Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 22. júní 1984 ,,Ég er aðeins maður púls og puðs“ - Óli á Gunnarsstöðum í helgarviðtali Lesendur Dags þekkja Óla Halldórsson á Gunnarsstöðum mœta vel. Og það var ómögu- legt annað en að heimsœkja Ola, þegar tíðinda- menn Dags voru áferðinni í Þistilfirði í síðustu viku. Óli býr þar ásamt sambýliskonu sinni Hólmfríði Kristdórsdóttur og mótbýlingar þeirra eru Sigfús A. Jóhannsson og Sigríður Jóhannsdóttir og synir þeirra, þeir Jón og Ragnar. Þeir eru margir góðir fréttapistlarnir sem Óli hefur flutt Degi, og við byrjum á að rifja upp nokkra. Brœðrabúið „Það var einu sinni að Erlingur hringdi snemma morguns og spurði frétta," segir Óli. „En ég var varla kominn á fætur og segi við hann: Hvurn djöfulinn ertu að hringja svona snemma, ég er ekki búinn að éta grautinn og er ekki við mælandi. Og þetta kom allt í blaðinu. Og einhvern tíma spurði hann að því að haustlagi hvort búið væri að ganga allar göngur. Já, já, ég sagði að það væri búið. Hann spyi þá hvort heiðar væru hreinleitaðar. Já, þær eiga nú að vera það, segi ég, þó gæti nú leynst grátt lamb undir steini. Og þetta var fyrir- sögnin: Getur leynst grátt lamb undir steini. Eríingur var ansi naskur á það ef maður sagði eitthvað sniðugt, þá notaði hann það.“ Þá er það ætt og uppruni. Óli segist reyndar vera fæddur Langnesingur, fæddur á Ytra- Lóni á Langanesi og var þar í tvö ár. „Ég var tveggja ára þeg- ar ég kom hérna í Gunnars- staði. Síðan hef ég alltaf átt hér heima og verð 61 árs í surnar." - Hvenær tókstu hér við búi? „Það er nú ekki gott að skilgreina það. Ég hef búið frá því ég man eftir mér, því fyrst bjó ég barnabúi og var mjög áhugasamur um það og hygg að enginn strákur hafi búið eins stórum búskap og ég bjó. Það má segja að ’45 hafi ég farið að búa með föður mínum, tíu árum seinna kom bróðir minn, sem er tíu árum yngri en ég, inn í búskapinn og síðan höfum við búið hér félagsbú- skap, bræðurnir. Og meira að segja heitir það sérstöku nafni, Bræðrabúið." - Hefur þér alltaf líkað vel hér? „Mér hefur alltaf líkað vel hér. Að vísu hef ég unnið margt annað en búskap, ég var slátur- hússtjóri á Þórshöfn í 18 ár og í 8 ár var ég barnakennari. Mest náttúrlega hérna heima í sveit- inni, en líka á Reyðarfirði, aust- ur í Vopnafirði, við barnaskól- ann á Þórshöfn eitt ár, einnig á Langanesinu. Og ég hef kennt í heimavistarskólum, heima- gönguskólum, heimaksturs- skólum og farskóla. Það er mjög gaman að vera kennari og ákaflega þroskandi starf. Það lítið ég kann er það sem krakkarnir hafa'kennt mér - og kýrnar.“ Heimspeki „Kýrnar hafa kennt mér lífs- speki. Þær eru miklir heimspek- ingar, sætta mann vel við lífið, þær eru svo rólegar og kenna manni svo vel hvernig hafa á ánægju af lífinu. Kýr eru stór- kostlegar skepnur. Eitt það allra merkilegasta við þær er stéttaskiptingin úti í hjörðinni. Þar ræður forystukýrio. Það þýðir ekki að reyna að reka þær heim fyrr en hún er staðin á fætur. Kálfana ala þær svoleiðis upp að þeim dettur ekki í hug að troðast framar í röðina, þeir eru hraktir frá ef þeir reyna það. Krakkarnir eiga ekkert að vera að troða sér fram.