Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 9
18.júní1984-DAGUR-9 Árver hf. á Árskógsströnd - Árver hf. á Árskógsströnd Eins og við skýrðum frá í Degi sl. föstudag hefur fyrirtækið Árver hf. hafið rækjuvinnslu á Árskógssandi, en það fyrirtæki er eign á annað hundrað einstaklinga og fyrirtækja í Ár- skógsstrandarhreppi. I fyrirtækinu munu starfa um 30 manns og er það gífurleg lyftistöng fyrir atvinnulíf í hreppnum. Þar Ieggja nú upp fimm rækjubátar og er okkur bar að garði sl. miðvikudag var vinnsla í fullum gangi. Fyrirtækið er níi til húsa í leiguhúsnæði fyrir- tækisins Sólrúnar en áformað er að Árver hf. verði komið í eigið húsnæði innan tveggja ára. Yið spjölluðum við starfsfólk hjá Árveri hf. á miðvikudaginn. „Bœytir miklu að geta stundað vinnu heima" - segir Dagmar Kristjánsdóttir „Dagmar Kristjánsdóttir var önnum kafin við starf sitt, en hún sér um það að taka rækj- una þegar hún hefur verið fryst og vigta hana í neytenda- pakkningar. Yið trufluðum hana skamma stund við starf sitt. Dagmar Kristjánsdóttir. „Erum búnir með kvótann" - segir Ingvar Guðmundsson skipstjóri á Arnþóri „Ætli manni verði ekki að lít- ast vel á það að fara á rækjuna. Við erum svo til búnir með þorskkvóta okkar svo það er ekki um neitt annað að ræða," sagði Ingvar Guðmundsson skipstjóri á Arnþóri frá Ár- skógssandi er við hittum hann um borð í bátnum þar á staðnum. Ingvar var ásamt skipverjum sínum að gera klárt um borð sl. miðvikudag því ætlunin var að halda út þá um kvöldið á rækju- veiðar. Hann sagði að afli rækju- bátana þar á staðnum að undan- förnu hefði verið svona þokka- legur. „Þeir eru að fá þetta upp í 6 tonn eftir fjóra sólarhringa," sagði hann. - Hvernig líst þér á að hafa fengið þessa rækjuvinnslu hingað? „Mjög vel, það var geysilega gott fyrir þá sem hér búa að fá þetta fyrirtæki í gang, fólk hefur mikið þurft að sækja vinnu í önnur byggðarlög og nú minnkar það mjög verulega," sagði Ingv- ar. „Ég hef unnið í Hrísey tvö sl. sumur vegna þess að enga vinnu hefur verið að hafa hér fyrir mig og því líst mér stórvel á að fá þetta fyrirtæki hér. Það breytir miklu að geta stundað vinnu heima en ég hef dvalið hjá skyld- fólki í Hrísey og verið í skóla á veturna. Ég er mjög ánægð með þetta," sagði Dagmar. Ingvar Guðmundsson að „gera klárt". hand- fljótar" - segir Guðlaug Carlsdóttir „Við þurfum að vera hand- fijótar og hafa augun vel opin," sagði Guðlaug Carlsdóttir en hún er ein þeirra sem sjá um handpillun og snyrtingu á rækjunni eftir að hún hefur komið úr pillunai vélunum. „Ég hef unnið í fiski áður en ekki við rækjuvinnslu og mér lík- ar þetta betur en önnur fiskvinna sem ég hef kynnst. Það er líka gaman að vinna rækju sem mað- urinn minn hefur veitt, hann heit- ir Elvar Jóhannesson og er skip- verji á Víði Trausta." - Guðlaug sagði að hún hefði unnið í Hrísey sl. vetur vegna þess að ekki var vinnu að hafa heima, en hún er frá Hauganesi. „Þetta fyrirtæki breytir miklu," sagði Guðlaug. Brynjar Baldvinsson. „Mér líkar þetta vel" - segir Brynjar Baldvinsson „Ég er nú bara að prófa þetta en annars er ég sjómaður," sagði Brynjar Baldvinsson, en hann er „pillari" hjá Árveri ásamt Sveini Gunnlaugssyni. Starf pillara felst í því að koma rækjunni fyrir í pillunarvélunum og sjá um að þær gangi eðlilega. Eitt mikilvæg- asta starfið í vinnslunni að sögn Kristins Haraldssonar verkstjóra. „Mér líkar þetta starf vel," sagði Sveinn. „Ég veit þó ekki hvort ég ílendist í því, en þessi verksmiðja er geysileg lyftistöng fyrir atvinnulífið hérna í hreppnum, það er ekki vafamál." „Mér lístvel á þetta hér" - segir Kristinn Haraldsson verkstjóri „Það voru smá byrjunarerfið- leikar eins og við var að búast þar sem fólkið er óvant þessari vinnslu og eins hitt að hér er unnið í iiyjmii tækjum, en nú erum við að komast yfir byrj- unarerfiðleikana og mér líst mjög vel á þetta," sagði Krist- inn Haraldsson verkstjóri hjá Arveri hf. er við ræddum við hann. Kristinn hefur séð um uppsetn- ingu tækjanna hj'á Árveri og mun stýra rekstri þess fram eftir sumri. Annars starfar hann sem verkstjóri hjá Rækjuvinnslu O.N. Olsen á Isafirði og er í leyfi þaðan. „Mér líst mjög vel á þetta hérna. Tækin eru af fullkomn- ustu gerð, og fólkið er mjög samviskusamt og leggur greini- lega áherslu á það að skila góðri vinnu. Ég held því að ástæða sé til bjartsýni varðandi framtíð- ina," sagði Kristinn. Kristinn Haraldsson. Árver hf. á Árskógsströnd - Árver hf. á Árskógsströnd:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.