Dagur - 22.06.1984, Page 10

Dagur - 22.06.1984, Page 10
10- DAGUR - 22. júní 1984 Erlingur Siguröarson: ,JSvörum svoíc — Gísla Sigurgeirssyni svaraö Gísli minn góður! Þú skrifar sérkennilega grein í blaðið þitt á föstudaginn var, eft- ir að hafa verið á fundinum góða í Freyvangi. Tilgangur þinn með þessari grein virðist vera að gera tortryggilega þá fundi sem starfs- hópurinn gegn álveri stendur fyr- ir í byggðum Eyjafjarðar um þessar mundir. Þó að þú skrifir þetta undir fyrirsögninni „mín meining" hef- ur þú yfirburðastöðu sem hinn hlutlægi, rannsakandi blaðamað- ur, enda á fundinum sem slíkur og skrifaðir fréttafrásögnina þaðan. En þú ert titlaður „rit- stjórnarfulltrúi“ Dags, og þegar fundurinn var og greinin er skrif- uð varst þú starfandi ritstjóri blaðsins í fjarveru Hermanns Sveinbjörnssonar. Það er því hætt við að margir álykti sem svo að grein þín beri afstöðu blaðsins í þessu máli vitni og verði tengd ritstjórnarstefnu þess. Enda er slíkt kannski ekki að furða sé þcss t.d. gætt að í þetta sama blað skrifar þú forystugreinina um sama efni, og er ekki eðlilegt að álykta sem svo að Gísli á bls. 4 sé sami Gísli og á bls. 12 og sá sami og leggur línuna á ritstjórn blaðsins þessa daga? Gamla kommagrýlan Þú hefur sem sagt yfirburðastöðu í öllum umræðum og frásögnum sem ritstjórnarfulltrúi Dags, en átt þó jafnframt á hættu að sú staða þín valdi því að margir geri ekki greinarmun á skoðunum þínum og ritstjórnarstefnu blaðsins, sé einhver munur þar á. Gegn þessari sterku stöðu þinni í fjölmiðluninni teflir þú minni lítilfjörlegu persónu í grein þinni, og reynir hennar vegna að gera tortryggilegar allar efasemd- arraddir um ágæti álvers. Þú seg- ist „hafa grun um að kveikjan að þessum hópi sé komin frá Al- þýðubandalagjnu um Erling Sig- urðarson . . .“ Hér reynir þú að slá á þá gamalkunnu strengi, að allt sé þetta helvítis kommunum að kenna, og brýnir fyrir mönnum að vara sig á fláttskap þeirra. Ekki skal ég afneita hlutdeild minni í þeirn starfshópi sem til fundarins boðaði, og gjarnan hefði ég viljað leggja þar meira af mörkum. En ég ætla ekki að reyna að hrifsa til mín heiðurinn af starfi hans, þar hafa svo miklu fleiri komið við sögu og unnið betur en ég. En það er lágkúru- legt, og lýsir fyrirlitningu á skoð- unum fólks og sjálfstæði, að bera samstarfsmönnum mínum eins og Gunnhildi Bragadóttur, Tryggva Gíslasyni og Brynjari Skarphéðinssyni, svo aðeins séu nefnd þau sem rituðu undir boðsbréfið, það á brýn að þau gangi í þessu máli erinda heirns- kommúnismans. Og þeir 17 ræðumenn sem lýstu í almennu umræðunum andstöðu sinni við álver eiga það ábyggilega ekki skilið af Degi að ritstjórnarfull- trúi blaðsins gefi það til kynna að þeir séu hlaupatíkur mínar og Alþýðubandalagsins. „Og ló frá víða“ Grein þín er býsna klókindalega stíluð og gæti sem best þjónað því hlutverki sem henni er líklega ætlað; - að fæla menn frá fundar- sókn og hræða þá til að skrifa ekki undir mótmælin gegn álver- inu, þar sem þetta sé allt saman frá kommunum komið. Þetta á við um þá sem ekki voru á fund- inum og treysta frásögn þinni, en um hana má hafa orð Njáluhöf- undar um Gunnar Lambason er hann sagði frá Njálsbrennu: „Um allar sagnir hallaði hann mjög til og ló frá víða.