Dagur - 20.06.1984, Síða 4

Dagur - 20.06.1984, Síða 4
4 - DAGUR - 20. júní 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31. PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR, 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Umræða í öfgum Líflegar umræður fara nú fram meðal Eyfirð- inga um álver við Eyjafjörð. Andstæðingar ál- vers halda fundi um sveitir og standa fyrir undirskriftasöfnun gegn álveri. Þá er að hefj- ast undirskriftasöfnun þeirra sem vilja að þessi kostur verði athugaður til hlítar og er þar tekið mið af samþykkt bæjarstjórnar Ak- ureyrar svipaðs efnis. Ekki er vitað til þess að undirskriftalistar séu í gangi meðal þeirra sem vilja álver við Eyjafjörð, hvað sem það kostar, en ekki er ólíklegt að sú öfgahliðin fari að sjá dagsins ljós. Andstæðingar álvers benda á mengunar- hættu, félagslega röskun og fleira málstað sínum til framdráttar. Þeir benda á að í at- vinnuuppbyggingu skuli menn beina sjónum að ónýttum möguleikum í matvælafram- leiðslu, fiskirækt, lífefnaiðnaði og rafeindaiðn- aði. Þessi sjónarmið eru góðra gjalda verð. Til allra þessara hluta þurfa Eyfirðingar að líta. Hættur geta stafað af slíkum atvinnurekstri sem álver er og nauðsynlegt er að kanna alla möguleika í atvinnuuppbyggingunni til hlítar. Þar má reyndar nefna fleira til, nefni- lega smáiðnað hvers konar. Nú virðist sem Eyfirðingar séu hættir að einblína á slæmt at- vinnuástand og láta þar við sitja. Fjöl- margir einstaklingar og félög eru farin að vinna að raunhæfum hugmyndum í smáiðn- aði og út úr því öllu gæti komið margt þarflegt. Svo virðist sem þarna hafi átt sér stað viðhorfsbreyting. Viðkvæðið í dag virðist vera að Eyfirðingar verði að bjarga sér sjálfir en ekki saki að fá utanaðkomandi vítamín- sprautu í atvinnulífið. Sumir telja það reyndar forsendu þess að allt gangi upp. Þó álversandstæðingar hafi sitthvað til síns máls er einn megingalli á málflutningi þeirra. Hann er sá að þeir gefa sér það fyrirfram að mengunarhætta sé fyrir hendi og félagsleg röskun verði af smíði álvers við Eyjafjörð. Um hið fyrra er hins vegar ekki vitað ennþá og um hið síðara liggja fyrir nokkuð góðar upp- lýsingar að ekki þarf að koma til verulegrar félagslegrar röskunar sökum þess fjölmennis sem er við fjörðinn. Öll mannanna verk hafa einhverja röskun í för með sér. Bóndinn sem þurrkar landið til ræktunar er að breyta nátt- úru þess. Hinir eru svo vissulega til sem segja álver og ekkert nema álver og líta á hugmyndir um smáiðnað, frekari úrvinnslu matvæla, lífefna- iðnað og rafeindaiðnað sem húmbúkk. Þetta er hættulegt sjónarmið ekki síður en öll þau sjónarmið sem fordæma fyrirfram eitthvað sem menn hafa ekki upplýsingar um og þekk- ingu á, en byggja á trúarofstæki. Horfum til þeirra sem þegar eru byrjaðir að byggja upp atvinnulíf á Akureyri og við Eyja- fjörð og metum staðreyndir varðandi álver þegar þær liggja fyrir. Enginn vill kæfa Eyja- fjörð í eiturgufum. 82. aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga: Landbúnaður, skipu- lags- og videómál — voru aðalmál fundarins 82. aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga var haldinn 13. og 14. júní að Bifröst í Borgarfirði. Mættir voru 117 fulltrúar frá 42 sambandskaup- félögum, en félagsmenn þeirra voru um síðustu áramót 46.700. í fundarbyrjun var lögð fram umsókn frá nýju kaupfélagi, Kf. Ólafsvíkur, um aðild að Sam- bandinu og var hún samþykkt samhljóða. Formaður sambandsstjórnar, Valur Arnþórsson, setti fundinn og minntist í upphafi látinna sam- vinnumanna. Fundarstjóri var kjörinn Baldvin Baldursson á Rangá og Bergþóra Gísladóttir, Reykjavík, til vara en fundarrit- arar voru Jón Kristjánsson frá Kaupfélagi Héraðsbúa, Egils- stöðum og Valgerður Sverris- dóttir frá Kaupfélagi Eyfirðinga, Akureyri. Valur Arnþórsson flutti síðan skýrslu stjórnar, en að því loknu flutti Erlendur Einarsson for- stjóri ýtarlega skýrslu um rekstur Sambandsins á árinu 1983. Landbúnaðarmál Landbúnaðarmál voru sérmál aðalfundarins að þessu sinni. Að loknum miklum umræðum, sem að hluta fóru fram í umræðuhóp- um, samþykkti hann samhljóða eftirfarandi ályktun um þau: „Aðalfundur Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, haldinn á Bifröst 13.