Dagur - 15.06.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 15.06.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 15. júní 1984 Hann kom á móti okkur út á tröppur og bauð okkur velkomna og að gjöra svo vel að ganga í bæinn. Hann heitir Örn Friðriksson og er sóknarprestur á Skútustöðum í Mývatnssveit og okkur hafði verið tjáð að hann gœti sýnt okkur ýmislegt. Hann var sagður safna byssum og ýmislegu öðru og ekki síst œtti hann mjög skemmtilegt safn afmynda- vélum. Okkur þóttiþví áhugavert að renna þar í hlað ogfá að spjalla við prestinn stundarkorn um daginn og veginn, söfnunaráráttu hans og ýmislegt sem að henni lýtur. Og sjá. Strax og við komum inn íforstofuna blöstu við okkur byssur af hinum ýmsu gerðum sem héngu þar uppi á veggnum, allt frá ör- smárri skammbyssu og upp í stœrðar byssur og riffla eða hvað þetta heitir nú allt. Pegar við höfðum virt byssurnar fyrir okkur stundarkorn og snerum okkur við gat einnig að líta, því þar á veggjum héngu alls kyns gömul heyskaparáhöld sem Örn hefur verið að viða að sér. En það voru myndavélarnar sem við höfðum mestan áhuga á að sjá, því Örn er þekktur víða um land fyrir það safn sitt. Hann teymdi okkur á eftir sér niður í kjallara og þar að stórum skáp. Þegar skáphurðin var svo opnuð blasti við okkur geysilegur fjöldi myndavéla af öllum hugsanlegum gerðum og stærðum. Og nú var Örn kominn í gott skap. Hann fyllti fangið af vélum og við fór- um upp í stofu þar sem hann út- skýrði málið fyrir okkur. Á 135 myndavélar „Mér reiknast svo til að ég eigi einar 135 vélar og þær eru lang- flestar í lagi,“ sagði Örn. „Eg eignaðist ekki almennilega vél fyrr en 1963. Þá fékk ég skyndi- lega þá hugdettu að ég þyrfti góða vél til þess að geta tekið myndir af börnunum mínum. Mð hafði ýmislegt setið fyrir myndavélakaupum en ég sá að það voru hlutir sem hægt yrði að eignast síðar, en börnin myndu stækka og eldast. Ég fór og talaði við Ingvar Þórðarson bóksala á Húsavík sem seldi myndavélar og hann ætlaði að selja mér litla vél. Ég vildi fá eitthvað betra, vildi hafa þetta vandaða vél og eftir miklar vangaveltur og ýmsa fyrirhöfn varð úr að ég eignaðist „Leica“ vél sem kostaði þá 22 þúsund krónur, mikinn dýrgrip." Meðan á þessu samtali stendur er Örn á sífelldum þeytingi. Hann fer margar ferðir í kjallar- ann til þess að sækja fleiri vélar og útskýringar hans á kostum hverrar vélar eiga ekki erindi á prent hér, ættu fremur heima í fagblaði um myndavélar. Að minnsta kosti vefst það fyrir fá- wm - Séra Örn Friðriksson prestur á Skútustöðum í Mývatnssveit heimsóttur, en hann hefur safnað mynda- vélum, byssum, gömlum heyskaparáhöldum, frímerkjum, mynt og bókum og fæst við myndlist og smíðar. Örn í stofunni að Skútustöðum. vísum blaðamanni að meðtaka allar þær útskýringar á mögu- leikum hverrar vélar sem Örn lætur dynja á okkur. En hvernig fer hann að því að eignast allar þessar vélar? „Það er allur gangur á þvt. Margar hef ég keypt og ég hef m.a. menn fyrir mig erlendis sem fara á uppboð til þess að kaupa gamlar, góðar vélar ef þær eru falar og þeir hafa reynst mér vel. Ég hef einnig keypt vélar hér heima og þá hafa mér verið gefn- ar margar vélar.“ Þessu til áréttingar fer Örn eft- ir einni pínulítilli vél, og okkur dettur strax í hug hvort hér sé um svokallaða „njósnamyndavél" að ræða. „Þessa vél færði Stefán Þor- láksson menntaskólakennari á Akureyri mér. Stefán vildi að vélin væri hjá manni sem kynni að meta hana og að hugsað yrði um að hún varðveittist. Þetta er mjög skemmtilegt dæmi um mann sem hugsar eins og mér finnst að eigi að gera. Stefán lét mig hafa þarna hlut sem hann var hættur að nota og hafði ekkert við að gera, og hann vissi að ég safnaði myndavélum. Ég kynntist Stefáni þegar ég var prófdómari í latínu og dönsku við Menntaskólann á Ak- ureyri. Þeir kenna víst eitthvað latínu þar enn en eru búnir að losa sig við prófdómarana. Þeir þykja víst dýrir menn og ekki síst ef þarf að sækja þá langt að. En einhverra hluta vegna var það þannig að þeir vildu fremur borga undir prófdómara frá Reykjavík en minn ferðakostnað héðan úr Mývatnssveitinni.“ Tvœr „ónýtar“ Practica vélar Og Örn segir okkur aðra sögu um gamla vél sem hann eignaðist: „Sr. Sigurður Haukur Guðjóns- son átti gamalt módel af Practica vél, mjög skemmtilegt módel. Mig hafði lengi langað til að eign- ast þessa vél en það hafði ekki verið hægt vegna þess að Sigurð- ur notaði hana. En svo bilaði vél-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.