“ Ég býst hins veg- ar við að flestum sem voru á fundinum finnist greinin líkari því að afi hans Hérastubbs bak- ara, eða einhver af þeirri ætt hafi skrifað hana, eða hvað sagði ekki Mikki refur um hann? Það þjónar stíl þínum vel að byrja á því að ljúga upp á mig ummælum. Ég skal að vísu játa að ekki man ég orðaskipti okkar er ég heilsaði þér í Freyvangi ná- kvæmlega - átti heldur ekki von á að lesa um þau á prenti. En ég fullyrði að þú manst þau ekki betur, enda gættir þú ekki þeirrar sjálfsögðu reglu blaðamannsins að skrifa það strax niður sem þú ætlar að hafa orðrétt eftir. Én tvennt er það í setningunni: „Nú verða allir álversmenn í Önguls- staðahreppi slegnir kaldir,“ sem ég hef örugglega ekki tekið mér í munn. í fyrsta lagi kann ég ekki og nota því síður slettuna að „slá einhvern kaldan“, og í öðru lagi á ég ekkert sérstaklega sökótt við álversmenn í Öngulsstaðahreppi, og jafnvel þótt þeir reyndust vera nokkrir átti ég ekki von á því að hitta þá þetta kvöld. Viðbrögð sveitunga þinna þar og manna úr Hrafnagils- og Saurbæjarhreppi sem einnig voru boðaðir til þessa fundar, gáfu mér hins vegar til kynna, að slíkir væru næsta fá- séðir þar fremra. Og ég get ekki neitað því, Gísli, að mér finnst það nokkurt dramb að tala um sjálfan sig í fleirtölu, voru fleiri „slegnir kaldir“? En þessi ummæli eru aukaat- riði, þó að þau hafi því hlutverki að gegna að gefa til kynna hvílík- ur voðamaður hér sé á ferðinni, jafnvel þótt sagt sé að hann sé „besti drengur". En þú kannt regluna sem Moncton forsetaefni í Watergatesjónvarpsþáttunum gaf mönnum sínum um hvernig fást skyldi við andstæðinginn er hann sagði: „Látum hann neita einhverju." Hann vissi sem sé að það er erfitt að hreinsa sig af áburði sem fram hefur komið. En því hef ég orðlengt um það sem þú hefur eftir mér að þó að það skipti engu efnislega geta áhrif þess orðið nokkur. Þú vitnar einnig til „Harðar vinar þíns Garðarssonar“. Vonandi er rétt- ar eftir honum haft en mér, og það er rétt hjá þér að það er sterkara að vitna til ummæla hans en að skrifa það eftir sjálfum þér sem sömu meiningar væri. „Trúboð?“ Þú finnur að því að hópur frum- mælenda hafi ekki verið nógu breiður og segir: „Þeirra mál- flutningur var trúboð." Glósu- gangur þinn um erindi Finnboga Jónssonar ætti að dæma sig sjálfur, en því verður tæpast á móti mælt að hann lagði málin mjög hlutlægt fyrir, gerði grein fyrir spám um atvinnuþróun og álveri sem iðjukosti. Það eitt að halda ekki blinda lofræðu um ál- ver heitir hjá þér að Finnbogi „væri þegar búinn að gefa sér niðurstöðuna". Enn svívirðilegri eru glósur þínar um Þórodd Þóroddsson, sem leyfði sér að benda á að rannsóknir þyrftu að vera fjöl- þættari og víðtækari áður en af þeim yrðu dregnar ályktanir, og til þeirra mætti ekki spara. Það er nefnilega teygjanlegt hvað menn vilja láta sér nægja, og raddir um nauðsyn vandaðra vinnubragða eiga það ekki skilið að vera dæmdar úr leik með svívirði- legum aðdróttunum eins og þú lætur þér sæma um Þórodd. Bjarni Guðleifsson mælti gegn álveri af ýmsum ástæðum, og nefndi fjölmarga aðra girnilegri iðnaðarkosti, og Eiríkur í Arnar- felli talaði einarðlega gegn ál- vershugmyndum. En erindi þeirra Finnboga og Þórodds um atvinnuþróunina og rannsóknirn- ar voru hlutlæg erindi sérfræð- inga sem full þörf er á að fólk fái að heyra