Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 9
13. júní 1984- DAGUR -9 Allir verðlaunahafar í Hvítasunnumóti Golfklúbbs Akureyrar ásamt Sigurði Valdimarssyni. Jón Þór vann Nissanbikarinn ,, Attum að vinna þá stærra“ Jón Þór Gunnarsson bar sigur úr býtum í Hvítasunnumóti Golfklúbbs Akureyrar, en veg- leg aðalverðlaun í það mót voru gefin af Nissan-umboðinu á íslandi og Bifreiðaverkstæði „Þetta var skemmtilegur leikur og við vorum einfald- lega mjög góðir og miklu betri aðilinn,“ sagði Gústaf Bald- vinsson þjálfari KA og leik- maður er hann hljóp af velli eftir að KA hafði unnið KR 2:0 sl. föstudagskvöld. Þessi sigur var annar sigur KA í röð og hann var svo sannarlega verðskuldaður. KR var að vísu inni í myndinni framan af fyrri FHbætir stöðu sína Fjórir leikir voru í 2. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu í gær- kvöld. FH tryggði enn stöðu sína með 2:0 sigri á KS í Kaplakrika, en Völsunguin tókst ekki að ná nema öðru stiginu í leik sínum gegn Einherja sem lauk 2:2. Á Sauðárkróki tóku Tinda- stólsmenn á móti ÍBÍ og unnu gestirnir 3:1 sigur. í Borgarnesi léku Skallagrímur og Víðir og vann Skallagrímur örugglega 3:0. Sigurðar Valdimarssonar. Jón Þór lék 36 holurnar á 157 höggum og vann Sverri Þorvalds- son með einu höggi. Mikil keppni var á milli þeirra á síðustu holun- um og átti Jón Þór eitt högg á Sverri er þeir hófu að leika síð- hálfleik og fékk tvö góð tækifæri sem ekki gáfu mark, en eftir að Njáll Eiðsson fyrirliði KA hafði skorað fyrsta mark leiksins var um algjöra einstefnu á KR-mark- ið að ræða. Mark Njáls var vægast sagt stórbrotið. Hann fékk boltann á miðju vallarins, æddi upp allan völl og er hann átti um 5 metra eftir í vítateiginn lét hann skotið ríða af. Boltinn þaut í þverslána alveg út við stöng og spýttist síð- an inn í markið. Stefán Jóhanns- son markvörður KR gerði heið- arlega tilraun til að verja en við svona þrumufleyga ráða mark- verðir ekki. Strax í síðari hálfleik kom svo hitt mark leiksins. Aukaspyrna var dæmd á KR úti á kantinum, boltinn var gefinn fyrir markið að fjærstöng þar sem Mark Duffield var og skallaði á markið. Stefán markvörður ætlaði að slá boltann yfir markið en tókst ekki, boltinn fór í þverslána og datt svo niður og þar var Gústaf Baldvinsson kominn til þess að nikka honum í markið. Leikur KA að þessu sinni var virkilega skemmtilegur, góð bar- átta í liðinu og á köflum sýndi lið- ið skemmtilega knattspyrnu. Lið KA virðist svo sannarlega vera á réttri leið. Enginn lék þó betur en fyrirliðinn Njáll Eiðsson sem átti stórleik og markið hans verð- ur lengi í minnum haft. ustu holuna. Þar mistókst upphafshögg Jóns Þórs og hann þurfti 2 högg til að komast á braut. Síðan kom glæsi- högg með 3 járni og boltinn fór inn á flötina og þaðan var púttað niður. Sverri mistókst hins vegar uppáskot sitt og fór holuna einnig á 4 höggum þannig að Jón Þór slapp með skrekkinn. í þriðja sæti varð Björn Axelsson en hann lék á 166 höggum. I keppninni með forgjöf urðu efstir og jafnir Gunnar Rafnsson og Vigfús Magnússon en þeir voru á 136 höggum nettó og Sverrir Þorvaldsson var á 142 höggum. Fjöldi aukaverðlauna var á boðstólum. Með fæst pútt síðari dag var Konráð Gunnarsson og hlaut hann að launum matar- körfu sem gefin var af verslun KEA í Hrísalundi og Árni Björn Árnason sem var næstur holu á 18. braut fyrri daginn fékk aðra eins körfu. Björn Axelsson var næstu holur síðari dag og hlaut að launum flugmiða Akureyri- Reykjavík-Akureyri sem Flug- leiðir gáfu. Inga Magnúsdóttir var næst holu á 6. braut síðari dag og hlaut að launum regnhlíf