Dagur - 18.06.1984, Side 3

Dagur - 18.06.1984, Side 3
18.júní 1984-DAGUR-3 Iðnaðarbankinn á Akureyri eykur og bætir þjónustuna: Verslun Iðnaðardeildar „Já, það er rétt, ég man tímana tvenna íbankamál- um hér í bæ, en mestar hafa breytingarnar orðið á síðustu árum með tölvu- byltingunni, “ sagði Sig- urður Ringsted, banka- stjóri Iðnaðarbankans á Akureyri, í samtali við Dag á föstudaginn. Þann dag var mikil hátíð hjá bankanum, því nýr af- greiðslusalur var tekinn í notkun í aðalútibúinu við Glerárgötu og ný af- greiðsla var opnuð við Hrísalund. Útibú Iðnaðarbankans á Akureyri tók til starfa 20. nóvember 1965, þannig að það vantar aðeins rúmt ár upp á 20 ára afmælið. í upphafi voru aðeins þrír starfsmenn við útibúið, Jóhann Egilsson og Guðrún Sigurð- ardóttir auk Sigurðar, en nú eru 19 starfsmenn hjá bankanum, að sumar- afleysingafólki meðtöldu. Sigurður hefur verið útibússtjóri frá upphafi, en áður var hann yfirgjaldkeri hjá útibúi Landsbankans á Akureyri. Par hafði hann starfað frá 1. október 1946, þannig að Sigurður á ekki langt í 40 ára bankaafmælið. „Ég ætlaði nú aldrei að vera svona lengi við bankastörf, því ég réði mig aðeins til vetrarstarfs, en síðan ætlaði ég á síld sumarið eftir og í framhalds- nám að því loknu. En þetta fór nú svona, ætli peningaþörfin hafi ekki orðið til þet.s að ég hélt áfram í bank- anum, en lagði áform um framhalds- nám á hilluna." Nýi afgreiðslusalurinn í Iðnaðar- bankanum er hinn vistlegasti. Megin- breytingin í afgreiðsluháttum er sú, að gjaldkerarnir eru í beinu sam- bandi við reiknistofu bankanna í Kópavogi. Þannig eru öll viðskipti færð jafnharðan og það er mun hand- hægara að fá upplýsingar um allar hreyfingar á reikningum viðskipta- vina. Iðnaðarbankinn á Akureyri er fyrsti bankinn utan Reykjavíkur, sem tekur upp slíka þjónustu. Sig- urður var spurður hvort öll banka- viðskipti verði ekki ópersónulegri Afgreiðslan í Iðnaðarbankanum er hin vistlegasta. Brekkuafgreiðsla Iðnaðarbankans hefur verið opnuð. „Þá var allt fljótandi í peningum - Rætt við Sigurð Ringsted, útibússtjóra með tölvuvæðingunni. „Ef til vill hefur tölvuvæðingin ver- ið farin að hafa þau áhrif, en með þessum breytingum förum við inn á nýjar brautir, sem gera bankavið- skiptin jafnvel enn persónulegri en áður var. Afgreiðslusalurinn er mjög opinn og ef eitthvað er óljóst geta viðskiptavinirnir tyllt sér niður hjá afgreiðslumönnum í sparisjóðnum eða víxladeildinni og fengið upplýs- ingar og ráðgjöf. Þar að auki höfum við hér afdrep, þar sem viðskiptavin- ir okkar geta verið í ró og næði með sín mál. Þar geta þeir líka komist í síma og reiknivél. Ég held því að þessi nýja afgreiðsla okkar sé. mun manneskjulegri en almennt gerist um bankaafgreiðslur. Tölvubyltingin hefur létt okkur bankamönnum störfin, þannig að það er varla hægt að lýsa því. Hér áður fyrri þurftum við að vinna fram á nætur í marga daga um hver mán- aðamót, svo ekki sé nú talað um ára- mótin. Þá var ekki spurt um að fá greiðslu fyrir þessa vinnu, en til að bæta það upp fengu bankamenn 13. mánuðinn á sínum tíma. En núna sér tölvan um allar færslur og vaxtaút- reikninga jafnharðan, þannig að eftirvinna í bönkum er nær óþörf.“ - Hvað með útlán? „Ég er nú orðinn svo gamall í hett- unni, að ég man peningaflæði eftir- stríðsáranna. Þá þurfti oft að fara fram á það við lántakendur, hvort þeir væru nú ekki til með að taka aðeins meira. Þá var allt fljótandi í peningum. Nú getum við ekki sinnt nema helmingnum af þeim lána- beiðnum sem til okkar koma. En á eftirstríðsárunum voru líka takmörk á innlánsvöxtum. Þá voru ekki greiddir vextir af hærri upphæð en 25 þúsund kr. á bók, en það sem fór fram yfir það var vaxtalaust. Þetta varð til þess að sá sem átti 200 þús- und kr. átti 8 handhafabækur með 25 þ.kr. á hverri. Þannig eru nú þessar handhafabækur tilkomnar og eitt- hvað mun vera til af þeim enn.“ - Hvernig eru beiðnir um lán metnar? „Það fer eftir viðskiptum hvers og eins við bankann, ekki þó innistæð- unni í það og það skiptið, heldur veltunni og umfangi viðskiptanna og þá er það dæmi skoðað aftur í tímann. Auðvitað er alltaf eitthvað um undantekningar frá þessari reglu, en þær eru ekki margar. Þó veitum við alltaf eitthvað af „mannúðarlán- um“ svonefndum, til að hjálpa fólki yfir tímabundna erfiðleika sem stafa af óviðráðanlegum orsökum. En það eru ekki háar fjárhæðir sem við höfum til þeirra hluta.“ - Sérðu fram á betri tíð og aukið fé til útlána? „Því miður finnst mér að Akureyri hafi dregist aftur úr í sókninni til bættra lífskjara, ef við miðum við aðra staði á landinu. Ég held að við höfum ekki nýtt þau tækifæri sem við höfum til aukinna umsvifa. Ég er ekki endilega að mæla með álveri, en ég held að við komumst ekki hjá því að fara út í stóriðju fyrr eða síðar. Við lifum ekki endalaust á holubú- skap.“ - Áttu einhverja bankasögu eftir nær 40 ára starf? Sigurður Ringsted, útibússtjóri. „Já, þær eru margar til, það er allt- af eitthvað að koma upp á. Hér áður fyrr var skilvísi fólks betri en nú er. Hér áður fyrr þótti það meiriháttar hneisa að lenda í vanskilum. í því sambandi er mér minnisstæður einn ölkær bæjarbúi, sem oft fékk brenni- vínsvíxla, en hann stóð alltaf í skilum. f eitt skiptið var mikil ös hjá gjaldkeranum og þeim ölkæra leidd- ist biðin. Þá kallaði hann í gjaldker- ann: Heyrðu vinur, þú verður að leyfa mér að greiða víxilinn minn áður en ég dey. Þetta er lýsandi dæmi um skilvísina hér fyrr á árum, en ég er þó ekki með þessu að segja að unga fólkið sé vanskilafólk. Það gerir það enginn að gamni sínu að lenda í vanskilum, en stundum verður ekki hjá því komist, þegar tekjurnar hrökkva ekki fyrir skuldbindingum," sagði Sigurður Ringsted í lok sam- talsins. - GS KOSALA Seljum næstu daga allar gerðir og stærðir af skóm, bæði á böm og fullorðna, á mjög góðu verði.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.