Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-13. júní 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÖRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRfMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Lýðræði í reynd „Hvernig vilt þú að þjóðfélag okkar sé? í hvernig þjóðfélagi viltu lifa? Hvernig þjóðfé- lag viltu búa börnunum þínum?“ Þessar spurningar eru upphaf á grein sem Guð- mundur G. Þórarinsson gjaldkeri Framsókn- arflokksins skrifar í 1. tbl. þjóðmálaritsins Sýnar á þessu ári. Guðmundur bendir á þá staðreynd að allir þeir sem vilji vera virkir og sjálfstæðir þátt- takendur í lýðræðisþjóðfélagi verði að svara þessum þrem spurningum. Lýðræðið verði aldrei annað en nafnið tómt ef þegnar þjóðfé- lagsins taki ekki virkan þátt í umræðu og stefnumótun. Guðmundur fjallar síðan um hvað það sé helst sem er tekist á um. Hann segir: „í nú- tíma þjóðfélagi verða viðfangsefnin æ flóknari og margbreytilegri. Meginkjarninn í stefnu hinna ýmsu stjórnmálaflokka, grunnurinn í hinum ýmsu kenningakerfum, sem menn hafa mótað sér, snýst um hverjir skuli eiga fyrirtækin og hvernig þau skuli rekin. Hvernig verður tekjum og eignum réttlátast skipt í þjóðfélaginu og hversu mikil skulu vera áhrif ríkisafskipta annars vegar og markaðsafla hins vegar. “ Hér eru stórar spurningar en í afstöðu flokkanna til þeirra kemur fram munurinn á stefnu þeirra og markmiðum eins og allir er eitthvað fylgjast með stjórnmálum vita. í sósíalísku þjóðfélagi skulu sem allra flest fyrirtæki vera í eigu ríkisins og nýting þeirra fari sem mest eftir samræmdri áætlanagerð en ráðist ekki af markaði og virkri samkeppni. í kapítalísku þjóðfélagi ,er aftur á móti reiknað með að öll fyrirtæki séu í einkaeign og að samkeppni markaðarins ráði hagnýtingu framleiðslufyrirtækja, enda er samræmd heildarstjórn framleiðslunnar eins og hjá sósíalistum ekki hugsanleg vegna hins dreifða yfirráðaréttar yfir framleiðslutækjun- um. Síðan segir Guðmundur: „Framsóknar- flokkurinn er eini íslenski stjórnmálaflokkur- inn sem ekki byggir stefnu sína á erlendu kenningakerfi. Hann er fyrst og fremst ís- lenskur stjórnmálaflokkur vaxinn upp úr ís- lensku þjóðlífi. Stefnu sína miðar hann við ís- lenska menningu, íslenskar aðstæður og sér- stöðu. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf haft blandað hagkerfi á stefnuskrá sinni. Segja má að eftir því sem tímar hafa liðið fram hafa aðrir flokkar nálgast Framsóknarflokkinn og komið inn á miðjuna í stjórnmálunum." Þarna er komið að meginkjarna málsins, því að með blönduðu hagkerfi er yfirleitt hægt að ná bestu afköstunum og mesta hag- vextinum handa öllum, hvar í stétt sem þeir eru. AM. Alyktanir aðal- ffundar Einingar Kjara- mál Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar, haldinn á Akureyri 22. maí 1984, telur nauðsyn, að ríkis- stjórn landsins sé gert það Ijóst, að svo langt hefur nú verið geng- ið í því að skerða kjör launafólks í landinu, að nú er komið að al- varlegum hættumörkum. Verka- lýðssamtökin hljóta að segja hingað og ekki lengra. Þessari ríkisstjórn hefur verið sýnt fá- heyrt umburðarlyndi og samtök launþega hafa látið sér lynda að gera kjarasamninga, sem aðeins bæta örlítið brot af því, sem að- gerðir stjórnvalda hafa skert kaupmáttinn. Ef ríkisstjórnin ekki skilur þetta og virðir með því að láta af