sem Sporthúsið gaf og Magnús Gíslason fór heim með 12 golf- bolta sem Sporthúsið gaf en bolt- ana fékk hann fyrir að vera næst- ur holu á 4. braut fyrri dag keppninnar. Tekst Þórsurum að stöðva sig- urgöngu ÍBK í 1. deildinni? Svarið við þeirri spurningu fæst nk. föstudagskvöld en þá leika liðin í 1. deild á Akureyr- arvelli kl. 20.00. Velgengni Keflvíkinganna hef- „Þetta var skemmtilegur leikur og stigin þrjú voru svo sannarlega kærkomin eftir allt strögglið að undanfömu,“ sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs er við ræddum við hann eftir að Þór hafði unnið KR 5:2 í Reykjavík í fyrrakvöld. Loks- ins kom sigur hjá Þór og liðið sem hafði ekki skorað mark síðan í 1. umferð mótsins sýndi nú á sér sparihliðina og mörkin urðu fimm talsins. Það er því óhætt að segja að menn hafi heldur betur farið í gang loks- ins þegar mörkin komu. „Við áttum að vinna þá enn stærra þrátt fyrir að þeir hafi átt sín færi og t.d. skot í stöng. Við vorum með 3-4 færi sem fóru forgörðum en ég er mjög bjart- sýnn fyrst þessi erfiðleikakafli er að baki. Þetta var ekki einleikið hvað okkur gekk illa að nýta fær- in okkar sem eru fjölmörg í hverjum einasta leik,“ sagði Nói. Það var Bjarni Sveinbjörnsson sem skoraði fyrsta mark leiksins og kom það strax á 5. mínútu. Kristján Kristjánsson bætti öðru Nói Bjömsson. Það verður nóg um að vera hjá golfurum á Akureyri næstu daga. Nú er í fullum gangi keppni um Olíubikarinn en það er holukeppni sem leikin er með útsláttarfyrirkomulagi. Þá hefst á morgun keppnin um Gullsmiðabikarinn og er dag- setningum þeirrar keppni breytt frá því sem segir í móta- bók. ur komið nokkuð á óvart því lið- inu var af mörgum ekki spáð miklum frama í sumar. En þeir hafa mikla harðjaxla sem gefast aldrei upp. Þórsliðið hrökk heldur betur í gang í leik sínum við KR sl. við á 24. mínútu og strax í upp- hafi síðari hálfleiksins var Nói Björnsson á ferðinni með það þriðja. Þá minnkaði Gunnar Gíslason muninn í 3:1, Halldór Áskelsson skoraði fjórða mark KA og Óli Þór skoraði fimmta markið áður en Erling Aðal- steinsson minnkaði muninn í 5:2 rétt fyrir leikslok. Þetta var sætur sigur hjá Þór, og KR hefur nú á nokkrum dögum tapað illa fyrir báðum Akureyrarliðunum. Þórsarar eru komnir í skotskóna og verður fróðlegt að sjá til þeirra á föstu- daginn gegn efsta liðinu í deild- inni, ÍBK, en sá leikur verður á aðalleikvanginum á Akureyri. Helgi þjálfar KA Helgi Ragnarsson mun þjálfa lið KA í handknattleik næsta keppnistímabil. Helgi er enginn nýgræðingur þegar þjálfun er annars vegar. Hann hefur um langt árabil þjálf- að bæði í handknattleik og knatt- spyrnu og síðustu árin hefur hann verið aðstoðarmaður Geirs Hall- steinssonar með FH-liðið. Þá er hann aðstoðarþjálfari Inga Björns Albertssonar í knatt- spyrnunni hjá FH í sumar. Helgi mun hefja störf hjá KA í september en í sumar mun liðið æfa eftir „prógrammi“ frá honum undir stjórn Þorleifs Ananíasson- Keppnin hefst kl. 17 á morgun og verða þá leiknar fyrri 18 hol- urnar, en keppt er með og án for- gjafar. Síðari 18 holurnar verða svo leiknar á laugardaginn. Jafnhliða þessu móti verður svo 36 holu kvennakeppni og einnig verður 36 holu drengja- mót. Má því segja að hver og einn eigi að geta fundið mót við sitt hæfi að Jaðri næstu daga. mánudag og skoraði þá 5 mörk. Það verður því fróðlegt að sjá til leikmanna liðsins á föstudags- kvöld, sjá hvort þeim tekst að fylgja eftir því sem gerðist á mánudaginn. KA-menn á sigurbraut Tekst Þórsurum að stöðva Keflvíkinga? Þrjú mót á Jaðarsvelli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.