Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 9
22.júní1984-DAGUR-9 sem voru óþægir í skóla. Oft á tíðum eru þetta bestu manns- efnin. Þegar ég kenndi á Vopnafirði voru þar fimm tólf ára strákar sem gengið hafði voðalega illa með veturinn áður. Strax fyrsta daginn tek ég eftir því að það er mikill órói í frímínútum. Ég fer fram á gang og fer að leika við krakkana, alls konar aflraunir, jafnhatta þeim tveimur í einu - jú, jú, þetta gengur ágætlega. Svo erum við að leika kött og mús á ganginum og músin er Pálmi Gunnarsson, núna poppsöngv- ari - ég var fyrsti maðurinn sem sendi hann upp á svið - og þess- ir fimm strákar standa innst í ganginum og voru ekki með. Einn þeirra var svona eins og foringi, óskaplega stór, voða- lega langur og ófríður greyið. Pálmi lendir þarna inn til þeirra og sá stóri grípur í hann og snyr upp á handlegginn á honum. Eg stekk á strákinn, tek hann á loft, hristi hann og orga eitt- hvað - ég man ekkert hvað ég sagði. Læt hann niður og fer svo að kenna eins og ekkert hafi í skorist. Svo fer ég seinna að kenna strákunum smíðar. Þegar við erum að byrja veljum við smíð- isgripi og ég segi við strákinn, þú verður að smíða eitthvað myndarlegt, þú ert svo stór maður. Svo förum við eitthvað að tala saman og þá kemur upp að hann sefur í stofunni heima hjá sér og það er heldur þröngt, margir krakkar, og alltaf verið vandræði með að geyma rúm- fötin. En þarna eru teikningar af rúmfataskáp, og ég segi við strákinn: Smíðaðu rúmfata- skáp. Og strákur er til í það. Svo efna ég niður í grind í skáp- inn og fæ strák, og um leið og hann byrjar að smíða sé ég að hann er smiður. Bæði höndin lagin og augað líka. Svo er það nokkru seinna þegar þeir eru að fara úr tíma, að ég segi við strákinn: Jæja, nú eru allar þvingur lausar og við skulum nota tækifærið og líma saman grindina þína. Svo fer ég að bera þetta saman og bera vinkil og hallamál á þetta og það þarf hvergi nokkurs staðar að breyta. Ég hæli honum svoleiðis eins og ég mögulega get. Þá allt í einu hallar hann sér að mér, tekur í handlegginn á mér og byrjar að gráta með þessu ægi- legu táraflóði. Og ég náttúrlega varð alveg að aumingja. Fékk mér sæti og réri með hann eins og lítið barn og fór að tala yið hann. Þá kemur það upp að hann hafði aldrei fengið viður- kenningu á ævinni. Hann hafði alltaf verið ólátabelgur, alltaf skammaður heima og þegar hann kom út á götuna var hann skammaður af því að hann var svo ljótur. Og út úr þessu sam- tali hafðist það að hann kom til mín á hverju kvöldi svona mán- aðartíma - hann var náttúrlega langt á eftir í náminu, greyið - og ég kom honum samhliða hin- um krökkunum. Svo um vetur- inn héldum við skólaskemmtun, náttúrlega, en hann hafði aldrei komið nálægt því. En hann smíðaði þarna alveg sviðið fyrir okkur, því hann var svo laginn og afskaplega duglegur. Hann hafði sig í Stýrimanna- skólann, lauk skipstjóraprófi og er orðinn útgerðarmaður núna. Og þegar við hittumst, þegar hann sér mig - þiðnar þetta stóra, ljóta andlit'allt. Ég verð svoleiðis innan um mig að ég veit ekki hvað ég á að gera. En ég hef alltaf á tilfinningunni að ég hafi unnið fyrir kaupinu mínu þegar ég hristi hann, grey- ið atarna! En ég er hræddur um að það hefði ekki haft mikil áhrif á hann að vera rekinn burtu í hálfan mánuð." Skólakerfið „Það er það sem vantar í skóla- kerfið, það eru allt of lítil tengsl milli nemenda og kennara. Og að fara út í það að svokallaðir fagkennarar kenna aðeins eitt fag þannig að það eru 6,7 eða 8 kennarar með bekkinn, þá get- ur ekki myndast persónulegt samband milli nemenda og kennara. Og það er alls ekki gert ráð fyrir því í fræðslukerf- inu að skólinn geri nemandann að manni. Eftir að mæður fóru að vinna úti og börnin eru meira