ekki síður en einhliða rök gegn álveri. En er rétt að saka „starfshóp gegn álveri" um að hann hampi ekki áköfum stór- iðjuáróðri anstæðinganna? Mað- ur skyldi ætla að þeir gætu rekið trúboð sitt sjálfir. Það hafa þeir þegar gert og eiga sér talsmenn víða og innhlaup í fjölmiðla. En þögnin vinnur þó kannski best með þeim, og það var tilgangur þessara funda að rjúfa hana, sem góðu heilli hefur tekist. í lýð- ræðisríki er upplýsingaskylda sjálfsögð og nauðsynlegt að gefa fólki þess kost að lýsa skoðunum sínum í ræðu og riti. Til móts við þessa lýðræðisskyldu höfum við komið, og við verðum ekki sökuð um að vilja ekki uppfræða lýð- inn. Það hafa hins vegar álfurst- arnir og handbendi þeirra enga löngun til að gera, heldur fara sínu fram án þess að spyrja og án þess að vilja hlusta. Undirskriftasöfnun Og þá verð ég enn að víkja að þínu hlutverki Gísli, en þér virð- ist sérlega umhugað um að reyna að drepa niður umræðuna og marka ég það þá af hinni lymsku- legu grein þinni sem ég hef nú verið að svara, og viðbrögðum þínum við skrifum Bjarna Guð- leifssonar í vetur. Þær raddir virðist þú ekki hrifinn af að fái að heyrast ■ án athugasemda. Ég vona hins vegar að ritstjóri Dags birti þessa grein án þess að ein- hverju verði aftan í hana hnýtt, eins og ritstjóra sæmir. Þú gerir töluvert úr því að til- lagan í Freyvangi hafi „aðeins" SpytjumfyL „Nú verda allir álvcrsmcnn i Ongulsstaöahrcppi slcgnir kaldir,** sagdi Erlingur Sig- urðarson þegar vid hittumst í upphafi fundar álversand- stædinga í Freyvangi á þriðjudagskvöldid. Prátt fyrir þad vard ég nú ekki var við neinn kulda frá Erlingi, enda er hann besti drengur, sem hefur sterka trú en ekki skoðun í álversmálinu. Umræddur fundur var auglýstur sem „upplýsinga- fundur vegna álvcrs við Eyjafjörð14, en fundarboð- endur voru starfshópur gegn álveri. Reyndin varð líka sú, að fremur var um „innræt- ingarfund“ að ræða en „upp- lýsingafund“. Frummælend- ur töluðu flestir gegn álveri samkvæmt sinni trú. Feirra málflutningur var trúboð. Raunar reyndi Finnbogi Jónsson að leggja málið fyrir fundarmenn með faglegum hætti, en það gerði hann cins og sönnum alþýðu- bandalagsmanni sæmir. Hann sagðist vilja skoða ál- verskostinn grannt og síðan taka ákvörðun að þcirri skoðun lokinni. Vonandi meinar Finnbogi þetta, en af orðum hans mátti samt marka, að hann væri þegar búinn að gefa sér niöur- stöðuna. Það hefur Þórodd- ur E. Þóroddsson, starfs- maður Náttúrugripasafns- ins, þegar gert og fer ckki dult með. Hann vinnur þó að rannsóknum á hugsan- legri mengunarhættu frá ál- veri. Veit ég raunar ekki til hvers hann er að eyða kröftum sínum í það starf, þar sem hann hefur þegar komist að niðurstöðu. Hann á ef til vill eftir að finna rök- in fyrir niðurstöðunni? „Bændur og búalið. Fræð- ist um álver við Eyjafjörð. Takið þátt í umræðum. Tak- ið afstöðu,“ sagði í fundar- boðinu. Þarna hefði átt að standa: „Bændur og búalið, komið í heilaþvott, berið fram vitnisburð og standið fast gegn álveri.