kjaraskerðingar- stefnu sinni, hlýtur óánægjan að magnast svo, að upp úr sýður með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Það hefur vissulega tekist að hemja verðbólgudrauginn,. og því fagna allir. Til þess færðu launþegar stórar fórnir, en það er ekki endalaust hægt að réttlæta nýjar og meiri kjaraskerðingar með því, að verið sé að lemja á draugnum. Nú er kominn tími til að menn sjái og finni, að fórnirn- ar hafi átt rétt á sér. Það verður einhver raunhæfur bati að fara að sjást, ella fara menn að efast um, að rétt hafi verið gert. Reikningar ýmissa stórfyrir- tækja í landinu, sem birtir hafa verið á síðustu mánuðum, sýna að í rekstri fyrirtækjanna hefur víða orðið góður bati. En hafi fórnirnar verið færðar til þess eins, að helstu stórfyrirtæki í landinu auki hagnað sinn, þá erum við ekki á réttri leið. Það verður einnig að koma til bati hjá litlu fyrirtækjunum, sem eru heimili launþega um allt land. Ef sífellt kreppir að þeim meðan aðrir græða, þá er stefnan ekki rétt. Nú heyrist, að uppi séu hug- myndir um verulega skerðingu á ýmissi samfélagsþjónustu. Slíkt kemur að sjálfsögðu verst við þá, sem tekjulægstir eru, og myndi þýða verulega kjaraskerðingu fyrir þá. Ríkisstjórnin verður að gæta þess, að taka ekki slík óheillaspor. Verði ekki horfið frá frekari kjaraskerðingum en orðnar eru, er öllum þeim ár- angri, sem náðst hefur í baráttu við verðbólguna, stefnt í voða. Launþegar hafa sýnt í verki vilja sinn til að ná fram jafnvægi og festu í þjóðarbúskapnum, en þol- inmæði þeirra getur þrotið og hana þrýtur, ef áfram verður haldið á þeirri braut, að þeir hljóti enga umbun fyrir allar sín- ar fórnir. Atvinnu- mál Þær fréttir berast okkur nú mán- aðarlega, þegar niðurstöðutölur atvinnuleysisskráninga liggja fyrir, að atvinnuleysi sé langmest á Akureyri. Atvinnuskorturinn virðist vera orðinn landlægur hér á sama tíma og atvinnuleysi er ýmist ekkert eða hverfandi lítið mjög víða á landinu. Ljóst er því, að hér hefur at- vinnuuppbygging dregist aftur úr miðað við það, sem annars staðar hefur gerst. Og afleiðingin leynir sér ekki: Fjöldi fólks hefur uppi ráðagerðir um brottflutning úr bænum og ýmsir þegar farnir vegna þess hve tekjumöguleikar eru hér minni en annars staðar. Og þetta er ekki bundið við neina eina atvinnugrein, heldur virðist taka til flestra stétta þjóðfélags- ins. Hér er komið mál til að þeir, sem vilja gott gengi höfuðstaðar Norðurlands en ekki að hann koðni niður, taki höndum saman um að hrinda af stað miklu átáki eða átökum í atvinnumálum. í þessum efnum reynir mikið á samstarf og samvinnu bæjarbúa sjálfra, en ekki síður forystu og forgöngu stjórnvalda, utan bæjar sem mnan. Hér er um það mikið og aðkallandi vandamál að ræða, að ekki er hægt að reikna með, að neinir einstaklingar eða fyrirtæki á staðnum leysi það nema með öflúgum stuðningi opinberra að- ila. En hér dugir ekki að halda að sér höndum lengur. Húsnæðis- mál Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar 1984 álítur, að eignar- hald á steinsteypu sé hvorki eina lausnin á húsnæðisvanda lág- launafólks né nein trygging fyrir lífshamingju. Því hörmum við að ríkisstjórnin skuli ekki hafa vit á að styðja og efla húsnæðissam- vinnufélög og veita þeim hlið- stæða lánafyrirgreiðslu og öðrum félagslegum aðilum, sem byggja hús. Fundurinn hvetur Búsetafé- lögin til