lausari, er ennþá meira sem ríður á því að skólinn sé upp- alandinn. Og ég sagði oft við krakkana þegar ég var kennari, það er ekki besti kennarinn sem treður mestu í ykkur. En ef þið eruð svo heppin að lenda hjá kennara sem getur kennt ykkur að nema - það er kennari. Því námsefnið liggur alls staðar fyrir. Það er ákaflega hæpið að hægt sé á einhverri skrifstofu, mér er sama hvort hún er í Reykjavík, London eða Tokyo, að ákveða hvað á að kenna. Ég sagði oft við krakk- ana, hugsum okkur að allur þekkingarforði heimsins sé ein stór kaka, það gæti enginn étið hana alla - hann dæi af því. Og hvernig er hægt að einhver ákveði það hvaða sneið þú átt að éta? Það á að kenna þér átið á kökunni og étt þú svo það sem þú vilt. Það er náttúrlega illt að meta hvað er gott og hvað illt. Það er afstætt. En eitt það mikilvægasta sem þarf að kenna krökkum, er að þekkja skil góðs og ills. Við þroskaðri krakka hef ég stundum tekið dæmið úr Biblíunni, hvað var það sem Eva gerði þegar hún gaf Adam eplið? Jú, okkur er sagt að það hafi verið synd. En ég held að það sem gerðist hafi verið það að hún kenndi honum að hugsa. Því að eftir að hann át eplið vissi hann skil góðs og ills." - Þú minnist á Adam og Evu, ertu trúaður? „Á minn hátt, já já. Ég trúi ekki öllu sem mér er sagt, ég trúi Biblíunni ekki bókstaflega. Ég trúi á Krist, en ég trúi því ekki að hann hafi verið fæddur á einhvern yfirnáttúrlegan hátt og mig skiptir engu máli hvort hann var eingetinn eða hvort hann var ástandsbarn, sem mér þykir miklu líklegra - að hann hafi verið sonur Rómverja. Af- burðaeinstaklingur kemur oft fram þegar ólík kyn sameinast. Maðurinn Jesús Kristur var til og kénningar hans, hvernig sem hann var til kominn." Vísnaþáttur Það er ekki hægt að spjalla við Óla á Gunnarsstöðum án þess að kveðskapur sé til umræðu. Óli er landskunnur hagyrðing- ur, og ég krafði hann um vísur. „Hún hefur birst víða, vísa sem ég gerði þegar þeir breyttu stafsetningunni. Þá var það Magnús Torfi sem gaf út þá reglugerð, í vinstristjórninni. En einmitt á þeim vinstristjórn- arárum var mikið um vegagerð. Lagður nýr og góður vegur hérna í sveitinni. Ég var að koma einhvers staðar austan úr sveit og var með útvarpið opið og heyrði tilkynningu um að hætta skuli að skrifa stóran staf, til dæmis í heitum sveita. Þetta líkaði mér ekki of vel og datt þetta í hug: Vinstristjórnar verkin lifa vegi betri hún oss gaf. Pó er hart að þurfa að skrifa þingeyingur með litlum staf. Og svo var ég búinn að sitja 20 ár í hreppsnefnd, þegar ég lendi inn '78 á hlutkesti. Og þegar fráfarandi oddyiti boðar mig á hreppsnefndarfund, segir hann mér þetta, að ég hafi kom- ist inn á hlutkesti. Eg segi við hann: Nú jæja, svo að það er guðs vilji að maður sitji næsta kjörtímabil. Og þá gerði ég þessa vísu: Ég er aðeins maður púls og puðs og prýði naumast sveitir fyrirmanna. En sit í hreppsnefnd samkvæmt vilja guðs en svo er ekki um alla mína granna. Einhvern fíma hafði ég þessa vísu yfir fyrir Hjört á Tjörn og hann sagði: Ja, það þori ég að fullyrða að ég hef aldrei heyrt þetta orð í eignarfalli: Puðs. Svö þegar kjörtímabilið var liðið baðst ég undan endurkosn- ingu, þá voru allir að hætta og mér fannst best að ég færi líka. Á heimleiðinni gerði ég þessa: Þó hann sýnist í fullu fjöri förlar honum eins og gengur. Biðst nú undan endurkjöri ekki treystir guði lengur. Óli á margar vísur og væri hægt að fylla margar opnur með þeim. En engar segist hann skrifa niður, man þær allar. Mér finnst hún góð þessi, og vel við hæfi að reka með henni enda- punkt: Við bóndans iðju er ég sáttur eðlis finn þar grunninn. Þó er í mér aukaþáttur en með hnökrum spunninn. Texti og myndir: Kristján G. Arngrímsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.