Dagur - 18.06.1984, Page 5

Dagur - 18.06.1984, Page 5
18. júní 1984-DAGUR-5 Helgi Hólmsteinsson um borð í bátnum sínum. Mynd: KGA. „Gerum varla meira en ná kvótanum" - Spjallað við Helga Hólmsteinsson, sjómann á Raufarhöfn „Við erum nýhættir á netum og ég hef aldrei vitað það jafn slæmt og núna,“ sagði Helgi Hólmsteinsson, sjómaður á Viðari, 19 tonna báti frá Rauf- arhöfn. Og á meðan tíðindamenn Dags stöldruðu við hjá Helga mátti heyra aðra báta í talstöðinni. Hljóðið í mönnum var engu betra - lítil veiði. En Helgi vildi meina að grásleppusjómenn hefðu gert það nokkuð gott. En hvernig kom kvótinn niður á ykkur? „Við gerum nú varla meira en að ná honum, og varla getum við verið óánægðir yfir honum á meðan svo er,“ segir Helgi. „Þetta er versta árið sem ég hef verið á þessum báti,“ bætir hann við og það kemur upp úr dúrnum að Viðar er 10 ára bátur og Helgi hefur verið á honum frá byrjun. „Ég er búinn að vera helvíti lengi á sjó - alveg frá því ég var ung- lingur. Pað var svona öðrum þræði framan af, í og með á fraktskipum. En síðustu tuttugu árin hef ég eingöngu verið á sjó.“ Nýhættir á netum - hvað tekur við? „Við reynum við handfæri, svona þegar búið er að þvo, pússa og mála bátinn," segir Helgi. „Reyndar líst mér ekki of vel á færaveiðarnar - þær gefa alltaf takmarkað og töluvert af smáfiski." En það á ekki að leggja árar í bát? „Nei, það verður að sjá til hvort ekki glæðist. t>að þýðir ekkert annað.“ -KGA. Níu líf í Laxdalshúsi Guðbjörg Ringsted, Pétur Þor- steinsson, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Örn Ingi, Samúel Jóhannsson, Þóra Sigurðardóttir, Lýður Sig- urðsson og Sverrir Hermannsson; Laxdalahús 9.-23. júní 1984. Sverrir Hermannsson er vildis- smiðurinn sem færði okkur endur- nýjað Laxdalshús, lifandi Laxdalshús á nýjan leik. Hin sýna myndlist innan veggja á þessu bernskuskeiði veit- ingastofunnar hans Arnar Inga. Og það er sérstök ástæða til þess að hvetja gesti til að láta ekki glepjast svo yfir súkkulaði og kökum eða öðrum veitingum, að þeir gleymi að njóta þessarar hlýlegu og léttu listar í gervi 49 myndverka á veggjunum. Og sumir geta meira að segja gert sér það að aðalerindi að skoða myndirn- ar. Flestar eru þær smáar og liprar í skoðun, eins konar vorsöngvar eða sumartölt. Þó bregður fyrir átaki og ógn. Umhverfið innanhúss hjá Lax- dal er bjart og notalegt. En hér ægir ýmsu sundurleitu saman, þótt ákveðin hrynjandi og kímni séu ef til vill sam- nefnari flestra verkanna. Guðbjörg Ringsted á heiðurinn af teikningu Laxdalshúss sem skreytir borðmottur, matseðil, merki og nótur. Eins gott að hún merki sér slíkt í framtíðinni, slík er ásókn gest- anna í að hafa t.d. borðmotturnar með sér heim. Guðbjörg á þarna fínar teikningar og sannar bæði færni sína, formskyn og fyndni. Endurtekninga/endurfæðingaverkin eru að vísu ekki frumleg, en hnyttilega gerð. Og „pensilskrift“ hlýtur að vera pilla handa gagnrýn- endum, eða hvað? Lýður Björnsson, sem nú hefur valið sér höfundareinkennið „örv- hentur hvítabjörn" sýnir eina frum- mynd og tvær eftirprentanir sinna nosturslegu verka. Þar er línan úr neðra hægra horni upp í vinstra horn -ÓlafurH. Torfason skrifar alltaf ráðandi og er það öfugt við klassíkina í þessum efnum. Stjórn- klefar og stýritækni eru honum ofar- lega í huga. Það er enn óstjórn í lita- tónum þessa skemmtilega málara, en hugmyndaflugið og handbragðið fyrsta flokks. Þó er eins og