-14. júní 1984, telur að stefna í framleiðslumálum landbúnaðarins skuli miðast fyrst og fremst við að fullnægja þörf- um innlends markaðar. Lögð skal áhersla á að koma til móts við óskir neytenda um vöru- gæði og vöruval, og efla samráð og samstarf neytenda og fram- leiðenda í vinnslu- og sölufyrir- tækjum samvinnumanna. Niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum verði ekki lækkaðar því þær örva sölu og létta kaup heim- ilanna á þessum vörum. Fundurinn telur að í meginat- riðum eigi að stunda búvöru- framleiðsluna á fjölskyldubúum af þeirri stærð sem staðið getur undir fjárfestingu með nútíma- tækni og -húsakosti og skilað fjöl- skyldulaunum sambærilegum við það sem aðrir atvinnuvegir gefa. Fundurinn telur að aðlögun búvöruframleiðslunnar að inn- lendri markaðsþörf þurfi að ger- ast skipulega og í áföngum. Samhliða þeirri aðlögun verði stórátak gert í eflingu atvinnulífs svo að ekki komi til frekari röskunar í byggð landsins. Fundurinn bendir á að viðhald byggðar og atvinnuþróun í strjálbýli á ekki að vera hlutverk bændastéttarinnar einnar. Gera þarf þjóðarátak til að hindra mikla byggðaröskun og tryggja að auðlindir landsins verði nýttar til atvinnusköpun- ar.“ t>á samþykkti fundurinn sam- hljóða eftirfarandi ályktun um kjötiðnað á vegum samvinnu- hreyfingarinnar: „Aðalfundur Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, haldinn á Bifröst 13.-14. júní 1984, telur nauðsynlegt að efla kjötiðnað á vegum samvinnuhreyfingarinnar til þess að mæta breyttum neyslu- venjum og verslunarháttum. Fundurinn felur forystu Sam- bandsins að beita sér hið fyrsta fyrir uppbyggingu þjónustustöðv- ar á þessu sviði, og starfsemi hennar verði samræmd þeim kjötiðnaði sem þegar er fyrir hendi á vegum kaupfélaganna, og annist hún sölu og dreifingu á kjötvinnsluvörum kaupfélag- anna. Pá felur fundurinn forystu Sambandsins að kanna hag- kvæmni þess að stofna sérstakt fyrirtæki sem hafi á hendi skipu- lag og samræmingu kjötiðnaðar og kjötverslunar á vegum sam- vinnuhreyfingarinnar. “ Samþykktir Sambandsins Fyrir fundinum lágu tillögur um breytingar á samþykktum Sam- bandsins, í kjölfar þeirra skipu- lagsbreytinga sem nú eru að koma til framkvæmda hjá því og kynntar hafa verið í fjölmiðlum. Skiptar skoðanir komu fram á fundinum um það, hvort afgreiða ætti þessar samþykktabreytingar strax eða draga það í eitt ár, og að lokinni umræðu afgreiddi fundurinn málið með svohljóð- andi ályktun, sem samþykkt var með 58 atkvæðum gegn 46: „Vegna tillagna þeirra um breytingar á samþykktum Sam- bandsins, sem hér eru til af- greiðslu, samþykkir fundurinn eftirfarandi: Tillögur sambandsstjórnar um breytingu á skipulagi Sambands- ins, sem samþykktar voru á fundi stjórnarinnar þann 30. mars 1984 og hafa þegar að nokkru komið til framkvæmda, beinast að því að Sambandið geti enn betur tek- ist á við þann umfangsmikla og fjölþætta rekstur sem það hefur með höndum og verði betur í stakk búið að takast á við þróun næstu áratuga í rekstri hinna ýmsu starfsgreina Sambandsins og þróun hinna félagslegu mark- miða þess. Slík skipulagsbreyting hlýtur að leiða til markvissari stýringar yfirstjórnar Sambands- ins, en verður jafnframt að taka verulegt tillit til félagslegrar upp- byggingar þess og halda opnum öllum leiðum félagsmanna til áhrifa á ákvarðanir og þróun þess. Fundurinn telur því eðlilegt að hinir félagslega kjörnu fulltrúar fái tillögur þær sem hér liggja fyr- ir til frekari umfjöllunar og legg- ur til að afgreiðslu á þeim verði frestað, en málinu vísað til stjórnar Sambandsins, sem sendi það til kaupfélaganna fyrir 1. apríl á næsta ári.