Dagur - 20.06.1984, Síða 2

Dagur - 20.06.1984, Síða 2
2 - DAGUR — 20. júní1984 Þurvaldur Egilsson: Já, kannski í Vaglaskóg með mömmu og pabba. Þurvaldur Þorvaldsson: Ég fer í Vaglaskóg og líka suður til Reykjavíkur. Helga María Snorradóttir: Já, ég fer suður til Reykjavík- ur og verð hjá frænku minni í viku. Ólöf Jóhannsdóttir: Ég fer sennilega suður til Reykjavíkur og verð þar í viku. Ég er að fara í brúðkaup ^angað. Inga Rut Hansen: Ég fer til Spánar í ágúst og hlakka svolítið til, því þetta er í fyrsta skipti sem ég fer til út- landa. „Skrifa fyrir þá skjálfhentu C£ Brynhildur Halldórsdóttir hreppstjóri í Þórshafnar- hreppi spjallar við Dag Hreppstjóri í Þórshafnar- hreppi er Brynhildur Halldórs- dóttir á Syðra-Lóni og hefur hún gegnt starfinu frá því 1980. Aður hafði maður hennar ver- ið hreppstjóri allar götur frá 1944, svo embættið hefur verið lengi innan fjölskyldunnar. Er blaðamenn Dags bar að garði á Syðra-Lóni var Brynhildur að koma af silungsveiðum og tjáði okkur jafnframt að þau hefðu drepið mink daginn áður. Hreppstjórinn hefur nóg að sýsla. - í hverju er starf hreppstjóra fólgið? „Það er ýmislegt, hann inn- heimtir opinber gjöld fyrir sýslu- mann og er lögskráningarstjóri, skráir alla báta, gefur út vottorð og er skattstjóri, ég tek hér við skattframtölum. Sumir koma bara til aö láta mig hringja fyrir sig t.d. í sýslumann og svo skrifa ég fyrir þá sem eru skjálfhentir. Þannig að það er eitt og annað sem kemur upp á og eins gott að vera við, mikið af fólkinu er teppt í vinnu alla daga og mætir hjá mér á sunnudagsmorgnum þegar ég er enn á sloppnum.“ - Hvernig er ástand mála í hreppnum? „Það er ekkert slæmt ástand hér um slóðir. Atvinnumálin standa vel, það er nóg að gera í frystihúsinu, en hins vegar er því ekki að neita að fjölbreyttara at- vinnulíf væri æskilegt. Við höfum rafmagns- og trésmíðaverkstæði og svo er hér verslun nokkuð stór. Annars er fiskurinn það sem allt snýst um. Eldri konur þola t.d. illa að vinna langan vinnudag í fiski. Hér var starfrækt sauma- stofa, en hún fór á hausinn. Sölu- horfur eru allar miklu betri núna en var og það ætti ekki að standa í veginum fyrir því að hún yrði endurvakin. Tækin eru til hér á staðnum en á þeim hvíla mikil veð, ætli það sé ekki höfuðástæða þess að ekki er farið af stað aftur. Hér er töluvert byggt, en þó er skortur á húsnæði. Það er mikil eftirspurn eftir leiguhúsnæði, það kemur hér mikið af fólki sem vill hafa uppgrip um tíma og fara svo aftur. Það er eins og fólk vilji ekki setjast að fyrir fullt og fast.“ - Þú ert hér með bú, eða hvað? „Ég leigði nú kýrnar mínar í fyrrahaust, því það var að drepa mig að flytja mjólkina inn á Þórshöfn. Það eru þrjú kúabú hér í nágrenninu, svo það hefði orðið vandræðaástand ef ég hefði lógað kúnum, það er ekki nógu gott að mjólkurskortur hefði orð- ið í þorpinu. Ég hef talsverðan reka, en ekki komið honum í verð ennþá. Svo er hér gott varpland, það lítur út fyrir metár í ár. Ja, ef hrafninn lætur kollurn- ar í friði. Það eru líklega um 2.000 hreiður hjá mér núna, en um 300 eru ónýt eftir hrafninn. Hann gerir dálítið strik í reikn- inginn. Þá setti ég niður rófur í vor, sáði í IV2 hektara og það spáir góðu með uppskeru. Ég segist ætla að fá 20 tonn og læt það fylgja með að ég stend alltaf við það sem ég segi!“ - Þú ert bjartsýn? „Ég er bjartsýn á sumarið og er yfirleitt alltaf bjartsýn. Þó að allt hafi gengið á afturfótunum, þá hef ég aldrei gefist upp. Einu sinni átti ég ekki árar í bátinn minn og var að tala um að hætta þessu bara. Þá kom maður og færði mér þessar líka fínu, norsku árar úr límtré, það má nota þær fyrir stofustáss og lét það fylgja með að hann vildi ekki að Brynhildur legði árar í bát.“ - Og húsið alltáf fullt af fólki? „Já, já, það.er mikið af fólki hér. Ég kalla heimilið flótta- mannabúðir, núna búa læknis- hjónin hjá mér, íþróttaþjálfari og kennari. Maðurinn minn átti 11 systkini og þau heimsækja okkur mikið og svo er ég með það sem kallað er gisting í heimahúsi og er víst ólögleg fyrir vikið. Það koma hingað stundum vinnuflokkar frá Rarik og hafa þá búið hér og ég hef selt þeim mat. Fólk er voðalega fegið að fá mat. Svo á ég þrjú börn, stúlku sem verið hefur við nám í Reykjavík, en er hér núna, 17 ára son og 15 ára þroskahefta dóttur. Þannig að þú sérð að ég get alltaf fundið mér eitthvað að gera og langar að gera miklu meira en ég geri og get mögulega komið í verk.“ Við blaðamenn Dags gátum ómögulega tafið þennan hressi- lega hreppstjóra öllu lengur, því það var greinilega nóg að gera. mþþ Brynhildur Halldórsdóttir Að bjarga brókum ferðamanna Laufey Tryggvadóttir skrifar: Eitt er það mál er virðist hafa dottið út úr kerfinu en er engu að síður það mikilvægt að athygli skal á því vakin ekki síst nú er ferðamannastraumurinn er að hefjast, er þar um að ræða bæði innlenda og erlenda gesti, jafnvel bæjarfólk. Þetta fólk er til bæjar- ins kemur þarf vitaskuld á salern- isaðstöðu að halda, en svo virðist sem það sé vandfundinn sá staður hér í bæ. Við í Amaró höfum í það minnsta orðið þess áþreifan- lega vör að hann er vandfundinn þessi staður fyrir þessar sjáif- sögðu þarfir fólksins - gildir það um bæði erlenda og innlenda gesti, bæði af skemmtiferða- skipum svo og aðra, sem oft eru í nauðum staddir. Við í Amaró erum að verða hálfopinber staður til að liðsinna fólki er þannig stendur á. Nú er það svo að umgengni um salerni er mjög misjöfn og lítt bjóðandi starfsfólkinu að deila þessum stöðum með fólki úr öllum áttum. Því vil ég benda bæjarfé- laginu, ferðskrifstofum, ferða- málaráði og þeim öðrum á, er mál þetta kann að heyra undir, að taka það til meðferðar sem allra fyrst, áður en ferðamanna- vertíðin byrjar fyrir alvöru og gera alvöru úr að leysa það með skjótum hætti. Við í Amaró höfum ekki hugs- að okkur að bjarga brókum manna öllu lengur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.