Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 13. júní 1984 Minning: f Guðrún Sigurðardóttir frá Torfufelli Fædd 2. des. 1911 - Dáin 3. júní 1984 Sigurlína Guörún Siguröardóttir frá Torfufelli lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri hinn 3. júní s.l. sama mánaðardag og móðir hennar fyrir 17 árum. I gær var hún jarðsett í kirkjugarðinum á Akureyri. Daginn sem Guðrún lést skein sól um allan Eyjafjörð og hann bjóst sínu fegursta vorskrúði þeg- ar þessi sérstæða dóttir hans lagði upp í hinstu ferð sína, hér á jörð, inn í bjartari og fegurri heim. Ég var staddur á Akureyri þennan dag og fékk fréttina ,um andlát Guðrúnar rétt í þann mund er ég var að búa mig til heimferðar um kvöldið. Ég var einn á ferð og ók hægt heimleiðis. Andlát Guðrún- ar var stöðugt í huga mínum. Þó komst ég ekki hjá því að taka eft- ir fegurð sveitarinnar á þessu indæla vorkvöldi. Öll tún voru fag- urgræn og græni liturinn var sem óðast að teygja sig upp eftir hlíð- unum, en hið efra voru hlíðarnar þó enn með fannir í öllum giljum. Efst uppi voru fjöllin nær alveg földuð hvítu. Eftir láglend- inu liðaðist Eyjafjarðará bakka- full og spegilslétt í kvöldkyrrð- inni. Óvíða á landinu má sjá meiri tign og fegurð í gróanda vorsins, enda unni Guðrún alla tíð sveitinni sinni og kenndi sig jafnan við æskuheimili sitt, Torfu- fell. Það gera þær Kristbjörg og Laufey, systur hennar, líka og munu gera það svo lengi sem þær hafa aldur til. Eyjafjörður var - og er - þeim öllum jafn kær. Guðrún fæddist í Torfufelli 2. desember 1911. Hún var yngst af sjö systkinum, en aðeins 5 þeirra náðu fullorðinsaldri. Jósef og Lilja dóu úr barnaveiki í æsku. Þau sem upp komust voru Indí- ana húsfreyja í Ártúni og Jósef bóndi í Torfufelli, sem bæði eru látin fyrir nokkrum árum. Krist- björg og Laufey, húsfreyjur á Akureyri, eru tvær einar eftir á lífi, eins og fram hefur komið. Auk þessa systkinahóps ólst Ing- ólfur Júlíusson, frændi þeirra, einnig upp í Torfufelli eins og einn af systkinunum, Hann er lát- inn fyrir fáum árum. Foreldrar Guðrúnar voru Sig- urður Sigurðsson frá Leyningi og Sigrún Sigurðardóttir frá Gilsá, hin mestu sæmdarhjón sem bjuggu ágætu búi í Torfufelli. Hjá þeim ríkti reglusemi og snyrtimennska úti sem inni. Sig- urður í Torfufelli var gæddur dul- rænum hæfileikum en reyndi sem mest að halda þeim leyndum. Yngsta dóttir hans virðist hafa hlotið þessa hæfileika að erfðum en hún kappkostaði ekki eins að halda leynd yfir þeim. Eftir að hún komst til fullorðinsára fór hún að þroska þá í stað þess að bæla þá niður. Éiginmaður henn- ar mun heldur hafa hvatt hana í þá átt og svo fór að lokum að hún varð meðal þekktustu miðla þessa lands. Þegar Guðrún var lítil talaði hún um ýmislegt sam bar fyrir sjónir hennar en öðrum var hulið. Fólk trúði henni ekki svo hún hætti brátt að hafa orð á því sem hún sá og átti þann heim aðeins fyrir sig. Eitt af því sem henni var gefið að sjá, var litir í áru fólks. Hún taldi víst að allt fólk sæi þessa liti en það mætti bara ekki tala um þá einhverra hluta vegna. Þá ályktun dró hún af því að hún heyrði fólk aldrei ræða um þessa liti sín á milli, hún þagði þess vegna um þetta eins og aðrir þar til hún var orðin 9 ára. Þá kom maður með svo undarlega liti í áru sinni í Torfu- fell að hún gat ekki orða bundist og fór að tala um það við móður sína. Mamma hennar skildi ekki hvað hún var að tala um og þá varð Guðrúnu fyrst Ijóst að al- mennt sá fólk ekki þessa liti svo hún talaði ekki frekar um þá næstu árin. Um tvítugt fékk Guðrún botn- langabólgu og var skorin upp við henni á Akureyri. Upp úr því fékk hún blóðtappa í vinstri fót- inn þaðan barst hann svo til lungnanna og það hefur senni- lega orðið henni til lífs í það sinn að hann sprengdi æð í lunganu og gekk upp úr henni ásamt miklu blóði. Það má segja að Guðrún gengi aldrei heil