að berjast harðri baráttu fyrir því nýja formi húsnæðis- mála, sem þau hafa sett fram. Jafnframt skorum við á verka- iýðshreyfinguna alla að styðja húsnæðissamvinnufélögin eftir megni. Fundurinn álítur að berjast verði harðri baráttu gegn þeim hugmyndum að draga úr starf- semi verkamannabústaða. Frem- ur er ástæða til að hvetja til þess, að þetta kerfi verði stóraukið og útvíkkað, t.d. þannig að verka- mannabústöðum verði gert kleift að ráðast í byggingu leiguhús- næðis og svara þannig þörfum nútímans. Nú á tímum síaukinn- ar skerðingar kaupmáttar er lág- launafólki ekki lengur mögulegt að ráðast í íbúðakaup eða ný- byggingar. Húsnæðissamvinnufélög og verkamannabústaðir eru ekki og eiga ekki að vera samkeppnisað- ilar. Þau eru aðeins tveir valkost- ir af mörgum, sem fólk ætti að eiga til að leysa húsnæðisvanda sinn. Hlið við hlið geta þessi tvö form gert stórátak til lausnar húsnæðisvandans. Árni G. Pétursson: Haförn í hættu? Vegna fréttatilkynningar frá Fuglaverndunarfélagi íslands „um haförn í hættu vegna notkunar eiturefna“, sem birst hefur í blööum og útvarpi að undanförnu, þykir rétt að fram komi: • Samkvæmt talningu á veg- um Náttúrufræðistofnunar íslands hefur hafarnarvarp- pörum fjölgað um 33% síð- ustu þrjú til fjögur ár. • Engar sannanir liggja fyrir um að dauðir sjóreknir ernir hafi farist á fenemali. • Mér vitanlega eru engar ís- lenskar rannsóknir fyrir- liggjandi í þá veru að fækk- unaraðgerðir gegn veiði- bjöllu séu gagnslausar eða hafi neikvæð áhrif. Ég vil því biðja stjórn Fuglavernd- unarfélags íslands að hlutast til um að fá þær tilraunanið- urstöður birtar almenningi tafarlaust. • Hefur stjórn Fuglaverndun- arfélags Islands staðið menn að, að nota fenemal á aðra vegu en leyft er samkvæmt reglum og lögum? í húshaldi okkar íslendinga - atvinnuvegum, heimilishaldi og sjúkrastofnunum - eru not- uð eiturefni sem myndu nægja til að deyða milljónaþjóð- ár- lega. Á svæðinu um sunnan-, austan- og norðanvert landið, þar sem veiðistjóra er heimilt að setja fenemal í ýmiss konar æti til fækkunaraðgerða gegn flugvargi, veit ég ekki til að sjórekinn ungörn hafi borið að landi. Veiðistjóri hefur þar fram- kvæmt þessar aðgerðir sam- kvæmt beiðni sveitarfélaga, heilbrigðisyfirvalda og útgerð- araðila og að allra dómi náð tilætluðum árangri. Má nefna að þeir á Húsavík geta nú hengt upp skreið án erfiðleika. Engum mun þykja eftir- sóknarvert að nota lyf til þess- ara aðgerða, en þegar í harð- bakka slær, verður að gera fleira en gott þykir. Allar fækkunaraðgerðir sem fram- kvæmdar hafa verið vítt og breitt um land, hvort heldur hefur verið með lyfjum eða skotum hafa borið greinilegan árangur og má leita um það staðfestingar hjá heima- mönnum. Við gerjun og rotn- un lífrænna sambanda geta myndast eiturefni, sem engu síður eru hættuleg skepnum en mönnum. Ég vil þó ekki ætla erninum jafnvel þótt ungur sé að falla í þá gildru. Hins vegar segja arnfróðir menn mér að örn sé ekki sundfugl, og fatist honum flug og falli í sjó t.d. við að hremma bráð veltur á ýmsu hver endalok verða. Bú- ast má við að ungerni sem skortir færni að hremma bráð sé hættar við á slíkum stundum. Veit ekki hvort stjórn Fuglaverndunarfélags íslands tekst að venja erni af slíkum kúnstum. Árni G. Pétursson hlunnindaráðunautur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.