“ ísfilm hf. Aðild Sambandsins að mynd- bandafyrirtækinu ísfilm hf. var sömuleiðis á dagskrá fundarins. Urðu miklar umræður um það mál og skoðanir skiptar, en að lokum afgreiddi fundurinn málið með svohljóðandi ályktun sem samþykkt var með 56 atkvæðum gegn 5: „Ákvörðun stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga um að- ild að ísfilm hf. hefur vakið and- stöðu mikils fjölda samvinnu- manna um land allt, eins og um- ræður og ályktanir ýmissa kaup- félaga bera vott um. Aðalfundur Sambandsins, haldinn að Bifröst í Borgarfirði dagana 13. og 14. júní 1984, telur því miður farið að tekið hefur verið upp - án almennrar um- ræðu í samvinnuhreyfingunni - samstarf um fjölmiðlun við aðal- málgagn höfuðandstæðinga sam- vinnustefnunnar í landinu með þátttöku í ísfilm hf., og álítur að leita beri samstarfs um þetta mál við samtök launafólks og bænda, sem öðrum fremur mynda ís- lenska samvinnuhreyfingu. Jafnframt lýsir fundurinn mikilli ánægju sinni með þá ákvörðun samvinnumanna við Eyjafjörð að stofna fyrirtæki á sviði fjölmiðlunar í samvinnu við almannasamtök og kaupfélög á Norðurlandi og með þátttöku Sambandsins.“ Húsnæðismál Pá samþykkti fundurinn sam- hljóða eftirfarandi ályktun um húsnæðismál: „Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga 1984 álítur það mjög tímabært að samvinnu- menn um land allt hugi að því á hvern hátt beita megi úrræðum samvinnu til lausnar þess hús- næðisvanda sem nú blasir við, ekki síst hjá ungu fólki. Minnir fundurinn á að Sameinuðu þjóð- irnar hafa tileinkað árið 1985 ungu fólki, meðal annars til að vekja athygli á húsnæðisvanda þess. Hér á íslandi hafa byggingar- samvinnufélög leyst vanda mikils fjölda fólks allt frá því fyrsta fé- lagið var stofnað fyrir rúmum 50 árum. Petta samvinnuform þarf að efla, ekki síst með meira sam- starfi milli þeirra byggingarsam- vinnufélaga sem nú eru starfandi. Aðalfundurinn fagnar því að nú hafa verið stofnuð fyrstu húsnæðissamvinnufélögin hér á landi, en harmar að ekki skuli hafa tekist að tryggja þeim mögu- leika til lána úr hinu félagslega húsnæðiskerfi í því húsnæðis- frumvarpi sem varð að lögum nú í vor. Þar sem þúsundir fólks hafa þegar gengið í þessi félög er mjög brýnt að sem allra fyrst verði sett lög á Alþingi um búseturétt og húsnæðissamvinnufélög, og í samræmi við gildandi samvinnu- lög. Jafnframt þarf að tryggja með öllum ráðum sem mest fjármagn til húsnæðismála, ekki síst til hins félagslega húsnæðiskerfis. Að öðrum kosti mun blasa við alvar- legt ástand í húsnæðismálum hér á landi á næstu árum.“ Kosningar í stjórn Sambandsins höfðu end- að kjörtíma þeir Valur Arnþórs- son, formaður, Ólafur Sverris- son, ritari, og Jónas R. Jónsson. Peir voru allir endurkjörnir. Áfram sátu í stjórninni Finnur Kristjánsson, varaformaður, Gunnar Sveinsson, Hörður Zóphaníasson, Ingólfur Ólafs- son, Óskar Helgason og Þórarinn Sigurjónsson. Nýkjörnir fulltrúar starfsmanna í stjórninni eru Magnús Guðjónsson, Reykjavík, og Jakob Björnsson, Akureyri. Varamenn í stjórn voru endur- kjörnir á fundinum, þeir Þor- steinn Sveinsson, Ólafur Jónsson og Ólafur Ólafsson. Endurskoð- andi var kosinn Eiríkur Pálsson, en fyrir var Geir Geirsson. Vara- endurskoðandi var kosinn Sigfús Kristjánsson, en áfram sat Þór- hallur Björnsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.