til skógar eftir þetta. Einkum gerðist það á seinni árum að hún háfði sífelldan bjúg á vinstri fæti og oft komu sár á hann sem voru yfirleitt sein að gróa, aðallega eftir að hún fékk sykursýki til viðbótar. Svo gerðist það 9. janúar s.l. að Guðrún fékk hjartaáfall. Af því fékk hún varanlega hjarta- skemmd en var þó leyft að fara af sjúkrahúsinu eftir sjö vikur. Fyrst var hún hjá Sólveigu dóttur sinni en síðan fór hún heim í Holta- götu 6 og þar annaðist Snæbjörn sonur hennar hana uns hún fékk annað áfall 24. maí og var aftur flutt á sjúkrahús. Þar andaðist hún eftir 10 daga legu. Þótt Guðrún væri sjálf sjaldan heil heilsu var það stór þáttur í lífi hennar á seinni árum að senda öðru vanheilu fólki lækn- ingamátt sem leiddur var í gegn- um hana frá æðri sviðum. Með þeim hætti hlutu ýmsir bót meina sinna og m.a. sá er þetta ritar. Á hverju einasta kvöldi hugsaði hún langan tíma til allra þeirra þjáðu sem ti! hennar höfðu leitað og þá skipti engu máli hvort sjúk- dómurinn var andlegur eða lík- amlegur. Hún gaf hverjum fyrir sig ákveðinn tíma og þá áttu þeir að vera í kyrrð og næði á meðan svo lækningamátturinn ætti greiða leið til þeirra. Stundum fékk fólkið ekki næði á tilsettum tíma og þá var gripið til þess ráðs að safna orkunni í „silfurkúlu" sem ósýnilegir hjálparmenn komu með. Kúlan (eða kúlurnar sem gátu orðið allt að 4-5 á sama kvöldi) var síðan tengd við Guð- rúnu með „silfurþræði" og síðan var kúlan fjarlægð en Guðrún sá þráðinn liggja burt frá sér í átt til sjúklingsins. Svo var kúlan tæmd þegar sjúklingurinn var kominn í ró og þá slitnaði þráðurinn. Þá var eins og kippt væri í Guðrúnu og hún vaknaði jafnan við það ef hún var þá sofnuð. Ekki taldi Guðrún að þessi aðferð kæmi að jafngóðum notum, en væri þó mjög til bóta. Ég get þessa þáttar í starfi Guðrúnar sérstaklega, vegna þess að fáir hafa heyrt um þessar silfurkúlur og einnig vegna hins, að þetta var orðinn stærsti þáttur- inn í hinu dulræna starfi hennar. Það fólk, sem telur sig hafa feng- ið einhverja bót meina sinna með aðstoð frá Guðrúnu, skiptir orðið mörgum hundruðum og flestir hafa sýnt henni verðugt þakklæti sem fylgir henni út yfir gröf og líkamsdauða. Það auðveldar henni vafalaust að halda áfram „leiðina til þroskans". Auk þessa kvöldstarfs Guð- rúnar var hún til viðtals hvenær sem var ailan sólarhringinn. Suma daga var hún með litlum hléum í símanum frá morgni til Fatalitur og festir Deka Batik. Yfir 30 litir. Opið laugardaga 10-12. A-B búðin Kaupangi sími 25020. Krossar á leiði Höfum til sölu vandaða, hvíta trékrossa. Áritaðar plötur. Sendum í póstkröfu. Pöntunarsími 96-41346. Fjalar hf. Húsavík. kvölds og þegar mest lá við, t.d. þegar slys höfðu orðið var hún vakin að nóttu til til aðstoðar. Aldrei taldi hún neitt af þessu eftir, allt var sjálfsagt að gera fyr- ir náungann meðan nokkur stund var til handa honum. Það var sáma hve þreytt og hve tímalítil hún var, hún reyndi að sinna öllum sem til hennar leituðu. Því miður kom það fyrir að til Guð- rúnar leitaði fólk sem var svo hlaðið af sjálfselsku og heimtu- frekju að það brást illa við ef henni var ómögulegt að sinna því strax. Þessi framkoma hafði slæm áhrif á Guðrúnu en hún fyrirgaf þessu fólki og sendi því hlýjar hugsanir þrátt fyrir fram- komu þess. Sem betur fer til- heyrði þetta þó undantekning- um. Svo var til fólk sem taldi Guðrúnu óguðlega og var sann- fært um að hún starfaði á vegum hins illa til að afvegaleiða fólk. Þetta fólk hafði ekki kynnt $ér starf hennar og vildi ekki gera það. Ef það hefði raunverulega vitað hve mikið hún lagði á sig til að létta samborgurum sínum þeirra þrautastundir og hversu heitra bæna hún bað fyrir þeim, hefði því kannski skilist að hin illu öfl gátu alls ekki staðið í neinu sambandi við gerðir hennar. Starf Guðrúnar var kær- leiksstarf unnið af hreinni fórn- fýsi. Hún