Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 7
22.júnM984-DAGUR-7 Oliver Kentish. ,J3efcúltafheirn- þrá í Londorí' - segir Lundúnabúinn, sellóleikarinn og þjónninn í Laxdalshúsi, Oliver Kentish - Góðan daginn, erþetta OIi- verKentish? „Já það er hann." - Ég heiti Gylfí Kristjánsson og er blaðamaður á Degi. „Já góðan dag." - Mér er sagt að þú sért spil- andiþjónn í Laxdalshúsi, erþað rétt? „Já, það má segja það, ég spila á selló." - Hvaðan kemurþú? „Ég er Breti frá London, og er fæddur þar og uppalinn." - Hvað rak þig til íslands? „J?að að fara að spila með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Ég spil- aði með henni í eitt ár í Reykja- vík en kom svo til Akureyrar 1978 og hef verið hér síðan. Ég hef verið að kenna hérna tónlist, kennt á selló og píanó og stjórn- að og þess háttar." - Ert þú giftur hérna? „Ég er trúlofaður, er í sambúð." - Og hvernig kannt þú við „Bara vel." - Og ekkert á leiðinni heim? „Nei, ég er sestur að hérna, ætli það ekki." - Það er víst fátt líkt með Akureyri og London ? „Já, það er tvennt ólíkt, svo ólíkt að það er ekki hægt að bera það saman." - íslendingar tala mikið um það þegar þeir dvelja erlendis í einhvern tíma að þeir þjáist af heimþrá. Kvelur hún þig? „Það er rétt að ég hef heim- þrá. Þegar ég fer til London langar mig svo svakalega heim til Akureyrar aftur. Ég þrái ekki London." - Hvað hefur Akureyri sem London hefur ekki? „Ferskt loft, rólegheit og þar sem ég bý núna er mikið og gott útsýni til norðurs og suðurs." - Og tónlistarmaðurinn 01- iver Kentish er einnig þjónn í Laxdalshúsi." „Yes." - Og hvernig kannt þú við það? „Það er fínt en bara svo mikið að gera að maður hefur ekki tíma til að velta fyrir sér hvað maður heitir. Þetta er ansi skemmtilegt og gaman að sjá hvernig þetta hús hefur verið gert upp og glætt lífi. Mér finnst þetta mjög góð hugmynd og vona að hún takist sem best." - Þér líkar þjónsstarfið í Lax- dalshúsi vel, en vildir þú vera þjónn á skemmtistað eins og Sjallanum t.d.? „Nei, nei. Sjallinn er allt öðruvísi, allt fullt af fólki og ekkert eins persónulegt, önnur stemmning." - Og þið sem vinnið þjóns- störfin í Laxdalshúsi takið svo lagið fyrir gestina ? „Já, við gerðum það við opn- unina og meiningin er að reyna það oftar. En það er bara svo mikið að gera við þjónsstörfin um helgar að það gengur ekki. En það lagast ef til vill." - En ef það er lítið að gera við þjónustustörfin þýðir það ekki að það er ekki fólk tii að spila fyrir? „Einmitt, en þá spilum við bara fyrir okkur sjálf. En í al- vöru talað þá verður vonandi hægt að sameina þjónustuna og tónlistina fyrir gestina." - Mér dettur íhug vegna þess að þú kemur frá London hvort þú hafir ekki áhuga á knatt- spyrnu? „Nei, ekki að ræða það og ég veit að það er skrítið. Ég er alls ekki neinn brennandi áhugam- aður um knattspyrnu. Pó horfi ég stundum á leiki í beinni út- sendingu í sjónvarpinu en ekki á ensku knattspyrnuna að stað- aldri." - Og heldur því ekki með Arsenal eða Tottenham? „Nei. Foreldrar mínir búa rétt hjá heimavelli QPR, Loftus Road, svo maður þarf bara að fara varlega á laugardögum heima og haga sér á réttan hátt. Mér finnst það stundum and- styggilegt hvernig fólk hagar sér þegar enska knattspyrnan er annars vegar, alveg hryllingur. Þegar enskir knattspyrnuáhuga- menn fara til annarra landa er framkoma þeirra oft fyrir neðan allar hellur og mér líkar þetta ekki." - Og þú ætlar að taka vel á móti fólkinu sem kemur í Lax- dalshús, gefa því gott að borða ogspiía fyrirþað? „Já því lofa ég, og hver veit nema ég semji eitthvað fyrir fólkið líka, ég er alltaf að semja lög." - Þú vinnur líka í gestamót- tökunni á Hótel Varðborg? „Já ég er að æfa mig á ensk- unni, það má eiginlega segja að ég sé líka símastúlka þar." - Jæja Oliver Kentish, ég þakka þér kærlega fyrir spjailið. „Pakka þér sömuleiðis, bless." gk-. Hvít hreinlætistæki Sturtuklefar Sturtuhurðir og -hliðar Blöndunartæki og baðstólar J"kJ_IFtí>FI Sérverslun ¦ JU .£¦ Draupnisgötu 2 - Simi (96)22360 •m-m-m^ Akureyri Allt efni til pipulagna jafnan fyrirliggjandi. Bílasalan Bílakjör Frostagötu 3c, símar 21213 og 25356. Opið alla daga nema sunnudaga frá kl. 9-21. Reyníð viðskiptin. Daihatsu Charmant LE '82. Sk. á ódýrari. Daihatsu Runabout '83. Sk. á ódýrari. Daihatsu Runabout '80. Bein sala. Galant station '80. Sk. á ódýrari. Galant 2000 GLX '81. Sk. á ódýrari. Galant 200 GLX 79. Sk. á Volvo. Sapporo2000'81. Mazda 626 2000 '80. Sk. á minni bíl. Toyota Starlette '81. Aðeins bein sala. Toyota Cressida 78. Aðeins bein sala. Toyota Cressida '80. Aðeins bein sala. Toyota Corolla '80. Colt '80. Sk. á dýrari. Colt'81. Honda Prelude 79. Sk. á ódýrum jeppa. Honda Quintet '81. Bein sala. Honda Accord '81. Bein sala. Voivo 244 GL 79. Bein sala. Volvo DL 78. Bein sala. Volvo DL 78. Allt kemur til greina. Volvo DL 77. Sk. á t.d. Subaru. Volvo DL 76. Sk. á ódýrari. Jeppar: Toyota Hi-Lux bensín '80. Skipti aðeins á ódýrari. Datsun King KCP 5 manna '82. Skipti aðeins á ódýrari. Volvo Lapplander '81. Skipti á fólksbíl. Willy's með húsi. '66. Góðir greiðsluskilmálar. Willy's CJ 7 '81. Skipti á fólksbíl. Willy's Ranegade 79. Skipti á fólksbíl. Okkur vantar allar gerðir bíla á skrá. Iðjufélagar Orlofsferð Hin árlega orlofsferð Iðju verður farin um Strandasýslu og Snæfellsnes dagana 19.-25. júlí nk. Þátttaka tilkynnist fyrir 25. júní til skrifstofu Iðju, símar 23621 og 26621. Ferðanefnd. Aöalfundur Dagsprents hf. verður haldinn föstudaginn 29. júní 1984 kl. 15.00 í Strandgötu 31. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Teppahreinsun - Húsgagnahreinsun Hreingerningar með nýjjum og fullkomnum velum. Sérstök efni á ullarteppi og ullarklæði. Löng reynsla - vanirmenn. Sfmi 21719.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.