Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 1
FRETTIR - blað Knattspyrnudeildar adidas^ Ókeypis fyrir strákana Allir strákar í yngri flokk- um KA sem eru búnir að greiða æfingagjöld sín munu fá ókeypis aðgang á heimaleiki KA í 1. deild- inni í sumar. Ekki er að efa að strák- arnir munu kunna vel að meta þetta framtak for- ráöamanna deildarinnar og vonandi þakka þeir fyr- ir sig með því að hvetja KA til sigurs. Leikja- námskeið hjáKA Knattspyrnudeild KA gengst í sumar eins og undanfarin ár fyrir leikja- námskeiðum og eru þau haldin á velli félagsins í Lundahverfi. Eitt námskeið stendur nú yfír og það næsta hefst 25. júní. Leiðbeinendur eru Margrét Baldvinsdótt- ir og Bjarni Jóhannesson. Hvert námskeið stendur yfir í hálfan mánuð, 2 klukkustundir hvern dag og þátttökugjald er aðeins krónur 150. „Tel að KA sé sigur- stranglegra - segir ritstjóri íþróttafrétta NT Njáll Eiðsson fyrirliði KA átti stórleik er KA vann KR sl. föstudag. Leiðir hann sína menn til sigurs í kvöld? “Eftir gengi liðanna það sem af er Islandsmótsins og því sem ég hef séð til þeirra, tel ég KA- liðið vera sigurstranglegra í leiknum gegn Skagamönn- um,“ sagði Samúel Orn Erl- ingsson ritstjóri íþróttafrétta NT er við spurðum hann um hvernig hann teldi að leikur KA og Akraness í kvöld myndi fara. „Reyndar getur allt gerst. KA var spáð ströggli, baráttu og falli áður en keppnistímabilið hófst, en liðið hefur sýnt það að það getur velgt hvaða mótherjum sem er undir uggum og vel það. Ég fer hins vegar ekki ofan af því að Skagamenn hafa sterkasta liðið á pappírnum, en ef þeir ná ekki sínu besta á Akureyri gegn Hinrik spáir 2:1 sigri í kvöld! „Ég hlýt að vera bjartsýnn, ef við náum upp þeirri baráttu sem hefur verið í liðinu í síð- ustu leikjum okkar vinnum við Skagamenn 2:1, ég hef trú á því,“ sagði Hinrik Þórhallsson er við ræddum við hann um leik KA og íslandsmeistara Akraness sem fram fer á aðal- leikvanginum á Akureyri í kvöld, - fyrsti leikur sumarsins þar sem hefst kl. 20. „Leikurinn leggst vel í mig,“ sagði Hinrik. „Við höfum í undanförnum leikjum komið inn á völlinn sem lið, ekki sem 11 einstaklingar og liðið hefur náð vel saman. Við höfum skorað mörk í hverjum leik, og á því verður vonandi ekki breyting.“ Þegar Gústaf Baldvinsson tók við liðinu í vetur sagði hann í blaðaviðtali að það þyrfti að rífa upp baráttu í liðinu, honum hafði alltaf fundist gott að spila. á móti þessu liði. Hefur orðið breyting þarna á? KA verða þeir í vandræðum, það er pottþétt," sagði Samúel Órn Erlingsson. „Tvímælalaust. Við gerum okkur grein fyrir því að leikir vinnast ekki án baráttu og þess vegna berjumst við. Það er rétt að nú er meiri barátta í liðinu, menn leggja mikið á sig, það er keppni um stöður í liðinu og þannig á þetta að vera. Með þessu hugarfari tökum við á móti meisturunum frá Akranesi í kvöld og það verður sætur sigur ef spá mín rætist og við vinnum þá 2:1,“ sagði Hinrik Þórhallsson að lokum. Hvernig „tippar" l þú? „Við ætlum að gefa fólki kost á því að spá fyrir um úrslit heimaleikja KA og byrjum á þessu á leiknum við Skagamenn,“ sagði Stefán Gunnlaugsson for- maður knattspyrnudeildar KA. „Við munum selja miða við innganginn á völlinn á 50 krónur og á þessa miða eiga menn að setja tölur eins og þeir halda að úrslit leiksins verði. 50% af því sem kemur í „pottinn“ verður síðan greitt í verð- laun,“ sagði Stefán og bætti því við að KA-menn lofuöu toppleik gegn meisturum Akranes og ætluðu sér að sigra þá. Tekst KA að vinna Skagamenn? Hörður Tuliníus: „Þessi leikur fer 2:1 fyrir KA, en ég veit ekki hverjir skora. KA er það gott félag að Skaga- menn eiga ekki að vera nein fyrirstaða.“ Hðrður Tulinius. Gunnar Níelsson: „Þessi leikur fer 1:0 fyrir KA, og það verður Hafþór sem skor- ar á 18. mínútu. Þetta er svo pottþétt að það þarf varla að spila leikinn.“ Gunnar Nielsson. Herbert Ólason: „Það er ekki spurning að KA vinnur 2:0. Strákarnir eru komnir á skrið og ég kominn í bæinn og allt klárt.“ Herbert Ólason. Einar Gunnarsson: „Ég held að það liggi Ijóst fyrir að þessi leikur fari 3:1 fyrir KA, liðið er komið í gang og það verður veisla í stúkunni á þess- um leik vinur.“ Einar Gunnarsson. Kristófer Einarsson: „Leikurinn fer 2:1 fyrir ÍA. Ég held auðvitað með KA, það er besta liðið í bænum en ég er i hræddur um að Akranes vinni.“ Kristófer Einursson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.