Dagur - 15.06.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 15.06.1984, Blaðsíða 15
15. júní 1984-DAGUR- 15 Konni ogBaldur áKEA Á laugardaginn 16. júní, nán- ar tiltekið kl. 23.00, koma þeir félagarnir Baldur og Konni fram á sviðið á Hótel KEA og skemmta gestum með „tali og töfrum", eins og Baldur Georgsson orðaði það. Fullu nafni heitir Konni Hákon Að- ils Jónsson, og það var Jón Aðils, leikari, sem gekkst við stráknum. Hákon heitir hann eftir ömmu sinni, sem var „mjög há kona“, að sögn Baldurs. Þeir félagarnir komu fyrst fram fyrir um það bil 40 árum og gerðu víðreist í ein 30 ár. Nú koma þeir fram á sjón- arsviðið aftur eftir nærri 10 ára hlé. Þeir félagar skemmtu í Eden í Hveragerði um hvíta- sunnuna og gerðu þar mikla lukku. Gönguferð um gil og eyrar Glerár Önnur náttúruskoðunarferð á vegum Náttúrugripasafnsins á Akureyri verður farin laugar- daginn 16. júní á Gleráreyrar og í Glerárgil. Safnast verður saman við neðstu brúna á Glerá (Hörgárbraut) og geng- ið upp eyrarnar norðan árinn- ar, en þar er nú hinn fegursti blómagarður sjálfrar náttúr- unnar, með eyrarrós og öðrum skrautjurtum. Einnig er þarna á eyrunum mikið og fjölbreytt safn bergtegunda, sem áin hef- ur borðið þangað ofan af Gler- árdal. Gengið verður upp í Gler- árgilið við Bandagerði, að gömlu rafstíflunni og snúið þar við, og gengið niður með ánni að sunnanverðu. ( gilinu eru ýmsar jurtategundir sem ekki eru á eyrunum og þar eru auk þess margvíslegar jarðfræði- minjar, svo sem hellar, skessu- katlar, berggangar o.fl. Ferðin hefst íd. 14 og tekur um 2-3 klukkutíma. Fatasöfrm kirkjunnar lýkur í dag Undanfarna daga hefur staðið yfir á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar fatasöfnun um allt land og lýkur söfnuninni á Ak- ureyri í kvöld. Tekið er á móti fötum í kap- ellu Akureyrarkirkju og þar er opið í dag frá kl. 17-20 fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í söfnuninni. um dýrðir á Hátíðahöldin á Akureyri 17. júní verða með nokkuð hefð- bundnum hætti, en þau eru að þessu sinni í umsjá Knatt- spyrnufélags Akureyrar. Kl. 8 að morgni verða fánar dregnir að húni í bænum, en hin eiginlega dagskrá hefst við barnaskólana í bænum kl. 10.30. Þá koma ræningjarnir úr Kardemommubænum að Glerárskóla ásamt Soffíu frænku og skemmta börnun- um. Hálftíma síðar verða ræningjarnir við Oddeyrar- skóla og kl. 11 við Lundarskól- ann. Kl. 13 verður safnast saman á Ráðhústorgi, en þaðan verð- ur gengið í skrúðgöngu á íþróttavöllinn þar sem dagskrá hefst kl. 13.30. Þar verður fánahylling, ávarp Guðmundar Heiðrekssonar formanns KA, helgistundj þjóðhátíðarávarp sem Jón Arnþórsson flytur, fjallkonan sem að þessu sinni er leikkon- an Sunna Borg flytur ávarp, nýstúdent ávarpar samkom- una, sýndur verður break- dans, fallhlífarstökk og flug- sýning verður og að lokum munu júdó- og lyftingamenn kynna íþrótt sína. Kl. 16.30 hefst barna- og unglingaskemmtun á Ráðhús- torgi. Pálmi Pétursson og fleiri sýna break-dans, „Nutbreak- ers“ sýna afbrigði af break- dansi, leikarar úr Karde- mommubænum skemmta og Siggi Helgi syngur. Þá leikur Rokkbandið. Kl. 