Dagur - 15.06.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 15.06.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 15. júní 1984 Stúdentablóm og skreytingar Við veitum þjónustuna Opið til kl. 16.00 á laugardag og kl. 9-12 17. júní. Blómabúðin Laufás Hafnarstræti 96 sími 24250 Bílasýning 17. júní við Oddeyrarskólann Dagskrá: Kl. 10.00 hópakstur. Kl. 11.00 kassabílarall. Kl. 14.00 hljómsveitin Art. Kl. 15.00 tískusýning. Kl. 15.30 kassabílarall. Kl. 16.00 hljómsveitin Art. Komiö og sjáiö glæsilega sýningu. Bílaklúbbur Akureyrar. Veiðileyfi í Svarfaðardalsá Svarfaöardalsá veröur opnuð fyrir veiöi miöviku- daginn 20. júní. Verðið er 350 kr. fyrir daginn miö- aö við eina stöng. Frá 18. júní veröa veiðileyfi seld hjá Árna Helgasyni Ásvegi 11 á Dalvík, frá kl. 5-7 alla daga nema sunnudaga. Á sama tíma verður tekið á móti pöntunum í síma 61313. Símapantanir þarf aö staöfesta meö greiðslu inn- an 3ja daga frá pöntunardegi. Stjórn Veiðifélagsins. Norrænt námskeið um tónlistarkennslu fyrir þroskahefta veröur hald- iö dagana 20. - 22. október 1984 í Vásterás í Svíþjóö. íslendingum er gefinn kostur á aö senda fimm fulltrúa og er þá um aö ræða tónlistarfólk sem helst hefur einhverja reynslu í kennslu þroska- heftra. Nánari upplýsingar veittar í síma 24655 til og meö 21. júlí nk. Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Norður- landi eystra. Esso nestin auglýsa 17. júní flögg ★ blöðrur ★ stafir Rellur og alls konar veifur Opið allan daginn 17. júní Munið nætursöluna á Krókeyri á föstudag, laugardag, 17. júní Heimsendingaþjónusta, pantanasími 21440. , f>að hefur enginn karlmaður orðið Ijósmóðir ennþá“ - Spjallað við Margréti Þórhallsdóttur, ljósmóður á Akureyri í tilefni af útkomu ljósmæðratals Ljósmæðrafélag íslands hefur gefið út vandað rit í tveimur bindum með œviágripi Ijósmæðra og ýmsum greinum er tengjast starfinu og þró- un þess. Nefnist ritið Ljósmæður á íslandi og hefur það verið í vinnslu um nokkurt skeið, enda liggur mikil vinna að baki. J tilefni útkomu bókarinnar spjallaði Dagur við Margréti Pór- hallsdóttur formann Norðurlandsdeildar Ljósmœðrafélags íslands. Norðurlands- deildin er einhvers konar tengiliður milli lands- byggðarinnar og Reykjavíkursvæðisins og reynt er að fylgjast vel með því sem er að gerast í kjara- og mennt- unarmálum Ijósmæðra. En fyrsta spurningin er einmitt um þau mál. „Ég held að stéttin standi á tímamótum, það eru mjög örar breytingar í gangi. Fyrst var skól- inn einungis I ár, en það breytt- ist 1964 og var þá námið lengt í 2 ár og hefur verið svo fram á þennan dag. Fyrir Alþingi liggja nú ný lög um Ljósmæðraskólann, en það hefur vafist fyrir þing- mönnum að afgreiða málið (og skólinn starfar samkvæmt reglu- gerð). í nýju lögunum er gert að skilyrði að þeir sem sækja um nám við skólann hafi lokið prófi í hjúkrunarfræðum og í framtíð- inni verður það fjögurra ára há- skólanám. Menntunarkröfur eru því mjög að aukast. Það eru skiptar skoðanir innan stéttarinn- ar hvort þetta sé rétt stefna. Það þykir undarlegt að þurfa að læra eina starfsgrein áður en farið er í aðra. Ég get tekið undir það, en ég sætti mig við þróun mála, það þýðir ekkert að vera neikvæður gagnvart breytingum. Líklega eru starfandi um 70-80 ljósmæð- ur með hjúkrunarmenntun í dag. Það hefur orðið bylting í þessum málum, Ijósmæðrum fannst þær þurfa meiri menntun því kröfurn- ar eru orðnar svo miklar. En laun ljósmæðra hafa alltaf verið léleg og starfið ekki metið að verð- leikum. Þessu starfi fylgir mikil ábyrgð, en launin hafa kannski aldrei verið í samræmi við það.