Dagur - 15.06.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 15.06.1984, Blaðsíða 9
15. júní 1984 - DAGUR - 9 Séra Örn Friðriksson. Á borðinu fyrir framan hann má sjá lítinn hluta myndavélanna. Hann heldur sjálfur á skammbyssu og riffli Myndir: HS, in og Sigurði Hauki var sagt að ekki væri hægt að gera við hana. Sr. Stefán Lárusson í Odda átti sams konar vél sem bilaði um leið og það varð úr að ég fékk báðar þessar vélar. Ég fór svo með vélarnar til Henriks Clausen sem er flinkur maður við viðgerðir á myndavél- um og spurði hann hvort hægt væri að gera eina vél úr þessum tveimur. Þá kom í ljós að Henrik átti hluta af svona vél sjálfur en vantaði bakstykki og linsu sem ég átti afgangs. Hann sá því um við- gerðina fyrir ekki neitt og fékk sjálfur hluti í staðinn sem hann hafði vantað. Svona getur þetta nú verið tilviljanakennt.“ Konan má ekki vita! - Parna fékkstu gefins vélar og viðgerðina einnig. En þú kaupir líka talsvert af vélum og átt orðið dýrmætt safn. Getur þú verðlagt þetta myndavélasafn þitt? „Það er ógjörningur nema að ganga sérstaklega í það verk. Annars vil ég ekki vera að því vegna þess að konan mín má ekki komast að því hvað ég er búinn að eyða miklu í þetta,“ segir Örn og hlær við. „Annars er óhugs- andi að einstaklingur sem er ekki með meiri laun en ég geti eignast svona safn ef ekki kemur einnig til heppni, hún verður að vera til staðar." - Ert þú ekki ánægður með prestslaunin? „Pað kann að vera að mér sé fullborgað miðað við það sem ég geri, enda sit ég í fámennu prestakalli. En miðað við presta í fjölmenni eins og t.d. á Akur- eyri og víða annars staðar þá eru þessi laun hreint ekki neitt. Ég verð að hafa bíl til þess að kom- ast hér um prestakallið og við hann er kostnaður. Ætli ég fái ekki um 20 þúsund krónur út- borgaðar þegar gjöldin hafa verið tekin af mér og inni í þeirri upp- hæð er svokallaður kostnaður. Ég gæti ekki lifað af þessum launum ef ekki kæmi fleira til, því einungis rafmagnsreikningur hér er 10 þúsund krónur annan hvern mánuð. Útkoman verður sem sagt sú að maður neyðist til þess að vinna eitthvað annað með þessu en það getur þýtt að prestsstarfið er farið að sitja á hakanum. Ég hef kennt geysilega mikið og eins hefur konan mín verið matráðs- kona í skólanum og það hefur bjargað okkur.“ - Ert þú fæddur hérna í Mý- vatnssveitinni? „Nei, ég er alinn upp á Húsa- vík. Reyndar er ég hálfdanskur og er fæddur í Kanada. Faðir minn, Friðrik A. Friðriksson, var prestur þar en móðir mín var dönsk. Við vorum í Kanada í nokkur ár en þaðan fórum við til Bandaríkjanna og síðan tóku for- eldrar mínir upp á því að fara að flytja heim til Islands sem mér hefur á stundum fundist undarleg ráðstöfun. „Samþykktur sem líkamlegur aumingi“ Ég held að veðurfarið hérna hafi aldrei átt við mig. Reyndar veikt- ist ég á leiðinni yfir hafið, fékk kíghósta og hef eiginlega aldrei verið hraustur upp frá því. Nú er ég bakveikur og þoli illa setur og mér hefur verið sagt að ég hafi verið samþykktur sem líkam- legur aumingi og fékk reyndar afslátt á bíl út á það.“ - Erni er greinilega ýmislegt til lista lagt. Hann safnar ýmsum hlutum eins og myndavélunum, byssunum, heyskaparáhöldun- um, frímerkjum, bókum, mynt og jafnvel einhverju fleiru, og hann fæst við ýmislegt annað í tónstundum þegar tækifæri gefst. Pannig málar hann t.d. mikið og hefur greinilega náð tökum á því viðfangsefni, hann semur lög og smiður er hann góður, um það ber vitni plötuskápur einn mikill í stofunni hjá honum. „Já, ég er nú kominn á þann aldur að menn eru farnir að segja sögur af mér. Gísli Halldórsson hefur t.d. kallað mig Jón prímus. En það er rétt, ég er að dunda við ýmislegt þegar tími gefst . . .“ „Þú getur nú yfirleitt gert það sem þér dettur í hug,“ heyrist nú í Álfhildi Sigurðardóttur konu Arnar sem á leið um stofuna. Við spyrjum Örn hins vegar að því hvort honum hafi aldrei dottið í hug að halda málverkasýningu. „Bílslys og uppskurðir“ „Ég hef alltaf ætlað mér að halda sýningu á myndunum mínum, en þegar til hefur átt að taka hafa þær hugleiðingar annaðhvort endað með bílslysi eða upp- skurði. Ég hef lent í tveimur mjög alvarlegum bílslysum en var í rétti í bæði skiptin.