er Sigríður Pétursdóttir, fædd og uppalin á Húsvík, en fór þaðan tiltölulega ung að árum til að mennta sig, fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík. En hvað varð til þess að Sig- ríður, öðru nafni Sigga P. lagði þetta fyrir sig? - Ja, það eru nú ýmsir sam- verkandi þættir sem ollu þessu. Ég var hérna í Menntaskólanum á sínum tíma og útskrifaðist fyrir þremur árum. Ég tók miklu ást- fóstri við Akureyri og eignaðist hérna marga vini, þó meirihlut- inn af þeim sé nú dreifður víðs vegar um heimsbyggðina. Undanfarna þrjá vetur hef ég verið í Reykjavík, þar af tvo vet- ur í handmenntadeild Kennara- háskólans og útskrifast væntan- lega næsta vor sem handavinnu- kennari. Eitt sumar var ég líka í Reykjavík og hét því að gera allt sem ég gæti til að vera þar ekki aftur að sumri til. Heima á Húsa- vík bauðst mér vinna í kaupfélag- inu en hef lítinn áhuga á því. Eg ákvað því að vera á Akureyri og taka að mér að sauma fyrir fólk. Auk alls þessa hef ég mjög gam- an af því að sauma. Ég bý hjá frænku minni og hef frábæra að- stöðu hjá henni. - Hefurðu nóg að gera? Já, ég held að ég muni hafa nóg að gera, það eru þegar komn- ar pantanir út júní og ég hef eng- ar áhyggjur af því að ég fái ekki nóg að gera í sumar. Ég var að hugsa um að reyna að fá vinnu hálfan daginn og sauma hinn helminginn, en þegar fréttist að ég ætlaði að sauma fékk ég svo margar pantanir að ég ákvað að vera bara við það. „Ekkert hnoð með prjóna og nálar“ - Hverjir eru helstu kostirnir við að vera með svona „sjálfstæð- an atvinnurekstur"? - Þeir eru ótalmargir, ég held að ég muni bara ekki eftir nein- um galla. Ég ræð að sjálfsögðu algjörlega eigin vinnutíma og það er ekki svo lítill kostur, ég get t.d. farið út í góðu veðri og saum- að. Auk þess er þetta mjög skap- andi starf. Ég hef aldrei litið á saumaskap sem eitthvert hnoð með títuprjóna og nálar. Það er svo gaman að sjá flík sem maður hefur algjörlega skapað sjálfur. Ég teikna allt sjálf, tek aldrei upp úr blöðum. - Er dýrt að láta sauma svona fyrir sig? - Það er mjög erfitt að verð- leggja fötin, því það er svo mis- jafnt hvað er tekið fyrir að sauma föt. Þegar ég reyndi að komast að því hvað tekið væri fyrir t.d. dragt, komst ég að því að það er frá 2-10.000 krónur, og ég er nú nær 2.000 krónunum. En ég reyni að skipuleggja tímann þannig að ég fái sæmilegt verkamannakaup á mánuði. Ég held að þetta sé svipað verð og fyrir föt í búð en ég held að það sé sá kostur við þetta að fólk getur fengið fötin nákvæmlega eins og það vill hafa þau, en tilbúin föt í búðum eru það ekki alltaf. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir fólk sem hefur hug- mynd í kollinum um ákveðinn ,Ég ræð að sjálfsögðu algjörlega eigin vinnutíma,“ segir Sigríður Pétursdóttir. Mynd: HJS fatnað sem það vill fá. Það er ekki lengur neitt ófínt að vera í heimasaumuðum fötum, það hef- ur aukist því það er orðið svo ntikið úrval af efnum. Auk þess að sauma föt er ég með tauþrykk og hef saumað úr því vesti, svo eitthvað sé nefnt. Einnig hanna ég eyrnalokka og ég hef hugsað mér að storma með þetta niður á torg einhvern góðviðrisdaginn og bjóða fólki til kaups. - En frístundirnar? - Aðaláhugamálið fyrir utan handmenntina er leiklistin. Þá bakteríu fékk ég er ég kom í MA og hana er ekki svo auðvelt að reka út aftur. Öll árin ntín í MA starfaði ég með LMA og hafði ákaflega gaman af. Ég hafði áhuga á að fara í leiklistarnám, en hagsýni mín kont í veg fyrir það, það eru ekki svo miklir at- vinnumöguleikar fyrir leikara. Hins vegar hef ég sótt kvöldskóla hjá Helga Skúlasyni í vetur og ætla að halda áfram í því næsta vetur. Núna starfa ég með leik- hópi hér á Akureyri, sem kallar sig Svartfuglana og starfar í tengslum við Laxdalshúsið. Það hefur ver- ið gaman að starfa með þessu fólki, það er mikið líf og fjör. - Framtíðaráform? - Fyrst er það nú að ljúka við kennaranámið. Það hefur lengi verið draumur ntinn að halda utan, annað hvort til Frakklands eða Ítalíu og mennta mig frekar í mynd- og handlist, ég vonast til að geta það, en ef ekki verð ég líklega bara handavinnukennari með hrukkur og hnút í hnakkan- um á einhverju krummaskerinu. En það skiptir svo sem ekki öllu máli, það er númer eitt að lifa líf- inu lifandi og vera ánægður með það sem maður er að gera. HJS. ListahátíÓ fyriralla! Flugleiðir bjóða listunnendum af landsbyggðinni á Listahátíð í Reykjavík Ef þú ætlar að hlusta á Stefán Ashkenazy, Luciu Valentini Terrany eða Norrokk Sjá sýningu hjá Erró, Jóhanni Eyfells eða Karel Appel, - sýna þig og sjá aðra. Listahátíðarafsláttur Flugleiða ætti að henta þér. Gegn kaupum á 500 kr. kvittun fyrir miða á Listahátíð færðu 35% afslátt á flugfargjaldi fram og til baka. Síðan framvísar þú kvittuninni gegn miða á eftirlætisatriðið. Flugleiðir bjóða þér aðstoð við miðapantanir og gistingu, á meðan á hátíðinni stendur. Listahátíð er viðburður, sem þú mátt ekki missa af. Hafðu samband við Flugleiðir áðuren miðarnirseljast upp-og tryggðu þér góða skemmtun. FLUGLEIÐIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.