Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 3
13. júní 1984 - DAGUR -15 Skúli og Kári hressir og kátir enda er myndin tekin eftir leik KA og KR sl. föstudagskvöld. „14:2 leikurinn er minnisstæðastur“ — segir Kári Arnason, einn mesti markvarða- hrellir í íslenskri knattspyrnu „Það var mjög gott að spila með Skúla einfaldlega vegna þess að hann er svo mikill spil- ari. Það er óhætt að segja að hann hafí verið „matari“ fyrir mig. Annars var gott og gaman að vera með mörgum af þess- um strákum eins og Guðna Jónssyni og Pétri „Drésa“ Sig- urðssyni. Þetta voru góðir spil- arar og góðir félagar og við blönduðum því ekki saman þótt þeir væru úr Þór og við úr KA. Petta sagði Kári Árnason er við ræddum við hann, en Kári var lengi vel einn helsti markvarða- hrellir hér á landi og hann hefur 11 landsleiki að baki. Hvenær spilaðir þú í fyrsta skipti í meist- araflokki? „Árið 1961 spilaði ég fyrst í ÍBA liðinu. Ég var þá 17 ára og var eitthvað búinn að spila með KA í meistaraflokki. Ég var síð- an með alveg fram að því að liðin fóru að senda lið í meistaraflokk sitt í hvoru lagi.“ - Og þú spilaðir landsleiki og t.d. einn mjög frægan, 14:2 leik- inn gegn Dönum? „Já ég var með í þeim leik sem er örugglega sá minnisstæðasti frá ferlinum. Það má segja að við höfum farið fjöruna þegar við komum heim. Við vorum þrír héðan í þessum leik, ég, Guðni Jónsson og Jón Stefánsson og við fengum eftirminnilegan blóm- vönd þegar við komum heim. Pað var kennari hérna við Barnaskólann sem hafði kennt þeim Jóni og Guðna á sínum tíma og ég kenndi með honum þegar þetta var. Hann sendi okk- ur þennan blómvönd og vísu með sem ég man ekki lengur. En blómvöndurinn samanstóð af njóla, rabarbara, arfa og þess háttar drasli og var ansi skraut- legur.“ - Hvernig líst þér á KA-liðið í dag? „Mér líst mjög vel á þetta eins og er og síðasti leikur lofar svo sannarlega góðu. Þeir eiga eftir að spjara sig strákarnir í sumar þótt þeir séu margir fremur reynslulitlir. Það háir þeim en þeir eiga eftir að gera það gott. Þeir eru t.d. mjög grimmir strák- arnir í framlínunni, snöggir og skemmtilegir og ég held að þetta verði gott í sumar hjá þeim,“ sagði Kári Árnason. Landsliðs- menn KA Sjö leikmenn úr KA hafa klæöst landsliösbúningi íslands og spilað í a-landsliði okkar. Þeirra leikjahæstir eru Kári Árnason og Jón Stefánsson sem báðir léku 11 landsleiki og þeir voru m.a. báðir í liðinu sem tap- aði 14:2 eins og frægt var. Skúli Ágústsson lék 3 landsleiki og Erl- ingur Kristjánsson á 2 leiki að baki. Ásbjörn Björnsson hefur einn leik að baki eins og Ragnar Sigtryggsson, en Ragnar var fyrsti Akureyringurinn sem lék í landsliði okkar. Þá er auðvitað ógetið um Elm- ar Geirsson, en hann á 23 lands- leiki að baki sem hann lék á með- an hann lék með Fram og þýska liðinu Hertha. Elmar missti óvænt af 14:2 leiknum fræga því í upphitun fyrir leikinn skaut Jó- hannes Atlason bolta í höfuð Elmars sem varð svo vankaður að liann var færður til búningsher- bergis. Má því segja að ófarir landans hafi byrjað strax í upp- hituninni. Heimsfrægu bfltækin frá Pioneer færðu hjá okkur T.d. KP-3230 KE-5230 Sjálfleitari á útvarpi. 18 stöðva minni. Electroniskt útvarp. „Loudness“. Upplýstir rofar. Sjálfvirk endurspilun Yerð kr. 14.840,- Margar gerðir af hátölurum T.d. TS-1690 90 Music w Ath. Hjá okkur eru öll tæki og hátalarar uppsett og hægt að hlusta á mismun á milli tækja og hátalara. Sunnuhlíð 12, simi 25004 Æks 1 | Mmotsxxn Miro.<iMír t mi '' □nMmnmR tLÆ v

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.