Dagur - 22.06.1984, Side 6

Dagur - 22.06.1984, Side 6
6 - DAGUR - 22. júní 1984 Umsjón: Úlfar Hauksson Við ókum verstu vegarspotta sem við fundum og allt kom fyrir ekki. Það var næstum ómögulegt að finna ójöfnur sem fjöðrunin réði ekki við og óþægilegar hreyfingar eða högg finnast varla í þessum bíl nema í mesta lagi einu sinni á ári! Þó mýktin hafi stundum sína fylgikvilla þá finnast þeir varla hér, en þó var ekki alveg frítt við ,að afturásinn dansaði ofurlítið í beygjum á mjög ósléttum vegi. Aksturseiginleikar eru annars mjög góðir, bíllinn afar stöðugur, undirstýrður í flestum tilfellum, nema ef tekst að köma afturásn- um til að skoppa svolítið eins og áður sagði. Stýrið er mátulega létt og nákvæmt og bremsurnar prýðilegar með mjög léttu ástigi. Gildir það raunar um bílinn í heild að hann er mjög léttur í akstri enda næstum allt aflknúið með einum eða öðrum hætti. Þar við bætist að Nissan Cedric er einn hljóðlátasti bíll sem við höfum ekið og ekki hvað síst á malarvegi. Nissan Cedric 280 SGL er lúx- usfarartæki, á því er ekki nokkur vafi. Verðið er að sönnu nokkuð hátt en hér virðast meiri kostir í boði en bíllinn ber með sér í fljótu bragði svo e.t.v. koma fleiri eintök til landsins en sá númer 18. Númer 18 Nú á dögunum gafst tœkifæri til að grípa í nýjan japanskan glœsivagn frá Nissan. Bíllinn heitir Nissan Cedric 280 SGL og var eintakið sem við ókum númer 18 í framleiðsluserí- unni. Ég minnist þess að hafa ferðast með Datsun 220 C bílum sem voru notaðir sem leigubílar í Reykjavík fyrir svona 7-8 árum. Það þóttu mér vægast sagt hroða- leg ökutæki og einkum er mér minnisstæður svipur ökumanna sem börðust við stýrið og smell- irnir í stefnuljósarofanum þegar stýrinu var snúið. Næstum jafn- ógleymanleg eru aftursætin sem voru eiginlega ekkert nema bakið svo og afturhásingin sem hringl- aði og skrölti undir bílnum líkt og hún héngi í tveim vírstroffum sem gleymst hefði að strekkja. Nissan Cedric á ekkert sameig- inlegt með þessum fyrirrennurum sínum nema framleiðslulandið. Bíllinn er stór og virðulegur en þó látlaus í útliti, minnir að nokkru leyti á annan japanskan bíl, Toyota Crown. Allur frá- gangur að utan er góður og bíll- inn ber með sér að þar fer einn af meiri „höfðingjum“ frá Japan. Bíllinn sem við ókum var leigu- bifreið af höfuðborgarsvæðinu og ég verð að segja að það væsir ekki um farþegana í þessu farar- tæki. Öll innrétting er hin glæsi- legasta og með öllu á japanska vísu. Plussæti, loftræsti-hitunar- og kælikerfi, útvarp/segulband, rafdrifnar rúður og útispeglar o.fl. o.fl. Plássið er nægilegt enda bíllinn stór og sætin mjög góð. Sérlega vel fór þó um mann í aftursætinu. Akstursstelling er mjög góð og öll stjórntæki stað- sett á viðunandi hátt. Útsýni er gott. Farangursgeymslan er stór og djúp en hár kantur að aftan - Nissan Cedric veldur því að erfiðara er að hlaða og losa hana en ella. Vélin er 6 strokka dísel, 2,8 1 og 91 hö. Hún er hljóðlát en auk þess er bíllinn afar vel hljóðeinangraður svo lítið heyrist í vélinni og snún- ingshraðamælirinn er því næstum nauðsynlegur til að sýna hvort bíllinn er í gangi eða ekki. Vélin er nokkuð seig en ekki verulega kraftmikil fyrr en hún er farin að snúast nokkuð (3000 sn/mín). 