Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 18.06.1984, Blaðsíða 12
MONROE MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Æfingasvæði fyrir veiðimenn Stjórn Veiöifélags Eyjafjarðarár barst í vor beiðni frá fulltrúa bæjarstjórnar Akurcyrar í stjórn- inni um leyfi til að opna æfinga- svæði fyrir stangveiðiáhugafólk í bæ og byggð. Svæðið yrði afmarkað og merkt, ca. 200 m , á eystri bakka vestustu kvíslar, á óshólma neð- an brúar. Stjórn Veiðifélagsins hefur orðið við þessum tilmælum, enda verði ekki notuð beita. Nánari reglur verða á leiðbciningaspjaldi á staðnum, og vciðivörður mun fylgjast með að þeim veröi framfylgt. Frá stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár. Margir bílar óskoðaöir: Lögreglan til með klippumar „Nú verða þeir að fara að skoða sinn gang, sem enn eru með óskoðaða bíla og ætla sér að aka þeim lengur, því klipp- urnar eru tilbúnar," sagði Árni Magnússon, varðstjóri hjá Ak- ureyrarlögreglunni, í samtali við Dag. Aðalskoðun bifreiða á Akur- cyri lauk á föstudaginn, en enn er eftir að færa margar bifreiðir með A-númeri til skoðunar. Eins og fram kom hjá Árna mega eigend- ur þeirra fara að vara sig, því næstu daga verða óskoðaðar bif- reiðar teknar úr umferð þar scm til þcirra næst og númerin klippt af þeim. Eina ráðið til varnar er að bregða undir sig betri fætinum hið skjótasta, stökkva upp í bif- reiðina og færa hana síðan á lög- legum hraða til skoðunar. - GS Sigríður Halldórsdóttir og Sigríður Björnsdóttir, sundlaugarverðir á Raufarhöfn. Mynd: KGA. Raufarhöfn: Nýja sundlaugin gerir mikla lukku Fyrir skömmu var formlega tekin í notkun sundlaug á Raufarhöfn, en þar hefur ekki áður verið að- staða til sundiðkunar. Raufar- hafnarbúum hefur þó verið kennt að synda í gegnum árin þrátt fyrir sundlaugarleysið en hafa þurft að ferðast um langan veg í því skyni. Einkum hefur verið farið að Laugum, en einnig að Lundi í Kelduhverfi. Með tilkomu nýju sundlaugarinnar, sem er steypt og um 16 m löng mun hagur bæjarbúa vænkast mjög enda ekki annað að sjá en æskan tæki þessari nýbreytni í bæjarlífinu ákaflega vel og skemmti sér hið besta er tíðindamenn Dags litu á veglega sundlaugarbygginguna. Áður en laugin var formlega tekin í notkun var búið að halda þar þriggja vikna sundnámskeið með góðum árangri og miklum áhuga. Sundlaugarverðir eru Sigríður Helgadóttir og Sigríður Björns- dóttir og sögðu þær að mjög margir hefðu heimsótt laugina fyrsta opnunardaginn. Krakkar eru í miklum meirihluta að deg- inum, en fullorðna fólkið kemur meira á morgnana og kvöldin. mþþ Rólegheit á Akureyri og Húsavík - en nóg að gera hjá lögreglu á Sauðárkróki Hátíðarhöldin 17. júní á Akur- eyri fóru mjög vel fram að sögn lögreglunnar. Mikið fjölmenni var við hinar ýmsu skemmtanir í miðbænum en allt fór vel fram og ekki var meiri ölvun en um venju- lega helgi að sögn lögreglu. Eitthvað var um að „Stútur væri við stýrið" og voru nokkrir öku- menn færðir til blóðtöku af þeim sökum. Þá var eitthvað um rúð'.ibrot í miðbænum en ekki meira en gerist og gengur um venjulega helgi. Sömu sögu er 'að segja frá Húsavík. Þar fóru hátíðarhöldin mjög vel fram að sögn lögreglu og var lítil ölvun í bænum og ekk- ert kom upp á sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af. En á Sauðárkróki var annað uppi á teningnum. Þar var mikil ölvun alla helgina að sögn lög- reglu og tvívegis urðu fanga- geymslur lögreglunnar fullar og varð að flytja menn í geymslu á Blönduós. Tvö umferðaróhöpp urðu. Á föstudagskvöld var ekið á mann á hesti í Blönduhlíð en hann meiddist lítið. í gærmorgun var bifreið svo ekið á ljósastaur í bæn- um. Bfllinn