Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 13.06.1984, Blaðsíða 4
Þeir gefa ekkert eftir strákarnir í yngri flokkunum fremur en þeir eldri. Þessi mynd er úr leik KA og Þórs í 4. flokki og sýnir einn KA-piltinn í sóknarhugleiðingum. f £ \\ 'áF*. P t 1. deildarlið KA ásamt þjálfara sínum, Hinrik Þórhallssyni. „Verður maður ekki alltaf að vera bjartsýnn?“ - segir Þóra Úlfsdóttir fyrirliði kvennaliðs KA Kvcnnaknattspyrna hefur ver- ið að ryðja sér til rúms á ís- landi undanfarin ár, og að sjálfsögðu fylgir KA með í þeirri þróun. I fyrra sendi KA lið í 2. deild, og eftir breyting- una sem gerð var á deildar- fyrirkomulagi kvennaknatt- spyrnunnar á síðasta þingi KSÍ er KA í 1. deild. Þóra Úlfsdóttir er fyrirliði meistara- flokksliðs KA og við spurðum hana hvað hún væri lengi búin að skokka á eftir boltanum. „Ég er búin að vera tvö ár með KA en hafði gert dálítið af því að sparka bolta áður þegar ég átti heima í Reykjavík." - Hvað olli því að þú fórst að stunda knattspyrnu með keppni fyrir augum? „Þegar ég fluttist hingað norður þekkti ég fáa og mér fannst upplagt að ganga í KA, bæði til þess að kynnast stelpum og eins til að stunda knatt- spyrnu.“ - Hafðir þú eitthvað keppt í íþróttum áður? „Já, ég var talsvert á skíðum og eins og ég sagði áðan þá hafði ég alltaf gert dálítið af því að fara í fótbolta þótt ég hefði ekki keppt fyrr en ég kom norður.“ - Hvernig gekk ykkur á síð- asta keppnistímabili? „Vel og ekki vel. Við unnum öll mótin hérna á Akureyri, Vormót, Bikarmót og Akureyr- armót, en í 2. deildarkeppninni gekk okkur ekki eins vel. Við enduðum þar í 3. sæti í riðlinum en komumst upp í 1. deild vegna fyrirkomulagsins sem verður á keppninni í sumar.“ - Og þið byrjuðuð keppnis- tímabilið núna á því að vinna Þór 2:1, liðið sem sigraði í 2. deild í fyrra. Gefur það ekki ástæðu til bjartsýni? „Jú verður maður ekki alltaf að vera bjartsýnn. Við ætlum að reyna að standa okkur og það er a.m.k. víst að leikirnir gegn Þór verða hörkuleikir alveg eins og hjá körlunum," sagði Þóra Úlfs- dóttir og við óskum henni og stöllum hennar alls hins besta á knattspyrnuvellinum í sumar. Þóra Úlfsdóttir. Frekar er fáliðað í b-riðli 1. deildar þar sem lið KA spilar ásamt Þór, Hetti frá Egilsstöðum og Súlunni frá Stöðvarfirði. KA leikur því 6 leiki í riðlinum, og það lið sem sigrar í riðlakeppn- inni mætir efsta liði úr a-riðli í hreinum úrslitaleik um íslands- meistaratitilinn. Fyrsti leikur KA í 1. deildinni verður nk. laugardag er liðið heldur til Stöðvarfjarðar og leikur þar gegn Súlunni. En ann- ars lítur leikjaröð KA í 1. deild kvenna þannig út: Súlan-KA Þór-KA KA-Höttur KA-Súlan KA-Þór Höttur-KA 16. júní 24. júní 1. júlí 22. júlí 2. ágúst 12. ágúst Brunabótafélag íslands Allar tryggingar BI-húsinu Glerárgötu 24 Símar 23812 - 23445

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.