Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 7
13. júní 1984-DAGUR-7 Heimsókn í Lystigarðinn: Arnhildur Valgarðsd'óttir. ,Verð löt í hitanum“ — segir Arnhildur Valgarðsdóttir sem vinnur við garðyrkjustörf í Lystigarðinum „Það er fínt að vera farin að vinna, ég byrjaði í gær. Það er ágætt að vinna hérna í Lysti- garðinum, þetta er þriðja sumarið mitt. Það er að vísu dálítið erfitt í svona hita eins og er núna, ég verð svo skolli löt.“ sagði Arnhildur Val- garðsdóttir í stuttu spjalli við Dag. - Kemur margt fólk í Lysti- garðinn? „Já, sérstakíega útlendingar og krakkar á svona góðviðrisdögum. Útlendingarnir eru að vísu lítið farnir að koma ennþá þó einn og einn hópur, en í júlí og ágúst koma margir hópar. Krakkarnir koma mikið hingað, en það er allt í lagi, þau taka tillit til þess sem sagt er við þau.“ - Hvað er svo gert utan þess að vinna í Lystigarðinum? „Á veturna er ég í MA, var að klára 2. bekk núna. Það er æðis- legt að vera farin að vinna og vera þar með laus við skólann í bili, en það er alltaf gaman að byrja aftur á haustin. í frístund- unum sinni ég svo áhugamálun- um, sem eru mörg og margvís- leg.“ Ekki vildi Arnhildur nefna hver þau væru nema að um helg- ar er það H-100. HJS. „Skemmtilegast að veiða laxinn“ — Stutt spjall við Orra Björn og Sigurð „Við förum ekki oft hingað í Lystigarðinn, helst í svona góðu veðri,“ sögðu þeir Orri Björn Stefánsson og Sigurður Sigurbergsson, sem staddir voru í Lystigarðinum einn góð- viðrisdaginn fyrir skömmu. En hvað skyldu þeir þá gera á daginn? „Við erum í skólagörðunum inni í Gróðrarstöð á morgnana og vorum einmitt að koma þaðan núna. Auður og Lovísa eru flokksstjórarnir okkar. í gær sett- um við niður radísur og gulrætur, en kál og sptnat í morgun.“ - Hvað ætla þeir svo að gera við uppskeruna? „Við ætlum ekki að selja græn- metið, við gefum mömmum okk- ar það og borðum svo að sjálf- sögðu eitthvað sjálfir.“ - Hvað gera þeir eftir hádegi þegar skólagörðunum er lokið? „Það er nú mjög misjafnt, hjól- um og förum í fótbolta, við erum báðir í Þór. Einnig förum við oft að veiða, þá förum við niður á bryggju eða út á grjótgarð, þar er hægt að veiða silung." Órri sagð- ist líka stundum fara út í sveit með pabba sínum og mömmu að veiða og þá væri veiddur lax og það væri mest spennandi af þessu öllu saman. HJS. „Förum í Vaglaskóg“ - sögðu Vala og Kristján Á teppi í Lystigarðinum, sátu þau systkinin Kristján, Gunnar og Vala og með þeim var Agn- es litla, sem Vala er með í vist. Fyrsta spurningin var hvort þau kæmu oft í Lystigarðinn? „Já, þó nokkuð oft, sérstak- lega í góðu veðri.“ Vala sagðist ætla að fara oft í sumar því hún væri með Agnesi í vist og þá væri svo tilvalið að rölta í Lystigarð- inn. Hún kvaðst hafa byrjað að passa Agnesi í gær og sér gengi bara ágætlega að passa hana. Hún bjóst við að fá um 20 kr. á tímann fyrir að passa þá litlu. - En ætla þau ekki í ferðalag í sumar? „Jú, við förum a.m.k. í Vagla- skóg,“ það var Kristján sem hafði orðið. „í fyrra fórum við í 3 vikur í sumarhús í Danmörku og það var alveg svakalega gaman, sér- staklega í Tívolí í Kaupmanna- höfn. Við skoðuðum allt mögu- legt í Kaupmannahöfn, Legoland og Safari, þar eru villt dýr laus og við keyrðum bara um garðinn í bíl. Við vorum nú svolítið smeyk þar en aparnir voru mjög skemmtilegir," sagði Kristján að lokum. HJS Vala og Kristján. Italinn Cosimo er fyrir nokkru mættur með tjaldið sitt á Ráðhústorg, hress og kátur að vanda. Greinarkorn frá Geð- verndarfélagi Akureyrar A fjölmennri námsstefnu hjúkrunarfræðinga á Hótel Loftleiðum 18.-19. maí var samþykkt að skora á heilbrigð- isyfirvöld að vinna að bættu geðverndarstarfi fyrir fjögurra ára börn í kjölfar þeirra skoð- ana sem nú fara fram á þessum börnum. Bent var á nauðsyn þess að koma á samræmdu heildarskipulagi fyrir allt land- ið ef fjögurra ára skoðanir eiga að skipa ákveðinn sess í fyrir- byggjandi geðverndarstarfi heilsugæslustöðva. Fleiri heilsugæslustöðvar víðs vegar um landið hafa nú í hyggju að skipuleggja fjögurra ára skoðanir. Reynsla þeirra hjúkr- unarfræðinga sem þegar hafa unnið við þessar skoðanir bendir ótvírætt á áhuga foreldra á þess- ari starfsemi innan heilsugæsl- unnar. Hjúkrunarfræðingar vilja leggja áherslu á að við fjögurra ára aldur er barnið komið á það þroskastig að mun auðveldara er að meta hvar það stendur en áður. Tvö ár eru enn í skóla- göngu og enn er hægt að vinna mikið varnaðarstarf og finna leið- ir til úrbóta ef um erfiðleika er að ræða. Bent var á ákveðin atriði sem heilbrigðisyfirvöld verða að taka tillit til ef fjögurra ára skoðanir eiga að ná tilgangi sínum. í fyrsta lagi; starfsfólk sem vinnur við þroskamat fjögurra ára barna þarf ákveðna þjálfun til að geta sinnt starfinu sem skyldi. í öðru lagi; þegar frekari greininga á börnunum er þörf er nauðsyn að ákveða hverjir eiga að taka slíkt að sér og hvar slík greining eigi að fara fram. í þriðja lagi; hvert á að vísa fjögurra ára börnum til frekari meðferðar, hverjir eiga að sinna slíku og hvar á meðferð að fara fram. í fjórða og síðasta lagi var bent á nauðsyn þess að endurmat á fjögurra ára skoðun- um þyrfti að fara fram með jöfnu millibili. Skorað er á heilbrigðisyfirvöld að taka afstöðu til þessara atriða sem allra fyrst og gera nauðsyn- legar ráðstafanir. Erindið er brýnt því margir foreldrar og fjögurra ára börn bíða úrlausnar mála sinna. . Fynr hond hopsins Álfheiður Steinþórsdóttir Gudfinna Eydal.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.