Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 7
18.júnM984-DAGUR-7 W ?*% :l að honum, en markið var staðreynd. Mynd:KGA. n en egis! tók á síðari hálfleik. Þróttarar léku hvorki betur eða verr en þeir hafa gert að undanförnu að sögn Ásgeirs Elís- sonar þjálfara og „primus motor" liðsins og það eitt sýnir að KA hefði átt að ráða við þá. Sama lið lék fyrir KA og í fyrri leikjum nema að Bjarni Jónsson kom inn fyrir Hafþór Kolbeinsson sem er tognaður. Markalaust jafntefli „Þetta var afar lélegt af okkar hálfu, ekki heil brú í þessu á köflum og við getum miklu meira og höfum sýnt það," sagði Bjarni Sveinbjörnsson Þórsari eftir 0:0 jafntefiisleik Þórs og ÍBK á föstudagskvöld. Þórsurum tókst sem sagt ekki að stöðva Keflvíkingana sem höfðu forustu í 1. deild er 7. umferð mótsins hófst. Leikurinn þróaðist upp í eitt allsherjar miðjuþóf þar sem hvorki gekk né rak tímunum saman og liðin komust lítt áleiðs. Ekki vantaði baráttuna og lætin en minna fór fyrir því sem fólkið vill sjá, spili og mörkum. Þó komu nokkur marktækifæri og bæði liðin fengu eitt dauðafæri í fyrri hálfleik. Gísli Eyjólfsson miðvörður Keflvíkinga komst einn inn fyrir vörn Þórs sem var á kafi í „rangstöðupælingum" en skaut laflausu skoti framhjá, og Óli Þór Magnússon slapp inn fyrir vörn ÍBK. Hann ætlaði að vippa boltanum framhjá Þorsteini Bjarnasyni sem sá hins vegar við honum og bjargaði vel. Þegar nokkuð var liðið á síðari hálfleikinn tóku Þórsarar frum- kvæðið í sínar hendur að mestu. Aldrei tókst þeim þó að rjúfa al- gjörlega sterkan varnarmúr ÍBK en reyndu þess í stað langskot. Þannig átti Guðjón Guðmunds- son tvö slík rétt yfir og Kristján Kristjánsson eitt. Þá fékk Óli Þór tækifæri til að skora eftir send- ingu Kristjáns, en færið var þröngt og Þorsteinn kom vel út úr markinu og bjargaði snilldarlega. Á síðustu sek. leiksins fékk Bjarni Sveinbjörnsson svo send- ingu inn í vítateig ÍBK, hann tók boltann og skaut en hitti illa og Guðjón Guðjónsson komst á milli. Að vísu fór boltinn framhjá Þorsteini Bjarnasyni markverði en það fylgdi enginn eftir þannig að Þorsteinn gat „labbað" sig eftir honum. Þórsliðið var fremur slakt í þessum leik. Að vísu var þokka- leg barátta í liðinu en það spilaði allt of þrönga knattspyrnu og nýtti t.d. hægri kantinn nánast ekkert. Bestu menn Þórs voru Óskar Gunnarsson sem var lang bestur og Halldór Áskelsson sem átti mjög góða kafla og sýndi margt laglegt. Keflvíkingarnir voru með þá Valþór Sigþórsson og Guðjón Guðjónsson í vörninnni sem bestu menn og Þorsteinn í markinu virkaði öryggið uppmál- að er á hann reyndi. Leiftur sigrar... ...nú Austra 3:0 „Við erum mjög ánægðir eins og er en það er langt eftir þangað til línur fara að skýrast. Við höfum verið í vandræðum með að skora mörk en ef til vill eruin við búnir að yfirvinna það vandamál með þessum sigri," sagði Jóhann Helgason formaður knattspyrnudeildar Leifturs er við ræddum við hann eftir sigurleik Leifturs gegn Austra um helgina. Það er greinilegt að Kristinn Björnsson er á réttri leið með Leiftursliðið þótt Kristinn - þessi mikli