280 Bíllinn virðist þó aldrei aflvana. Það sem vekur þó fyrst og fremst athygli er fjöðrun bílsins. Undir- ritaður er ekki í hópi aðdáenda mjög mjúkrar fjöðrunar en eftir akstur í þessum bíl er ég alvar- lega að hugsa um að ganga í þann hóp. Hér er um að ræða sérlega mjúka fjöðrun sem virðist þó ekki bitna á aksturseiginleikun- um og þar við bætist að undir- vagninn er ótrúlega hljóðlátur. Gerð: Nissan Cedric 280 SGL, 5 manna, 4ra dyra fólksbíil. Vél: 6 strukka diselvél, vatnskæld, yfir- liggjandi knastás, slagrými 2.792 cm'. (bnrvídd 84,5 inm, slagl. 83 mm) þjöppun 22:1, 91 hestafl (JIS) (67 kw) við 4400 sn/mín, snúningsvægi 17,3 mkp (170 Nm) við 2400 sn/mín. Undirvagn: Sjálfstæð fjöðrun að framan með sambyggðum gormi og dempara (MCPherson), jafnvægisstöng, lieill afturás, með 4 örmum Pan- hard stöng, gormum og dempur- um, jafnvægisstöng, diskabremsur á öllum hjólum, 5 gíra gírkassi, drifhlutfall: 4,11:1, handbremsa á afturhjólum, eldsneytisgeymir 72 lítr., hjólbarðar 185 SR 14 eða 195/70 HR 14. Mál og þyngd: Lengd 4,69 m, breidd 1,69 m, hæð 1,425 m, hjólahaf 2,73 m, fríhæð 17 cm, þyngd u.þ.b. 1400 kg. Hámarkshraði u.þ.b. 140 km/klst. (uppg. af framleiðanda) og eyðsla við blandaöan akstur 8-12 lítrar á hundraðið. Innflytjandi: Ingvar Helgason hf. Umboð: Bifreiðaverkstæöi Sigurðar Valde- marssonar Akurcyri. Verð: U.þ.b. 720 þúsund. Parna er hann, segir eigandinn og bendir. Já, þarna, tek ég undir og rétt grilli í lítinn topp. Við hröðum okk- ur þvíþað er kalt úti og eftir andartak sitjum við í bílnum og ökum rólega eftir veginum. Vélin malar eins og • ég þrýstist aftur í sœtið stór köttur og virðist til í allt. Og þá kemur það. Eigandinn stígur fast á bensínið og köttur- inn hættir að mala, ég þrýstist aftur í sætið. Skipt í annan gír og sama vinnslan heldur áfram. í þriðja og fjórða gír er enn sami þrýstingur á sætisbakinu! Bíllinn æðir áfram, stöðugur eins og lest á spori. Ég hafði alltaf heyrt að þessir bílar væru svolítið óstöð- ugir og jafnvel varasamir við sér- stakar aðstæður. Það er hins veg- ar ekki að finna. Eftir nokkurn spöl snúum við til baka og ég sest undir stýri. Öll stjórntækin eru stíf án þess þó að vera beinlínis þung og gefa til kynna að þau séu ekki um það bil að detta úr sambandi. Ég ek af stað. Aftur vex þrýstingurinn á sætisbökin. Bíllinn svarar bens- íngjöfinni á ótrúlegan hátt. Öll orka vélarinnar breytist umsvifa- laust í hreyfingu. Hér er ekkert spól eða hik, allir hlutir gerast á mjög ákveðinn og ótvíræðan hátt. Stýrið er mjög nákvæmt og það er hægt að staðsetja bílinn upp á sentimetra þar sem maður vill hafa hann á götunni. Fjöðrunin er rrijög stíf, ekki óþægileg, held- ur traustvekjandi eins og allt ann- að í þessum bíl. Ég er ekki jafn- oki eigandans í akstrinum, en kemst þó að því að það er jafn auðvelt að aka þessum bíl hægt og hratt. Ef aksturseiginleikar og við- bragð eru tilkomumikil þá er ekki síður tilkomumikið hvernig hægt er að stöðva þetta áhald. Bremsurnar eru þær virkustu sem ég hef stigið á. Ég renni aftur að ' bílastæðinu, brölti út og horfi á eftir eigandanum aka af stað. Stafirnir aftan á vélarhlífinni hafa alltaf haft einhverja sérstaka töfra - PORSCHE 911 E -. Það er örugglega ekki alveg jafnkalt núna og áðan.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.