Dagur - 15.06.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 15.06.1984, Blaðsíða 5
15. júní 1984-DAGUR-5 Greinarkorn frá Geðverndarfélagi Akureyrar Störfum þessa félags, hefur ekki að jafnaði verið mikið á lofti haldið. Þó er annað slagið vakin athygli á tilveru þess. Það er ein- mitt tilgangurinn í þetta sinn, með þessu greinarkorni. Á þessu ári verður félagið tíu ára, og nú fyrst hefur því auðnast að festa kaup á húsnæði, sem hentar vel fyrir störf þess, sem eru eins og segir í stefnuskrá félagsins: Að stuðla að betri þjónustu og efla alla starfsemi og hjálp, við þá sem hafa átt og eiga í erfið- leikum, hvað geðheilsuna varðar. Það er með þennan sjúkdóm, helgum degi Texti. Matt. 28, 18-20. Látíð þá víta Textinn sem við höfum til hug- leiðingar í dag er kallaður kristniboðsskipunin. Þessi skipun er það síðasta sem Jesús lagði lærisveinum sínum á hjarta áður en hann steig upp til himna. Hún kemur okkur öllum við. Skipunin byggir á þvf að Jesús hafði unnið sigur yfir því sem fjötrar allt mannkyn. Hann gat þvf sagt við lærisveina sína: „Állt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið ailar þjóðir að lærisveinum." Farið því og látið alla vita. Enginn má líða lengur undir afli myrkurs og dauða. Dýr- keyptur sigur er unninn. Hann kostaði son Guðs þjáningu og krossdauða. En - nú er hann staðreynd. Það er von fyrir vanmáttugt og syndugt mannkyn. Allir eiga rétt á því að fá að heyra um Jesúm Krist og hljóta frelsið fyrir trú á hann. Það er ekki réttlátt að þeir þjáist undir valdi syndar og myrkraafla þegar Jesús hefur sigrað það allt. Fagnaðarerindið um Jesúm Krist hefur leyst úr fjötrum syndar og myrkraafla alla þá, sem hafa heyrt það og veitt því viðtöku. Það frelsar enn í dag. En forsenda þess að þeir, sem enn lifa í neyð heiðninnar bjargist, er að þeir fái að heyra um frelsarann. Jesús bað læri- sveina sína um að láta þá vita. Ábyrgðin er því í okkar höndum. Framtíð þeirra velt- ur á þvf hvað við gerum. Til umhugsunar: Hann vissi ekki um friðinn Fyrir nokkru fannst maður á eyju í Kyrrahafinu. Hann hafði lifað þar í ótta og ein- angrun frá þvf að heimsstyrj- öldin síðari geysaði. Hann vissi ekki um friðinn. Enn lifa milljónir manna f stöðugum ótta undir valdi myrkraafla vegna þess að eng- inn hefur sagt þeim frá frels- aranum, sem vann sigur á öllu þessu fyrir um 2000 árum. sem og alla aðra vanheilsu, að enginn veit fyrr en á reynir, hver fyrir áfalli kann að verða. Meðan allt leikur í lyndi í lífi voru, hugs- ar hver og einn sem svo: Það er ekkert að óttast hjá mér eða mínum. En alltof mörg dæmi eru, sem sanna hið gagnstæða. Og; enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Einnig hafa fordómar ver- ið mjög sterkir í sambandi við alla þá sem ekki eru „heilbrigðir“ sem kallað er. Þar kemur líka til vanþekking, því oftast er eins og við flest verðum að reyna hið óþekkta, til þess að fara að hugsa á víðara sviði, um hinn mannlega þátt, til verndar hinum sjúku, hvaða hópi sem þeir tilheyra. Þó hefur sem betur fer, aukist skilningurinn hjá mörgum, fyrir hinni miklu þörf, til handa hinum stóra hópi, sem aðstoðar þarfnast. Og öll skyldum við festa okkur í minni hin kunnu orð: Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir. Félagið vill vekja athygli á því, að um þessar mundir er það að fara á stað með merkjasölu og flóamarkað, því þetta félag sem og öll önnur félög, er nú í mikilli þörf fyrir fjárhagsstuðning við húsnæðiskaupin, og alla upp- byggingu innanhúss. Því vonast félagið til þess, að fólk á Akur- eyri og nærsveitum skilji þörfina fyrir tilveru Geðverndarfélags- ins, og styðji það með jákvæðu hugarfari nú, og í framtíðinni. Félagar geta allir orðið, hvar sem þeir eru búsettir, og eru velkomnir. Framlögum er hægt að koma til Geðverndarfélagsins Ráðhústorgi 5, 3. hæð öll virk kvöld á tímanum 8.30 til kl. 10.00 út júnímánuð, þar til annað verður auglýst. Fyrir hönd Geðverndarfélags- Stjórnin. Heildsala - smásala @ óseyri 6, Akureyri . Pótthóll432 . Simi 24223 Hjólbarðaverkstæði Athugið Til sölu er notuð affelgjun- arvél fyrir vörubíladekk. Handhæg - Ódýr. Upplýsingar gefur Sveinn í síma 21715. SELKO Vandaðir fataskápar á hagstæðu verði. SELKO skáparnir sóma sér hvar sem er. f svefnherbergið, forstofuna, sjónvarpsherbergið, já, hvar sem er. Úthliðar skápsins eru spónlagðar með sömu viðartegund og hurðir hans og skiptir ekki máli hvort úthliðarnar koma upp að vegg eða ekki. Að innan er skápurinn úr Ijósum við. Innrétting skápanna er smekkleg og umfram allt hagnýt. Skápana er hægt að fá með hillum, traustum körfum, slám fyrir herðatré eða með skúffum sem renna á hjólum í vönduðum brautum. Útborgunarskilmálar. Hrísalundl 5 0 0 0 w Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Q Föstudagur 15. júní? Megaboogie diskó á tveimur hæðum. Tommi og Hólmargræja plöturnar. Top 10 listinn valinn. Laugardagur 16. júní; Saturday night fever. Botnlaus keyrsla á tveimur hæðum. Arnar og Balli stjórna boogiinu. Hafið með ykkur blöðrur. Sunnudagur 17. júní: Þjóðhátíðarboogie, allir mæta í H-ið og taka fánana með sér. Baukurinn opinn um helgarkl. 12-14.30 og alla daga frá kl. 18. goggiehdg* í H-100 Q Q Q Q © Q © © Q Q Q © QQQQQQ Q Q Q Q Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. boðar til undirbúningsfundar um stofnun hlutafélags sem kanna skal hagkvæmni ála- ræktar á Grenivík. Fundurinn veröur haldinn á neöri hæð nýja skól- ans á Grenivík föstudaginn 15. júní kl. 20.30. Allir velkomnir. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. Akureyringar - Bæjargestir Dansleikur á Hótel KEA laugardaginn 16. júní Casablanca leikur fyrir dansi í síðasta sinn Baldur og Konni skemmta 17. júní sertilbod í veitingasal á 2. hæð: Súpa, lambalæri með béamaisesósu eða marineraðar grisalundir, triffle Verð kr. 350,00. Borðapantanir í síma 22200. Súlnaberg býður yður velkomin alla daga í heitan mat, hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. Ath. breyttan opnunartíma kl. 8-22.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.