“ - En þarftu ekki að koma því í verk að sýna myndirnar, myndavélarnar, byssurnar, frí- merkin, heyskaparáhöldin og myntina á einu bretti, koma upp einni stórri fjölbreyttri sýningu? „Mér hefur nú ekki hugkvæmst að tengja þetta þannig saman 'enda veit ég varla hvernig ætti að vera hægt að sýna myndavélarnar án þess að eiga það á hættu að þær skemmdust, þær þyrftu þá að vera undir gleri. En vissulega væri gaman að sýna þær þegar þær verða orðnar svona 150- 200.“ - En hvernig stóð á því að þú fórst að safna byssum? „Byssusafnið mitt er ekki merkilegt og reyndar tilviljana- kennt hvernig það er til komið. Vinur minn einn átti frímerkja- safn og ég átti frímerki sem hann vantaði og við fórum að hafa skipti, hann fékk frímerki, ég byssur. Mína fyrstu byssu eignað- ist ég reyndar þannig að ég var að skíra fyrir vin minn. Hann átti mikið af byssum og vissi að mig langaði í eina en hafði ekki efni á að kaupa slíkt. Þegar ég var búinn að skíra barnið fyrir hann kallaði hann á mig afsíðis og sagðist vilja gefa mér einn riffil. “ - Og notar þú þessi verkfæri? „Ekki mikið en ég skýt dálítið í mark.“ „Söfnunarárátta í blóðinu“ - En hvað veldur þessari söfnunaráráttu þinni? „Ég var 8 ára þegar ég byrjaði að safna frímerkjum. Afi minn í Danmörku var skjalavörður og hann kom mér af stað. Annars er þessi söfnunarárátta í blóðinu ef svo má segja og ég hef safnað ýmsu um dagana. Pannig var ég mjög mikið í bókasöfnun en hætti því þegar ég hafði ekki lengur húspláss og varð að fara að setja þær í kassa. Eg á ágætt bókasafn og mjög gott myntsafn.“ - Og svo er góður vísir að safni gamalla heyskaparáhalda hérna í forstofunni hjá þér? „Já, ég var að kenna krökkum um gamla íslenska atvinnuhætti, hvernig hafði verið heyjað og þótt þetta væru sveitakrakkar þekktu þau ekki mikið til þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru í heyskapnum hér áður fyrr. Mér datt í hug að gaman væri að eign- ast nokkrar hagldir og bað krakk- ana að athuga heima hjá sér hvort eitthvað slíkt væri til. Upp úr krafsinu hafði ég eina tréhögld og eina aðra. Petta var lítil upp- skera en þó byrjunin og ég tók að ýta á menn um að láta mig hafa gömul heyskaparáhöld ef þeir ættu þau.“ „Næst þegar ég hringi . . .“ - Við vorum búnir að sjá til þess að einn morgunn var farinn forgörðum hjá Erni Friðrikssyni, en hann var hinn viðræðubesti og hafði greinilega gaman af því að sýna okkur sitt af hverju sem hann á forvitnilegt. Pað var kominn tími til að kveðja. En í lokin látum við fljóta með eina góða sögu sem við heyrðum af honum og lýsir hún nokkuð vel húmoristanum Erni Friðrikssyni. - Þannig var að piltur nokkur í Mývatnssveit sem gat hermt eft- ir honum í síma gerði það að leik sínum að hringja í sveitunga þeirra og þykjast vera Örn. Hann hringdi t.d. í einn sem bjó í óvígðri sambúð og kvaðst vera mjög óánægður með að hann skyldi lifa í synd. Varð maðurinn að vonum aumur við þessar ákúr- ur „prestsins". En sá sem hringt hafði og hafði hringt víða í þeim tilgangi að plata fólk fékk bakþanka og ákvað að hringja í Örn og láta hann vita af þessu. Er ekki annað vitað en að Örn hafi tekið þessu vel. Síðan var það á mannamóti skömmu síðar að Örn hitti þann er bjó í óvígðu sambúðinni og hafði fengið skammirnar. Gekk Örn til hans, heilsaði og sagði síðan: „Næst þegar ég hringi í þig, þá er það ekki ég sem hringi . . .“ Þegar við vorum að kveðja á hlaðinu á Skútustöðum skaut Örn því að okkur að ef fólk ætti myndavélar sem það væri hætt að nota mætti það hugsa til sín. „Pað er mikið um það að fólk eigi gamlar vélar sem liggja í hirðu- leysi og krakkar fá þær jafnvel sem leikföng. Þessar vélar væru betur komnar í mínu safni því ég annast þessa hluti og þykir vænt um þá.“ gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.