Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 4
¦ ) & l * 4- DAGUR -18. júní 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍSFREYJARÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Árangur af verð- bólgubaráttunni Nú þegar þess hefur verið minnst með viðeig- andi hátíðahöldum um land allt að íslenska lýðveldið er orðið 40 ára er ekki úr vegi að staldra aðeins við og athuga hvað ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur orðið ágengt í baráttunni við verðbólguna frá síð- asta þjóðhátíðardegi. Það má alls ekki gleym- ast að ein höfuðforsendan fyrir áframhald- andi sjálfstæði íslensku þjóðarinnar er að hægt sé að halda verðbólgunni í skefjum. Áframhaldandi viðskiptahalli og aukin erlend skuldasöfnun gætu orðið íslensku þjóðinni erfiður ljár í þúfu. Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins ritar ávarp í Ársskýrslu Sambandsins og þar fjallar hann um árangur ríkisstjórnarinnar og framtíðarhorfur og segir m.a.: „Á síðari hluta ársins 1983 sást í fyrsta skipti í langan tíma árangur af baráttunni við verðbólguna. Má segja að það hafi verið á ell- eftu stundu, því að bæði var þjóðarbúið komið í mjög alvarlega stöðu vegna erlendrar skuldasöfnunar og eins blasti víða við óvið- ráðanlegur vandi í atvinnurekstrinum. Slíkt hefði óhjákvæmilega leitt til stöðvunar margra fyrirtækja, og mikið atvinnuleysi hefði fylgt í kjölfarið ef ekkert hefði verið aðhafst. Ekki verður þó sagt að við íslendingar séum komnir fyrir rætur efnahagsvanda okk- ar því að enn er fyrir hendi mikill vandi, eink- um í sjávarútvegi og landbúnaði. í sjávarút- veginum urðum við að taka afleiðingum stór- fellds aflasamdráttar í botnfiskveiðum og áframhaldandi aflabrests á loðnuvertíðinni, sem leitt hefur til mjög erfiðrar rekstrar- og greiðslustöðu margra sjávarútvegsfyrirtækja. í landbúnaðinum hefur mjög erfitt árferði sl. þrjú ár, samfara rýmandi þjóðartekjum tvö ár í röð, bitnað mjög á tekjum bænda, sem aftur hefur víða skapað erfiðleika fyrir kaup- félögin. Auk þess hafa bændur tekið á sig kjaraskerðingu með samdrætti í framleiðslu búvara, m.a. með 20% skerðingu á sauðfjár- rækt. Vandinn í þessum tveimur höfuðat- vinnugreinum þjóðarinnar er ólíkur í eðli sínu, og við honum verður því að bregðast með mismunandi hætti. Er vonandi að úr rætist þótt það geti kostað róttækar breytingar í ýmsum greinum." ÁM. Jón G. Sólnes afhendir Erni Inga lyklana að Laxdalshúsi. „Þetta voru hlýjar móttökur, það heimsóttu okkur um 1000 manns um helgina, en okk- ur þótti slæmt að vera ekki betur í stakk búin til að taka á móti öllu þessu fólki, því það vantar enn tæki sem týndust í kerfinu," sagði Örn Ingi, vert í Laxdalshúsi, í samtali við Dag. Laxdalshús, elsta hús Akureyrar, eða eitt það yngsta, eftir því hvernig á það er litið, þar sem flestir viðir hússins hafa verið endurnýjaðir, var formlega opnað um helgina eft- ir gagngerðar endurbætur. Par var mikið um dýrðir, leik, söng og hljóðfæraslátt, sem gestir kunnu vel að meta. Að sögn Arnar verður húsið rekið sem kaffihús fram yfir helgi, þar sem tækjakostur háir eldhúsinu enn sem komið er. En í gær var þjóðlegt kaffi með lummum og pönnukökum. Á laugardaginn var Pyrmskviða sýnd í uppfærslu leikhópsins Svartfugls og Edvard Frederiksen og félagar hans héldu uppi léttri sveiflu. Einnig kom Jón Árnason, harmon- ikuleikari úr Olafsfirði í heimsókn og að sjálfsögðu með nikkuna. M flutti Erla Sigur- björnsdóttir, leikari frá Höfn í Hornafirði gamanmál. Pá eru hestvagnarnir komnir til bæjarins og var annar þeirra reyndur á sunnudaginn. Hér er um að ræða vagna fyrir tvo hesta, ætlaða fyrir fimm farþega. Peir verða til reiðu í útsýnisferðir um bæinn og bækistöð þeirra verður við Laxdalshús. Þar verður einni bækistöð hraðbáts, sem hægt verður að fá í skemmtisiglingar um fjörðinn. „Ég finn fyrir góðum anda í húsinu, innan þess sem utan og ég held að öllum þyki svo- lítið vænt um það," sagði Örn Ingi. Myndirnar hér á síðunni eru teknar á opnunarhátíð Laxdalshúss á laugardaginn af ljósmyndara Dags, Kristjáni G. Arngrímssyni. - GS. Páll Finnsson seldi merki Laxdals- húss. Hreiðar Jónsson er fæddur í Lax- dalshúsi og var því sæmdur merki hússins. „Tríó Laxdalshúss", en meðlimir þess ganga jafnframt um beina. Jóhann Már og Guðjón Pálsson mættu á svæðið. Sigfríður Þorsteinsdóttir lýsti sögu hússins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.