“ - Hvað hafa forystukýr öðr- um kúm fremur? „Það er eitthvað í skapgerð- inni. Einu sinni fyrir löngu eign- aðist ég kvígu. Þegar ég kom með hana urðu hinar voðalega vondar við hana, vildu ekki sjá hana. Skömmu eftir að hún kom þá bar hún og gekk það dálítið illa. Venjulega gengur mikið á í fjósinu þegar kýr ber, allar fylgjast með. En þær lágu allar sallarólegar og varðaði ekki mikið um það þótt þessi vesalingur væri eitthvað að kveljast. Það var önnur kýr alveg stór- merkileg sem ég átti eitt sumar. Hún var vön því að vera ein þar sem ég fékk hana. Og það gekk svo fram af henni þegar ég lét kýrnar út, hvað þær gátu látið hálfvitalega! Og þegar ég var kominn með þær út að girðingu þá snéri hún við og ætlaði með mér heim, vildi ekki vera með þessum hálfvitum. Og hún var svo hneyksluð þegar þær voru að ryðjast á hana þegar þær voru að fara út. En svo tekur hún upp á andskoti merkilegu. Hún fer ekki af básnum fyrr en allar eru farnar út úr fjósinu og þá er hún róleg. Sömuleiðis þegar ég er að hýsa þær á kvöldin, þá strunsar hún heim um leið og ég opna hliðið, heim og á sinn bás. Það er engu lík- ara en að hún gæti ályktað, ef ég fer ekki fyrr en þær eru allar farnar þá hrinda þær mér ekki og ef ég hef mig á básinn minn áður en þær fara að ryðjast um, þá hrinda þær mér ekki.“ - Heldurðu að þú hafir lært þína lífsspeki af kúnum? „Já. Þetta að láta mér líða vel. Eiginlega hafa kýrnar kennt mér þá lífsskoðun að er ágætt að skoða það sem liðið er og draga lærdóm af því, en því verður ekki breytt. Sömu- leiðis er gott að horfa til fram- tíðarinnar og búa sig undir það sem kemur, en við ráðum ákaf- lega litlu um það sem framund- an er. En mínútan sem er að líða, hana áttu. Hún er það eina sem við eigum og hana verðum við að nota vel.“ Náttúrubam - Hefur þér tekist að nota þær mínútur sem þú hefur átt? „Furðulega. Og miklu betur eftir að ég gerði mér grein fyrir því hversu mikils virði þær eru.“ - Hefur aldrei hvarflað að þér að flytja í kaupstað? „Nei. Ég er svo mikið nátt- úrubarn. Eg þarf að vera einn með sjálfum mér. Þess vegna á búskapurinn vel við mig. Og erfiðisvinna er mér ákafleg nautn. Ég lét einhvern tíma hafa eftir mér að ég væri með þeim ósköpum fæddur - og von- aði að ég dæi með þeim - að ég hefði aldrei komið í verk nema litlu broti af því sem ég vil gera. Því mig langar ekkert til að lifa lengur þegar ég sé ekki verkefni framundan. Þó er ég þannig að ég gæti hugsað mér að vinna hvað sem er. Og ég hef aldrei efast um - og þetta er þingeyskt mont - að ég geti það sem aðrir geta. Ég sagði einhvern tíma við vin minn Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra, að mér þætti skemmtilegast að vera bóndi, en ég gæti komið úr skítverki, kafdrullugur, þvegið mér, haft fataskipti, gengið með ráðherrum og það skal enginn þekkja hver er bóndinn úr skít- verkinu og hver er ráðherrann. Mér líður vel þegar ég er al- veg uppgefinn og rétt get dregið mig inn. Þá líður mér vel. Og þannig útrás fær maður ekki til dæmis við kennslu, maður kennir ekki af kröftum. Kennsla er gott starf, en ægilegt ábyrgðarstarf. Og mér líkar nú ekki stefnan. Ég frétti það í vet- ur að í Stóru-Tjarnaskóla var það refsing að krakkar sem brutu af sér voru sendir heim í hálfan mánuð. Þetta efast ég um að sé rétt stefna, ég myndi gera flest áður en ég reyndi þetta.“ Ólátabelgir „Og ég fór að hugsa um þá reynslu sem ég hef af strákum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.