Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGöR - 22: júhf 1964" wm ifi i ——S. ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON M%\ SKRIFSTOFUR: BLAÐAMENN: rj 1 STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON ^¦Æ SÍMI: 24222 AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON JP^X ÁSKRIFTKR. 150ÁMÁNUÐI- ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: '¦ %A l~ LAUSASOLUVERÐ 22 KR. HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 jl^W RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON ¦¦"VÉF HERMANN SVEINBJÖRNSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Mörgum hefur blöskrað þær vægðarlausu árásir sem landbúnaðurinn hefur orðið fyrir á undanförnum misserum. Þá hafa sam- vinnuhreyfingin og kaup- félögin fengið sinn skerf af ósómanum og Framsókn- arflokkurinn, enda telja menn eins og Guðmundur H. Garðarsson að með því að setja Framsóknarflokk- inn til hliðar megi hreinsa til í íslensku stjórnmála- og atvinnulífi og þá muni ís- lendingar njóta „sannra verðmæta" um ókomna framtíð. Ýmsum samflokks- mönnum Guðmundar H. í Sjálfstæðisflokknum varð reyndar ekkert um þetta of- stækistal, enda sáu flestir að þetta var öfundarhjal vegna velgengni sölufyrir- tækis Sambandsins á fiskaf- urðum í Bandaríkjunum, en átti ekkert skylt við land- búnaðarmál, samvinnu- Eyjóljur Konráð ogfélagar hreyfinguna eða Framsókn- arflokkinn. Hallgrímur Sveinsson, skólastjóri að Hrafnseyri, gerir þessi mál að umræðu- efni í grein í Mogganum, sem ber yfirskriftina „Nokkrar línur úr sveitinni til Eyjólfs Konráðs og fé- laga". Hann varpar þar fram nokkrum spurningum, sem rétt þykir að koma á framfæri og vekja athygli á. Hallgrímur segir fyrst: „Á málflutningi ykkar er helst að skilja að íslenskir bændur séu ánauðugir þrælar, líkt og kollegar þeirra á tímum Katrínar miklu Rússakeisara, sællar minningar. Hvernig má það vera að þessir aumingja menn, íslenskir bændur, hafa byggt upp býli sín svo, að líklega má telja með fá- dæmum í menningarlönd- um? Þetta sjá allir sem út í sveitirnar aka. Er ykkur kunnugt um að líklega eru íslensk bænda- býli einhver þau vélvædd- ustu í heimi? Er ykkur kunnugt um að bændur hafa fengið óverð- tryggð lán svo nemur millj- örðum króna undanfarin verðbólguár, hjá sölufé- lögum sínum, til þess m.a. að standa undir þessari uppbyggingu allri saman? Er ykkur kunnugt um að líklega hafa bændur sjálfir meirihluta í stjómum 90% kaupfélaga, samvinnufé- laga og vinnslustöðva land- búnaðarins á íslandi? Hvar á að taka fjármagn til að greiða bændum, þó einkanlega sauðfjárbænd- um, út í hönd sama dag og þeir leggja dilkana inn? A að taka þetta úr ríkissjóði eða þykir mönnum ékki nóg vegið í þann knérunn?" Hallgrímur Sveinsson segir síðan að til lítils sé að hrópa sífellt úlfur, úlfur, því þegar hann birtist loks í sinni sauðargæru, þá taki enginn mark á hrópandan- um. Lokaorð hans eru þessi: „Þessi úlfur ykkar mun ekki birtast undan sauðar- gæru Sambandsins. Svo mikið er alveg víst. Hann mun vera einhvers staðar annars staðar í þjóðfélag- inu og þar liggur einka- framtakið undir grun, engu síður en aðrir." Reynir Antonsson skrifar Vístmun allt fertugum fœrt Það er haldið upp á ýmis afmæli þessa dagana. Á einum og sama deg- inum var þess til að mynda minnst að fjögur hundruð ár eru frá því Guð- brandsbiblía var prentuð, og að fjörutíu ár voru liðin frá innrásinni í Normandie. Bæði þessi afmæli eiga það sameiginlegt, þótt ólík séu, að tengjast frelsinu með einum eða öðrum hætti. Sjálfsagt hefur Guð- brand karlinn Hólabiskup ekki órað fyrir því að með útgáfustarfsemi sinni myndi hann bjarga íslensku þjóðerni og tungu svo ákafur sem hann annars var að troða upp á þjóð- ina hvaða fáránleika sem var úr Danaveldi sbr. Stóradóm, eina þá vitlausustu löggjöf sem saman hefur verið sett á norðurhveli jarðar, en þessi annars gáfaði maður gekk fram í því með ótrúlegu ofstæki að fá lög- leidda. Og hvað varðar innrás bandamanna í Normandie, þá blandast engum hugur um það að hún markaði upphafið að hruni nas- ismans. Því miður verður það að segjast að ekki finnst manni hinir listahátíðarsjúku ríkisfjölmiðlar okk- ar hafa gert þessum afmælum þau skil sem skyldi eða reynt að setja þessa atburði í samhengi við nútím- ann. Lýðveldi og hallœrisprinsar Þá er komið að því afmælinu sem flestum íslendingum er sjálfsagt efst í huga. Um þessar mundir eru nefni- lega liðin fjörutíu ár frá því þjóðin kom saman á sínum helgasta stað í ausandi rigningu til að lýsa yfir stofn- un lýðveldis. Þetta gerðist réttum tíu dögum eftir fyrrnefnda innrás. Heimurinn var allur upptekinn af því að kljást við uppgjafaliðþjálfa og róna einn úr Austurríki og fylgi- sveina hans og mátti ekkert vera að því að hugsa um það hvort nokkrar