20 um kvöldið hefst svo önnur skemmtun á Ráðhús- torginu. Siggi Helgi og Rokk- bandið skemmta, jazzdans verður sýndur og rúsínan verður kántrýsöngur þeirra Hallbjörns Hjartarsonar og Johnny King frá Húsavík. Big band leikur á milli atriða og Rokkbandið leikur fyrir dansi til kl. 00.30. Skófluhlaup og break-dans Knattspyrnufélögin Þór og KA hafa bryddað upp á þeim nýjungum að bjóða upp á ýmis skemmtiatriði í hálfleiic á leikjum sínum í 1. deildinni og hafa þau mælst vel fyrir. í kvöld er Þór og (BK Ieika mun fara fram í hálfleik svo- kallað skófluboðhlaup, en það er með skrautlegri boð- hlaupum sem sjást. Stjórnir knattspyrnudeilda Þórs og KA keppa, og verða stjórnar- mennirnir sjálfsagt ringlaðir þegar þeir - og ef þeir - kom- ast í mark. Á heimaleik KA gegn Þrótti á morgun verður boðið upp á break-dans í hálfleik og eru það Pálmi Pétursson og félag- ar sem ætla að sýna listir sínar á grasinu fyrir framan stúk- una. Geysir syngur Karlakórinn Geysir heldur samsöng í Akureyrarkirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Michael Clarke og undirleikari er Monika Abendroth, sem leikur á hörpu. Einsöngvarar með kórnum eru Sigurður Sig- fússon, Örn Birgisson og Sveinn Halldórsson. Á efnis- skránni eru innlend sem er- lend lög; lagasyrpa eftir Árna Björnsson, welsk þjóðlög í út- setningu Páls Pampichler Páls- sonar við hörpuundirleik, negrasálmar og viðamesta verkefnið á efnisskránni er eftir Schubert. Konsertinn verður ekki endurtekinn. Öldungarnir sem útskrifast frá MA á sunnudaginn, uftari röð f.v.: Katrin Benjamínsdóttir, Kristín Kolbeinsdóttir, Ásta Garðarsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Guðbjörg Tryggvadótt- ir. í fremri röð f.v.: Sólrún Sveinsdóttir, Gerður Sigurðardóttir, Katrin Ragnarsdóttir og Sóldís Stefánsdóttir. Mynd: GS. , ,Engin veisluhöld ‘ - Níu öldungar útskrifast frá MA á morgun Fyrir marga þýðir 17. júní hvíta kolla nýstúdentanna og víst er um það að þeir setja mikinn svip á bæinn þennan dag. Að þessu sinni útskrifast 9 úr öldunga- deild og eru það allt konur. Við fengum Gerði Sigurðar- dóttur í smá spjall, en hún er ein af þessum 9 öld- ungum sem útskrifast. Gerður er sennilega elst af þeirn sem útskrifast hafa frá MA. Hún var fyrst spurð að því hver væri ástæðan fyrir því að hún settist á skólabekk að nýju. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Ég fékk tækifæri til þess og þar sem ég hef alltaf haft gaman af að læra, greip ég það. Þetta er því fyrst og fremst til gamans en einnig var mótþrói í mér. Ég fékk ekki metið til launa 17 ára starf mitt á heimilinu. Ég var við heim- iiis- og uppeldisstörf í 17 ár og þegar ég fór út að vinna var það ekkert metið, þjóð- félagið metur svo lítils húsmóðurstörfin. - Var ekki erfitt að setj- ast á skólabckk að nýju? Ég vil nú ekki gera svo mikið úr því. Ég er með handavinnukennarapróf úr gamla kennaraskólanum. Eg fór hins vegar ekki að kenna fyrr en það próf var orðið 21 árs gamalt og mér fannst það miklu erfiðara heldur en að fara í öld- ungadeildina. - Hyggurðu á frekara nám? Ég hef hugsað mér að fara í íslenskunám