er ónýtur og tveir far- þegar í aftursæti meiddust. Annar skarst nokkuð illa en hinn tapaði hluta af tönnum sínum. Oku- maðurinn er grunaður um ölvun. gk-- Þraukum enn um hríð - segir stjórn Útgerðaf élags Akureyringa um togaraútgerðina Stjórn Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. hefur ákveðið að stöðva ekki togara félagsins að svo stöddu, en „þrauka enn um hríð", í trausti þess aðstjórnvöld taki á þeim vanda sem útgerðin á við að glíma. Þetta kemur fram í frétt frá félaginu sem hér fer á eftir. Af því tilefni að Austfirðingar hafa boðað stöðvun veiðiflota síns þann 24. júní nk. og leitað er viðbragða annarra útgerðaraðila við þeirri ákvörðun, gerir stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf. svofellda ályktun: Stjórnin leggur áherslu á þann vanda sem útgerð og fiskvinnsla búa við í dag, m.a. vegna óhag- stæðrar aflasamsetningar og sér ekki að breyting verði til batnað- ar ef ekkert verður að gert, miklu fremur að ástandið versni vegna aukins tilkostnaðar, t.d. hækkaðs olíuverðs. Verður ekki undan því vikist af hálfu stjórnvalda að gera einhverjar þær ráðstafanir, sem koma í veg fyrir að veiðar og vinnsla stöðvist. Stjórnin telur þó að ekki beri að stöðva togara félagsins áð svo stöddu heldur reynt að þrauka enn um hríð, meðan lánastofrianir taka ekki í taumana. Er sú ákvörðun tekin í fullu trausti þess að stjórnvöld taki á vandanum og að félagið verði ekki látið gjalda þessa, því vandinn er engu minni hér um slóðir en austanlands. Spáð er suðvestlægri átt, sem þegar er komin, og bjartviðri á Norðurlandi. Ekki eru fyrirsjáanlegar neinar breytingar næstu daga og hitastigið verður um 10-15 gráður að deginum. • Með „hefð- bundnum" hætti Hátíðarhöldin á Akureyri 17. júní fóru fram meö „hefð- bundnum hætti", eins og gjarnan er sagt. Margir velta því eflaust fyrir sér, hvort ekki sé kominn tími til að breyta ögn út af venjunni, þar sem sýnt er að stór hluti af því efni sem boðið var upp á fór fyrir ofan garð og neðan hjá þorra hátíðargesta. Sér- staklega virtust börnin lítið spennt fyrir því sem þeim var ætlað. Ræningjamir frá Karde- i mommubæ naðu að vísu athygli barnanna, en þar með er það líka upptalfð, og öllu má nú ofgera. Þeir komu fram á barnaskemmtunum við Glerárskóla, Lundar- skóla, Oddeyrarskóla og loks á Ráðhústorgi. Og svo var það break-dans og aftur break-dans, eða þá afbrigði við break-dans. Toppurinn á skemmtidagskrá kvöldsins var svo Hallbjöm, sem gert hefur Skagaströnd fræga. Hann söng tjögur lög og eitt þeirra meira að segja í þrígang. • Tillitsleysi Það hefur víst ekki faríð framhjá Akureyringum að haldin var bílasýning á lóð- Inni við Oddeyrarskóla 17. júní, í gær. Dagana á undan höfðu þeir sem að þeirri sýn- ingu stóðu ekið um bæinn með gjallarhorn þar sem þeir auglýstu sýnlnguna af mikl- um móð. En ( gær skutu þessir menn yfir markið. Þeg- ar þulurinn á hátíðarsamkomu þjóðhátíðarnefndar á íþrótta- velllnum var að kynna fiug- sýnlngu sem fara átti að hefj- ast komu bilamennirnir ak- andi eftir Glerárgötunni með gjallarhomið í botni og aug- lýstu grimmt sína samkomu. Yfirgnæfðu þeir alveg kynn- inn á íþróttavellinum og fór því kynning hans að mestu framhjá fjölmörgum áhorf- endum þar. Þetta heitir víst að vera tillitslaus. # Hressileg dagskrá Sjónvarpið sýndl okkur hins vegar létta og hressilega þjóðhátlðardagskrá í gær- kvöld, sem leikarar hjá Leikfélagi Reykjavikur fluttu fyrr um daginn á Arnarhóli. Einnig voru „myndleiftur úr íslenskri lýðveldissgu" um margt fróðleg. Sérstaklega var gaman að sjá myndbrot frá löngu liðnum tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.