“ - Kannski vegna þess að þetta er kvennastarf? „Já, það gæti verið. Það hefur enginn karlmaður útskrifast sem Ijósmóðir á íslandi, en það eru nokkrir í Svíþjóð og einnig í Nor- egi. En Ijósmæður eru fyrsta stétt kvenna í opinberu starfi sem fá laun.“ - Hvenær hófst kennsla í þessu fagi? „Skipuleg ljósmæðrafræðsla hófst árið 1761. Þá kom hingað til lands dönsk kona, Margareta Katrine Magnússon og var hún lærð Ijósmóðir, hún hóf störf í Reykjavík. Árið 1768 tók Rann- veig Egilsdóttir fyrst íslenskra kvenna próf í þessu fagi. Menntunin hefur síðan aukist jafnt og þétt og breytingar verið mjög til batnaðar. - Þú hefur verið starfandi ljós- móðir á Akureyri um árabil Margrét? „Ég útskrifaðist árið 1954 og verð því 30 ára ljósmóðir í haust. Fyrsta árið var ég í Reykjavík, en réðist hingað á Fjórðungssjúkra- húsið 1955.“ - Það hefur margt breyst frá þeim tíma? „Já, og allt til batnaðar. Þar spilar aukin tækni og aukinn tækjakostur inn í. Heilsugæsla er öll orðin meiri og betri en var og það þýðir betra heilsufar. Mæðravernd hófst hér á Akur- eyri með tilkomu sjúkrahússins, en það gekk erfiðlega að fá konur til að skilja að þær þyrftu að koma í eftirlit. Nú er það orðinn eðlilegur og sjálfsagður hlutur. Tækjakostur er alltaf að aukast og það var mikið öryggi fyrir okkur að fá monotor og sónar, en hann fengum við fyrir tveimur árum. Áður en hann kom þurfti að senda allar konur til Reykja- víkur ef talið var að eitthvað væri að. Nú koma konur austan af fjörðum og víðar hingað." - En hvað segirðu okkur af þessari bók sem þið voruð að gefa út? „í bókinni eru æviágrip 1626 ljósmæðra og nær bókin yfir 222 ár, eða frá 1761 og til ársins 1982. Það var geysimikið verk að safna þessu öllu saman. Steinunn Finn- bogadóttir er útgáfustjóri, Björg Einarsdóttir ritstjóri og aðstoð- armaður hennar Valgerður Krist- jánsdóttir. Þær hafa allar unnið mikið og óeigingjarnt starf og eiga heiður skilinn. í útgáfuna var ráðist vegna þess að Haraldur Pétursson, safnvörður á Landsbókasafni, gaf Ljósmæðrafélaginu æviágrip ljósmæðra er hann hafði ritað frá 1761-1954 með því fororði að þetta yrði gefið út. Ritið kemur svo út á 65 ára afmæli félagsins. Til gamans má geta þess að af- komendur Ingibjargar Gestsdótt- ur gáfu félaginu fjárupphæð á 60 ára afmælinu er notuð var til að hanna útlit bókarinnar. Friðrika Geirsdóttir gerði mynd af móður með barn og ljósmóður og er hún þrykkt framan á bækurnar. Við erum að hefjast handa með dreif- ingu bókarinnar og áskrifendur geta vitjað um hana hjá mér í Hamarstíg 37, síminn er 24188, sagði Margrét í lok samtalsins. m.þ.þ. Margrét Þórhallsdóttir með Ijósmæðratalið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.