tók aldrei þóknun fyrir neitt af hjálparstörfum sínum, enda þótt hún þyrfti oft að kosta miklu til þeirra, einkum með símtölum enda var símareikning- ur hennar oft ótrúlega hár og stundum erfitt að greiða hann. Engum, sem til þekkir, blandast heldur hugur um að veitingar þær sem hún bar fyrir alla, sem heim- sóttu hana í nauðum sínum, hafa talsvert létt pyngju hennar, enda fór það svo að fjárhagur hennar varð fremur þröngur. Nokkrir vinir hennar, sem vissu um fjár- hagsvandræði hennar, voru alltaf tilbúnir að hjálpa henni og hún neitaði aldrei aðstoð, sem boðin var fram af hreinum huga þegar erfiðleikar steðjuðu að, þótt hún væri ófáanleg til að taka við greiðslum fyrir störf sín. Guðrún dæmdi fólk aldrei. Henni var raun að því að hlusta á fólk kenna öðrum um allar sín- ar ófarir. Henni var ljós sann- leikurinn í orðum Krists, að mað- ur verður sjálfur dæmdur með þeim dómi sam maður fellir á aðra. Hún vissi að með því voru menn einungis að kalla fram sína eigin ógæfu, en henni reyndist erfitt að koma fólki í skilning um það. Hún umbar bresti náungans og sýndi öllum kærleika. Þetta er í fáum orðum sagt lífsviðhorf og lífsstefna Guðrúnar. Við hjónin þekkjum þetta vel. Kona mín er bróðurdóttir Guðrúnar og við höfum verið heimagangar hjá henni öll þessi ár. Hún var alltaf fús til að ræða andleg mál við okkur og við höfum mikið af henni lært m.a. að skilja á réttan hátt ýmislegt sem í Biblíunni stendur. Árið 1937 gekk Guðrún að eiga Guðbjart Snæbjörnsson. Hann var Vestfirðingur, nánar tiltekið frá Patreksfirði. Guð- bjartur hafði þá öðlast bæði vél- stjóra- og skipstjórnarréttindi á báta. Hann var lengst skipstjóri á flóabátnum Drangi. Oft fannst mönnum hann tefla í tvísýnu til að halda áætlun, en kunnátta hans og athyglisgáfa hjálpuðu honum og komu í veg fyrir öll stór áföll á hans siglingatíð. Margir Ólafsfirðingar sögðu að það væri engu skipi fært að leggja í það sem Guðbjartur snéri frá á Drangi. Guðbjartur var fæddur 4. júlí 1908 og dáinn 18. nóvember 1967 eftir langvarandi veikindi. Þau Guðrún eignuðust fjögur börn, talin eftir aldri: Sigurður skip- stjóri í Reykjavík, kvæntur Gyðu Þorgeirsdóttur og eiga þau 5 börn. Sólveig húsfreyja á Akur- eyri, gift Jóni Ellert Guðjónssyni stýrimanni, sem nú er forstjóri á Þórshamri. Þau eiga þrjú börn. Snæbjörn, sem hefur stundað sjó og fleiri störf. Hann er ókvæntur heima á Akureyri. Jós- ef gæslumaður á Geðdeild Fjórð- ungssjúkrahússins. Hann er kvæntur Hjördísi Agnarsdóttur og eiga þau þrjú börn, það yngsta fæddist daginn áður en Guðrún dó. Það er kannski táknrænt að Guðrún skyldi kveðja jarðlífið á sjómannadaginn. Hún var orðin svo tengd sjómennskunni í gegn- um mann sinn, syni og tengda- son. Sjómaðurinn „hennar“ hef- ur örugglega staðið á ströndinni hinum megin og fagnað komu hennar til fyrirheitna landsins. Hún var loksins komin heim. Börn Guðrúnar önnuðust móður sína vel í veikindum hennar. Þegar dró að leiðarlok- um skiptust þau á um að sitja hjá henni á daginn og Sigurður kom t.d. fjórar ferðir sunnan úr Reykjavík til að sitja hjá henni. Daginn áður en Guðrún dó sagði Sólveig dóttir hennar henni að Steindór Pálmason vinur þennar færi heim af sjúkrahúsinu á morgun. Þá svaraði Guðrún: „Já, það fara svo margir heim á morgun." Hún var ein af þeim sem þá fór heim og hún hefur áreiðanlega ekki villst af vegi, hún þekkti orðið svo vel „leiðina heim.“ Angantýr H. Hjálmarsson frá Villingadal. verður opnuð til velða föstudaginn 15. júní nk. Svæðaskipting og veiðitilhögun hin sama og sl. sumar. Sölu veiðileyfa annast Sportvörudeild KEA Akur- eyri. Við leyfum okkur að minna á mikilvægi þess fyrir Veiðifélagið að veiðileyfiskortum sé skilað vel út- fylltum að loknum veiðidegi. Greiðsla fyrir skil á korti er kr. 60,- Stjórn Veiðifélags Hörgár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.