ef ein- hvern tíma ris háskóli hér í bæ. Það er ekki endilega vegna þess að mér þyki ís- lenskan skemmtilegri en önnur fög; mér fannst þetta allt jafn skemmtilegt. Ég útskrifast af málabraut, reyndar er ekki boðið upp á neitt annað núna í öld- ungadeildinni. - Er félagslíf í deildinni? Nei, það hefur lítið farið fyrir því. Þetta er allt vinn- andi fólk, sem hefur nóg með að vinna, læra og mæta í skólann, það er þvt hrein- lega ekki tími til félagslífs. Við höfum lítið samneyti við krakkana í dagskólan- um en sum þeirra sem út- skrifast núna eru gamlir nemendur mínir úr Lundarskóla. En andinn hefur alltaf verið mjög góður; þetta er allt mjög gott fólk, bæði kennarar og nemendur. - Þetta eru allt kven- menn sem útskrifast, saknið þið ekki karlpeningsins? Nei, nei. Við höfum karl- menn með í sumum fög- unum, en það eru fáir sem stefna að stúdentsprófi. Þeir sjást helst í stærðfræðinni. - Að lokum, hvernig á að halda upp á þennan áfanga? Strax eftir útskriftina á sunnudaginn fer ég suður og síðan til Ítalíu í sumarfrí morguninn eftir, það verða því engin veisluhöld. HJS. Upplestur, orgelleikur ogdans í kjrkjunni Til Akureyrar eru væntanlegir listamenn frá Noregi sem halda munu tónleika með upp- lestri, dansi og orgelleik í Ak- ureyrarkirkju þriðjudaginn 19. júní kl. 20.30. Listamennirnir eru þau Björn Káre Moe, Per Christensen og Ragni Kolle Ki- erulf. Björn Káre er kennari í kirkjutónlist við tónlistarskól- ann í Þrændalögum, hann leikur á orgel og mun leika kirkjunnar verk eftir Ketil Hvoslef, Max Reger, J.S. Bach og og Knut Nystedt. Per Christensen starfar sem leik- ari, ljóðaupplesari og þýðandi, hann mun leika og lesa upp ljóð. Ragni Kolle starfar sem dansahöfundur, danskennari og kemur fram sem dansari. Mun hún dansa ballett sem hún hefur samið sjálf við org- eltónlist, kafla úr Biblíunni og sálm. Með tónleikunum er leitast við að túlka einsemd og þjáningu mannsins, baráttu ljóss og myrkurs, þar til Krist- ur kemur í heiminn og fögnuð- inn sem honum fylgdi. Kverma- rútan É Akureyrar Kvennalistakonur hafa verið á hringferð um landið að undanförnu. Hafa þær haldið fundi vítt og breitt til kynning- ar á starfsemi sinni. Ferðast þær um á rútu sem þær kalla kvennarútuna. Um helgina verður kvennarútan á Akur- eyri. Fundur verður haldinn í Mánasal á laugardag kl. 16. Málmfríður Sigurðardótt- ir, varaþingmaður kvennalist- ans mun halda ræðu. Á eftir verður haldin grillveisla í Kjarnaskógi og eru konur ein- dregið hvattar til að hafa börn- in með sér. Bílasýning Akureyrar Eins og mörg undanfarin ái mun Btlaklúbbur Akureyrai standa fyrir bílasýningu vic Oddeyrarskólann 17. júní Klúbburinn á 10 ára afmæli i þessu ári og verður sýningir enn veglegri en verið hefur a! þeim sökum. Þarna verðui sýndur Ford T-módel, árgerc 1930, sá elsti sinnar tegundai hér á landi. Þar verður einnij bifreið af Porche-gerð 0{ Plymouth Duster, sem sett vai á Évrópumet í sandspymu un sl. helgi. Á sýningunni ætti þv að vera eitthvað við allra hæfi hún er opin kl. 10-18 og miða verð er kr. 100.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.