Dagur - 18.06.1984, Side 8

Dagur - 18.06.1984, Side 8
8-DAGUR-18. júní 1984 Það rigndi á hina hvítu kolla nýstúdentanna þegar þeir komu af útskriftinni í kirkjunni í gær, 17. júní. En á auga- bragði stytti upp og þjóðhátíð- ardagurinn skartaði hinu feg- ursta veðri. Á íþróttavellinum var margt um manninn, enda boðið upp á fjólbreytileg skemmtiatriði. Við Oddcyrarskóla var að venju bíla- sýning. Um kvöldið sáu Hall- björn kántrístar, Johnny King of Húsavík og Siggi Helgi um að allir skemmtu sér vel. Það voru alls 126 stúdentar sem útskrifuðust frá MA í gær, 90 stúlkur og 36 piltar. Stærsti hópur sem útskrifast hefur frá skólanum. Dúx var Sólrún Sveinsdóttir sem stundaði nám á félagsvísindabraut öldungadeild- ar. Alls stunduðu 710 nemendur nám í MA í vetur, þar af 100 í öldungadeild. En myndirnar segja mest um það sem var á seyði á 40. afmælis- degi íslenska lýðveldisins. ■ Pálmi Pétursson sýndi break-dans í Sjallanum, og Tryggvi Gíslason var eng- inn eftirbátur í dansinuin. Ingimar Eydal vissi hins vegar ekki alveg hvernig þessi niítíinadans er framkvæmdur en átti þó nokkur lipur spor. Á miðnætti marseruðu nýstúdentar á torginu og fór skólameistari í fararbroddi. Þá var sannarlega fjör og gaman að vera til. A torginu voru þeir Johnny King, Hallbjörn, Siggi Helgi ásamt fleirum, og sáu um að halda uppi stuðinu. Hér er það Johnny King sjálfur sem tryllir mannskapinn. Á glæsilegri bílasýningu vakti margt athygli, en þetta aldna hergagn átti hug og hjörtu yngstu gestanna. Þuríður Árnadóttir flutti ræðu nýstúdents. Fjallkonan mætti á íþróttavöllinn í hestakerru. Það var Sunna Borg sem í gervi fjallkonunnar flutti tilheyrendum Ijóð. Með fána og rellu. Myndir: KGA.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.