Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 1
67. árgangur Akureyri, mánudagur 18. júní 1984 68. tölublað MIKIÐ URVAL GULLSMIÐIR i SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI AfflfeW Alver eða ekki álver - Meðmælendur sem andmælendur stóriðju við Eyjafjörð hafa þegar hafið undirskriftarsafnanir Hvorir tveggja, andstæðingar hugsanlegs álvers við Eyja- fjörð sem stuðningsmenn þess að sá atvinnukostur verði kannaður grannt, hafa nú haf- ið undirskriftasöfnun til stuðn- ings sínum málstað, eða eru í þann veginn að hefja slíka söfnun. Andstæðingar álvers við Eyja- Skyndi- bitastaður í Grímsey Nýlega var opnaður skyndi- bitastaður í Grímsey, ber hann nafnið Pólar-grill og mun vera sá fyrsti sinnar tegundar í eynni. Staðinn reka Hafliði Guðmundsson og Peter Jone- sen. Haft var samband við Hafliða og hann spurður hvernig reksturinn hefði gengið. „Þetta hefur gengið alveg þokka- lega, miðað við það að ferða- mannatíminn er rétt að byrja. Flugfélag Norðurlands er að fara af stað með sólarflug sitt og þá gæti salan aukist.“ Staðurinn er til húsa í gömlu húsi gegnt kaup- félagi staðarins. Boðið er upp á hamborgara, pizzur og fleira í þeim dúr og er opið kl. 15-16 og 20-22.30. HJS. - Hér þarf engann hótelstjóra bts. 9 fjörð hófu sína undirskrifta- söfnun á fundi í Freyvangi í sl. viku og fengu þar mjög góðar undirtektir. Stór hluti fundar- manna skrifaði nöfn sín á lista og margir urðú til þess að taka lista með sér heim til að safna undirskriftum á. Álversandstæð- ingar ætla síðan að fylgja sinni undirskriftasöfnun eftir með fundum á Svalbarðseyri og í Hlíðarbæ í vikunni. Auk þeirra funda er fyrirhugaður fundur á Akureyri á næstunni. Áhugamenn um að álvers- kosturinn verði skoðaður til hlít- ar ætla að hefja undirskrifta- söfnun máli sínu til stuðnings á næstu dögum. „Við viljum að eitthvað sé gert í atvinnumálum, því við missum unga fólkið frá okkur í auknum mæli á næstu árum, verði ekki gert hér stór- átak í atvinnuuppbyggingu á næstunni," sagði einn af for- svarsmönnum söfnunarinnar f samtali við Dag. Yfirskrift undir- skriftasöfnunarinnar mun verða stuðningur við samykkt meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar, þess efnis að álverskostinum skuli ekki hafnað, verði sýnt að slík starfsemi skaði ekki lífríki fjarð- arins. Nokkrir erlendir aðilar hafa sýnt því áhuga að taka þátt í upp- byggingu álvers við Eyjafjörð, ef úr því verður. Þar á meðal er Alcan í Kanada og eru fulltrúar þess fyrirtækis væntanlegir til við- ræðna við heimamenn á næst- unni. Eitt hundrað tuttugu og sex hvítir kollar voru settir upp í gær, þegar Menntaskólinn á Akureyri brautskráði stærsta stúd- entahóp í sögu skólans. Sjá nánar um 17. júní hátíðarhöldin á bls. 8. Mynd: KGA Aðalfundur Sambandsins: Valur Arnþórsson hlaut glæsilega formannskosningu Valur Arnþórsson hlaut glæsi- lega kosningu í embætti stjórn- arformanns Sambands ís- lenskra samvinnufélaga á aðal- fundi Sambandsins sem hald- inn var á Bifröst fyrir helgina. Valur hlaut 102 atkvæði, en 104 greiddu atkvæði. Á fundinum urðu miklar um- ræður, ekki síst um landbúnað- armál, þátttöku Sambandsins í ísfilm og tillögur að breytingum á yfirstjórn Sambandsins. Á fundinum var samþykkt til- laga í ísfilmmálinu, þar sem talið er miður, „að tekið hefur verið upp - án almennrar umræðu í samvinnuhreyfingunni - samstarf við aðalmálgögn andstæðinga samvinnustefnunnar í landinu með þátttöku í ísfilm“. Jafnframt lýsti fundurinn yfir mikilli ánægju sinni með þá ákvörðun sam- vinnumanna við Eyjafjörð, að stofna fyrirtæki á sviði fjölmiðl- unar í samvinnu við almanna- samtök, kaupfélögin á Norður- landi og með þátttöku Sam- bandsins. Afgreiðslu á tillögum að breyttri yfirstjórn Sambandsins var frestað, en stjórn Sambands- ins falið að endurskoða þær og kynna síðan fulltrúum fyrir næsta aðalfund, þannig að þá yrði hægt að afgreiða málið. Valur Arnþórsson sagði að fundinum loknum, að störf hans og ákvarðanir væru dæmi um að lýðræði og félagslegan þroska sem ríkti innan samvinnuhreyf- ingarinnar. Verða eignir Jökuls h.f. boðnarupp ? Allar eignir Jökuls hf. á Raufarhöfn, en það er út- gerðarfyrirtæki staðarins, hafa verið auglýstar á nauð- ungaruppboði, sem fara á fram 19. júní. Að sögn sýslumanns, Sigurðar Gizurarsonar, þá skuldar fyrir- tækið opinber gjöld og einnig á Póstgíróstofan kröfu í fyrirtækið vegna vangoldinna orlofs- greiðslna. Jökull hf. hefur gert út togarann Rauðanúp og er hann nú kominn á uppboð ásamt vinnsluvélum hraðfrystihússins o.fl. Sagðist Sigurður vonast til að af uppboðinu yrði ekki, það væru alls staðar sömu erfið- leikarnir í útgerðinni en oft glæddist afli á vorin og þá myndi líklega horfa til betri vegar. Páll Ægir Pétursson, rekstrar- stjóri hjá Jökli, vildi ekkert segja um fyrirhugað uppboð. Hins veg- ar sagði hann að aflabrögð hefðu verið léleg að undanförnu, bæði hjá Rauðanúp og þeim trillum sem landa þarna. Rekstur hefði því gengið fremur illa. Þó eru yfir 100 manns við vinnu í húsinu og sagði Páll að ef afli ykist þá yrði skortur á vinnuafli. Nú þegar er töluvert um aðkomufólk við ‘vinnu í frystihúsinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.