dálítið skorti á rétt hlutföll. Samúel Jóhannsson heldur upp- teknum strákshætti í spriklandi teikningum og grátónamyndum af fólki sem býður hættunni heim. Það er viss ögrun og þensla í þessu öllu, en frásagnarefnið ekki að sama skapi merkilegt. Einna mögnuðust fannst mér nr. 30. Þóra Sigurðardóttir sýnir af mikilli skyldurækni „dæmigerða kvennalist" í endalausum útfærslumöguleíkum Hún sýnir í 22-44 hvað hægt er að spenna þetta líflega en best er nr. 25, og hefði verið nóg að gera þá mynd. Langbrækurnar sjálfar sýna það ein- mitt í Bogasal Þjóðminjasafnsins núna að þær eru að brjótast út úr þessari herkví hugmyndanna og það ætti Þóra að hugleiða, svo leikin sem hún er. Ólöf Erla Bjarnadóttir býður upp á fágaða leirmuni, sem hún hefur mótað og brennt að heimili sínu að Grímsstöðum á Fjöllum. Þetta eru tekönnur og bollasett, sjaldgæflega hreinlega og örugglega mótuð. Engin ofhleðsla, skraut eða kúnstir, heldur glíman við formið. Hér er ef til vill alþjóðlegasta og urn leið frambæri- legasta listin á allri sýningunni, þótt nytjalist eigi að heita. Kom sannar- lega á óvart. Þorvaldur Þorsteinsson kveður nú við raust, og hefur meitlað sín verk í afar þröng form. Hér er um kúvend- ingu að ræða frá pennateikninga- flöktinu fyrrum. Rúðustriks-orða- myndir hans minna jafnt á krossgát- ur, völundarhús og mósaík. Og yfir- skilvitlegar ádrepur hans um veit- ingamanninn sjálfan (er það ekki hann?), sem veður sjó, land og himin, eru gerðar af öryggi og list- fengi sem eru ofar brandaranum. Pétur Þorsteinsson skólastjóri á Kópaskeri sýnir 4 ljósmyndir. Mynd- in nr. 6 af ánni að kara lambið er snilld. Ég er sjálfur búinn að fórna tugum metra af ljósmyndafilmu í fjárhúsum í sauðburði og hef legið við dag og nótt en játa mig núna gjörsigraðan. Enda var Pétur sjálfur bóndi fyrr á árum, en ég hef aldrei komist lengra en eiga hagalagða. Hinar myndirnar eru léttar stúdíur og sannar. Þá er nú höfðinginn sjálfur eftir og leynir hann nokkuð á sér að þessu sinni. Örn Ingi hefur nefnilega sjálf- ur rennt alla hina prýðilegu blóma- stjaka sem hafa kúgað borðin til hlýðni við sig, því auðvitað eru þeir ekkert annað en minning um borð- fætur 18. og 19. aidar og segja ný- tísku húsgögnum staðarins stríð á hendur. Ennfremur á Örn þarna ábúðarmikla skúlptúra á lítt áber- andi stöðum, nema „Sunnudagur“ sem er iíka besta verkið. Um pastel- myndir hans þarf ekki að fara mörg- um orðum, þar lofar hver flöturinn annan eins og venjulega. Já, það er eins og myndir Arnar séu alltaf að dást að sjálfum sér, svo að þær mega vara sig á að líkjast ekki púðraðri dömu. Hver sýning í Laxdalshúsi stendur hálfan mánuð og næstur er stórmeist- arinn Hringur. En drífið ykkur að sjá þetta á undan - volgur af lista- söfnum erlendis og Listahátíð í Reykjavík get ég fullyrt að nú er lag í Laxdalshúsi. Bændur Þeir sem hyggja á heykögglun í sumar, vinsam legast hafiö samband strax og eigi síöar en föstu daginn 22. júní nk. Stefán Þórðarson Teigi, sími 96-31126. Umboðsmaður Sími 26311. ■N Símatímar: Mánudag kl. 11-12 og þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13-14. — .............................. Tilboð á sjólaxi í dósum Kynningarverð aðeins kr. 33,60 pr. dós. BLAÐAPRENTSMIÐJA Tökum að okkur prentun á blöðum og tímaritum. Leitið upplýsinga, hringið í síma 24222 eða lítið við á skrifstofunni Strandgötu 31.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.