hræður einhvers staðar norður í Dumbshafi norpuðu saman í rign- ingu við að stofna lýðveldi. Um það má endalaust deila hvort það hafi verið réttiætanlegt eins og málum var háttað að fara að lýsa yfir lýðveldisstofnun þennan rigningar- dag í júní. Vera má að einhverjum Dönum hafi sárnað að skilnaðurinn skyldi verða með þessum hætti, en sjálfsagt hefur nú danski meðaljón- inn eða meðalpederseninn haft um annað að hugsa en athafnir fólks í einni af fyrrverandi hjálendum sínum. Það má vera að réttara hafi verið að bíða frelsunar Danmerkur eins og lögskilnaðarmennirnir vildu. En hafi það hins vegar verið ætlun hinna „opinberu" Dana að pranga upp á okkur hallærisprinsi sínum við skilnaðinn vegna þess að hann þótti ekki hæfur í heimalandinu verður að segjast að það var engin ástæða til að bíða. Gengið til góðs? Hér skal ekki farið út í þá sálma að gera einhverja úttekt á sögu þjóðar- innar í þessi fjörutíu ár. Til þess verða víst nógir að tíunda allar fram- farirnar sem óneitanlega hafa orðið í landinu. íslendingum hefur einhvern veginn tekist að byggja upp velferð- arþjóðfélag í þessu harðbýla landi, enda raunar ekki vansalaust ef satt er að við séum sjötta ríkasta þjóð í heimi. Og okkur hefur að minnsta kosti fram að þessu tekist að koma í veg fyrir að fjallavötnin okkar fagur- bláu hafi breyst í mórauða drullu- polla, eins og hin bláa Dóná Strauss hefur gert. En við höfum líka afrek- að það að reka atvinnuvegi okkar með aðstoð allsérstæðrar orkulindar sem verðbólga er nefnd og við þá orkulind mun sjálfsagt verða notast um nokkra framtíð enn ef maður þekkir pólitíkst hugrekki þjóðarinn- ar rétt ... Þá má nefna það afrek okkar að pólitísk spilling er sennilega meiri á íslandi en í flestum ríkjum sem kenna sig við lýðræði, og þarf jafnvel ekki að grípa til hinnar vin- sælu höfðatölureglu í því sambandi. Það hlýtur því ávallt að verða nokkurt álitamál hvort við höfum gengið til góðs þessi fjörutíu ár. Margt hefur óneitanlega áunnist, en það er líka margt óunnið í okkar nánast ónumda landi. Við búum svo vel að eiga fagurt og gjöfult land en ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að það verði jafnvel enn fegurra og gjöfulla að öðrum fjörutíu árum liðn- um ef rétt er á málum haldið. Jafnrétti og nýsköpun Eitt brýnasta verkefnið sem fyrir ís- lensku þjóðinni liggur er að auka jafnrétti þegnanna. Það er til hábor- innar skammar fyrir sjöttu ríkustu þjóð á jarðarkringlunni að til skuli vera dágóður fjöldi manna sem hefur efni á að kaupa sér Rollsa, sambæri- lega við drossíur arabískra olíufursta eða bresks kóngafólks meðan aðrir þegnar þessa lands lifa margir hverjir á mörkum mannsæmandi lífs, eða skrimta jafnvel innan þeirra marka . . . Þá er brýnt að auka jafn- rétti milli kynja, auka rétt fatlaðra og allra þeirra sem við skarðan hlut búa. Alsystir jafnréttisins er valddreif- ingin. Nauðsynleg forsenda þeirrar nýsköpunar sem svo mikið er talað um þessa dagana er sú að valdinu verði dreift frá ráðuneytunum og embættismönnum í Reykjavík út til fólksins. Ráðuneyti ættu fyrst og fremst að þjóna þeim tilgangi að marka heildarstefnu í þjóðmálum, en ekki að vera fyrirgreiðslustofnanir fyrir vini og vandamenn ráðherranna. Óþarft ætti að vera að menn þurfi að hlaupa jafnvel þvert yfir landið til þess eins að ganga frá vínveitinga- leyfi fyrir veitingastað eða sérleyfi til hópferðaaksturs á einhverju land- svæði. Þá þyrfti að gefa fleirum kost á að koma fram með hugmyndir og axla ábyrgð til dæmis með því að gefa fleirum kost á því að sitja í opin- berum nefndum. Þetta mætti gera með því að setja lög er banna for- stöðumönnum og háttsettum starfs- mönnum ríkisfyrirtækja og stofnana svo og stórra einkafyrirtækja nefnda- setur á vegum hins opinbera. Varð- andi nýsköpun þá verða menn að hafa það hugfast að hún þarf ekki endilega að fela það í sér að einu stykki álveri sé plantað niður við hvern fjörð og hverja vík, stundum án tillits til staðhátta. Sem betur fer þá á þjóðin ýmis önnur tækifæri. Svo dæmi sé tekið þá getum við nefnt að við Eyjafjörð má koma á fót menn- ingarmiðstöð og skólabæ fyrir allt landið, auk blómlegs neysluvöruiðn- aðar að ógleymdri líftækninni og raf- eindaiðnaðinum sem svo oft er nefndur. Á fertugsafmæli lýðveldisins stendur ísland á tímamótum. Veiði- öld er lokið, þó svo við eigum von- andi eftir að draga margan golþorsk- inn að landi handa sveltandi heimi. Hvað við tekur getur framtfðin ein skorið úr um, en ef við berum gæfu til þess að gera landíð okkar að öðru og meiru en láglaunasvæði fyrir er- lenda auðhringi, þá er enginn vafi á því að framtíðin verður björt. Þá mun sannast á hinu unga íslenska lýðveldi að allt geti vel verið fer- tugum fært. Reynir Antonsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.