“ Þctta heföi verið heiöarlegra orðalag. Hitt heitir að sigla undir fölsku flaggi og ég veit ekki hvort starfshópurinn gegn álveri siglir þannig vísvit- andi eða óvart. Ég hefncfni- lega grun um að kveikjan að þessum hópi sé komin frá Alþýðubandalaginu um Erl- ing Sigurðarson, þar sem það hafi þótt vænlegra til ár- angurs að láta „þverpólitísk grasrótarsamtök", eins og Tryggvi Gíslason orðaði það, færa boðskapinn á torg. Og fyrsti þáttur trú- boðsins tókst vel, sctn lýsir sér best í orðum Harðar vin- ar míns Garöarssonar í fundarlok: „Hefur þú nokk- urn tíma setið trúarsam- komu sem þessa minn?" Tryggvi Gíslason blákalt fram í útvarp að ailir fundarment verið samhuga í a unni gegn álveri. I Tryggvi eins vel og þctta er ekki rétt, et ályktun fundarins samþykkt með atk unt helmings fundari Eg hygg að hinn helr inn vilji bt'ða eftir stöðum rannsókna og svo. Pað ætla ég að gera, því m Erlingur Sigurðarson. verið samþykkt með 59 atkvæð- um - en gegn aðeins einu - á meira en 100 manna fundi. Ég hygg að því ráði þó einkum smá- ágreiningur sem upp kom um meðferð tillögunnar en það að aðrir hafi verið henni andvígir. Auk þess var klukkan nokkuð farin að ganga tvö þegar hún kom til atkvæða og sumir farnir af fundi. En þetta rökstyð ég með því að á fundinum var kynnt og fór af stað undirskriftasöfnunm, gegn álveri við Eyjafjörð og efn- islega samhljóða tillögunni. Frá því hefur þú ekki sagt í Degi, en ég skal upplýsa þig um að 89 manns höfðu skrifað undir í fundarlok, og hafa því kannski sumir talið að samþykki tillög- unnar væri tvíverknaður og ekki greitt atkvæði af þeim sökum. Frásögn af þessu hefði kannski átt heima í fréttinni af fundinum en af óskiljanlegum!? ástæðum birtist hún ekki, eða kannt þú einhverjar skýringar á því? Grein þína skil ég hins vegar sem að- vörun til fólks um að skrifa ekki undir þetta vonda plagg, þegar það kynni að birtast mönnum að óvörum. 200 störf eða 8.000? Ég ætla ekki að ræða efnislega við þig um röksemdir með og móti álveri hér og nú, enda gefur grein þín alls ekkert tilefni til þess. Én er það ekki skrýtið, að sumir vilji selja orku sem kostar 60 aura að framleiða til stóriðju fyrir 30 aura, eins og nú er gert? Ér það ekki líka skrýtið að ein- hverjir vilji auka erlendar skuldir þjóðarinnar um 30-50% til að virkja fyrir stóriðju af þessu tagi, þegar borin von er að fá kostnað- arverð fyrir orkuna? Og er það ekki skrýtið að til að stækka ál- verið í Straumsvík eins og ríkis- stjórnin vill nú láta gera, þurfi að taka 4 milljarða að láni til Lands- virkjunar, og er þá orkusöluverð- ið ekki séð? En fyrir þessa fjár- festingu fá aðeins um 100 manns vinnu í hinum nýja hluta álvers- ins. Væri þessum 4 milljörðum hins vegar varið til lánasjóða iðn- aðarins mætti sjá 3.500-4.000 manns fyrir vinnu. Og báðar tölurnar geta svo tvöfaldast sé þjónustunni bætt við. Hvort er nú gáfulegra að sjá 200 eða 7- 8.000 mönnum fyrir vinnu ef það kostar svipað? Auk þessara efnahagslegu raka eru svo fjölmörg önnur, náttúru- farsleg, félagsleg og atvinnuleg, sem ég orðlengi ekki um hér. Þessi grein kemur of seint fyrir sjónir lesenda til að hægt sé að hvetja þá til að koma á fundina í Hlíðarbæ og á Svalbarðseyri til að hlusta sjálfir og taka þátt í um- ræðunum. En í næstu viku verða fundir á Dalvík og á Akureyri 26. júní, og þar geta menn kynnt sér hvað við höfum fram að færa, svo að þeir þurfi ekki að treysta vill- andi skrifum um málið. Vertu svo blessaður, Gísli minn og líði þér sem best. 17. júní 1984 Erlingur Sigurðarson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.