markaskorari - hafi enn »bi ku að ni rn ;g> >r- jn m .ta rð # iri að Óli Þór í góðu færi, en Þorsteinn kemur vel á móti og nær að góma knöttinn. Mynd: KGA. ekki fundið leiðina í netmöskva andstæðinganna. Leiftur hafði mikla yfirburði í þessum leik og mörk þeirra gerðu fyrirliðinn Guðmundur Garðars- son sem er betur þekktur sem skíðagöngumaður en knatt- spyrnukappi, Hafsteinn Jakobs- son og Halldór Guðmundsson. Leiftur hefur nú góða forustu i b-riðli 3. deildar, hefur 10 stig eftir 4 leiki og markatalan er 7:2. Gott hjá liði sem er að koma upp úr 4. deild. Tinda- stöll vann á Vopna- firði Tindastólsmenn gerðu góða ferð til Vopnafjarðar um helg- ina er þeir léku J>ar gegn Ein- herja í 2. deild Islandsmótsins í knattspyrnu. Ekki byrjaði leikurinn þó vel fyrir Tindastól því Kristján Davíðsson skoraði fyrsta markið fyrir heimaliðið. En Tindastóls- menn gáfust ekki upp og svar þeirra við þessu marki var stór- brotið, eða fjögur mörk til baka. Sigurfinnur Sigurjónsson var hetja Tindastólsmanna og skor- aði 3 marka liðsins en það fjórða gerði Elvar Grétarsson. Mjög mikilvægur sigur Tindastóls og liðið sigraði þarna í annað skiptið í 6 leikjum og krækti í 3 stig. STAÐAN 1. deild Staðan í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu er nú þessi: Fram-Víkingur 1:2 UBK-Valur 1:2 Akranes-KR 2:0 Þor-ÍBK 0:0 KA-Þróttur 2:2 Akranes Keflavík Þróttur Víkingur KA Fram Þór Valur KR UBK 12:4 7:3 9:6 11:10 11:11 8:10 7:11 4:6 7:13 5:7 16 15 10 10 9 7 7 6 6 6 2. deild Staðan í 2. deild Islandsmótsins i spyrnu er nú þessi: UMFN-ÍBV UMFS-FH Víðir-ÍBÍ KS-UMFN ÍBV-Völsungur Einherji-Tindastóll FH Völsungur UMFN KS UMFS ÍBÍ ÍBV TindastóII Víðir Einherji knatt- 0:1 0:1 2:2 1:1 1:2 1:4 3 16 6 13 4 10 5 8 3. deild b Staðan ¦ b-riðli 3. deildar íslandsmótsins í knattspymu er nú þessi: Valur-Þróttur 2:4 Leiftur-Austri 3:0 Magni-Huginn 3:1 Leíftur 4 3 10 7:2 10 Þróttur 4 2 2 0 10:6 8 Magni 5 2 2 1. 8:6 8 Austri 5 13 1 6:6 6 HSÞb 4 12 1 5:5 5 Huginn 4 022 5:8 2 Valur 4 0 0 4 2:10 0 4. deild d Staðan í d-riðli 4. deildar íslandsmótsins i knattspyrnu er nú þessi: Reynir-Geisli Hvöt-Skytturnar Riynir Skytturnar Hvöt Geisli Svarfdælir 3 00 18 2 10 1 0 0 1 0 0 1 2:1 2:1 14:1 9 8:9 3 2:9 3 1:2 0 3:7 0 4. deild e Staðan í e-riðli 4. deildar Isluudsiiiótsiiis í knattspymu er nú þessi: Tjömes-Árroðinn Vorboðinn-Æskan 'Vaskur 2 Vorboðinn 3 Árroðinn 3 Tjörnes 2 Æskan 2 1:2 5:0 2 0 0 7:3 6 111 6:4 6 111 4:5 4 10 1 4:2 3 0 0 2 2:9 0 m m ¦¦ ' ¦¦ ¦ Morg mork á Reyðarf irði Valur á Reyðarfirði og Þróttarar frá Neskaupstað léku hörkuieik í b-riðli 3. deildar á laugardaginn á Reyðartirði og fengu áhorfendur að sjá 6 mörk. Þróttar- ar skoruðu 4 þeirra og unnu því 4:2. Þeir komust í 2:0, Valur mínnkaði muninn i 2:1, þá Wom 3:1 og aftur minnk- aði Valur muninn í 3:2 en Þróttarar inn- sigluðu sigur sinn með lokatnarkinu. Markaskorarar í þessum leik voru KrÍNijau Kristjúnssoii 2, i'iill Freysteins- son og Okifur Viggósson fyrir Þrótt, en fyrir Val Ólafur Signiarsson og Gauti Marinósson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.