Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 22.06.1984, Blaðsíða 13
22. júní 1984 - DAGUR - 13 Pétur Þorstcinsson, skólastjóri Myndir: KGA í ÍSBl2;-:-:ar '& W m ['wi " k H -'M wÆt hsb & i |HBHEgi iy|| tíjVí- m ., | : i|ÍI|sá i 1» i Spjallað við Pétur Þorsteinsson skólastjóra á Kópaskeri: að ^^Yienda á Það kann að þykja undarlegt að rita hér um skólamál, þegar börn eru nýsloppin út í sumar- ið eftir langan vetur. Ástæða þess að svo er gert er að þegar blaðamenn Dags voru á ferð um Kópasker á dögunum ráku þeir augun í allnýstárlega byggingu og komust að því að þetta var barnaskóli staðarins. Skólastjórinn, Pétur Þor- steinsson sýndi okkur skólann og sagði frá því sem þar fer fram, en skólahald á Kópa- skeri er allnokkuð frábrugðið því sem gengur og gerist. „Skólinn hefur starfað í þessu húsnæði í 2 vetur og eru í honum 38 börn á aldrinum 6-12 ára. Tæpast er hægt að tala um eigin- lega bekki, krökkunum er skipt í 3 hópa eftir aldri. í skólanum eru heldur ekki venjulegar skólastof- ur með borðum og stólum, heldur er um að ræða eitt stórt svæði sem skiptist niður í einhvers kon- ar króka, hvern með sínu heiti. Á einum stað er unnið í stærðfræði, öðrum í móðurmáli o.s.frv. Þá hafa krakkarnir afdrep sem kall- að er og þar hittast þau til að spjalla saman og lesa og annað slíkt“. Það er greinilega mikill áhugi hjá Kópaskersæskunni, um það báru myndir á veggjum glöggt vitni sem og munir aðrir er þar voru til sýnis. Einnig fengum við þær upplýsingar að gefin væru út við skólann 4 blöð að staðaldri og hafa krakkarnir sérstakar rit- st j órnarskrifstofur. - Skyldi þetta ekki vera eini skólinn sinnar tegundar? „Það er náttúrlega hvfcí. skóli Nýja skólahúsið á Kópaskeri. sérstakur, það sem við erum að gera hér er ekki kennslufræðilegt trix, fremur heimspekilegt við- horf til uppeldis. Þessi skóli er byggður upp á dálítið öðrum hugmyndum en tíðkast hefur. Það hefur verið markmið í ís- lenska skólakerfinu að kenna börnum réttu svörin, að láta þau safna þekkingaratriðum, en við hérna aftur á móti teljum okkur ekki geta sagt fyrir um hvað er merkilegt og þess vert að læra. Ef börnin fá áhuga á einhverju þá afla þau sér þekkingar um það atriði og þá er tilganginum náð. Það er þetta sem við erum að reyna að gera hér, að glæða áhuga nemenda og þá ósjálfrátt opnast þeim skilningur. Það hef- ur gengið mjög vel hjá okkur og ekki annað hægt að segja en þess- ari nýjung hafi verið feikilega vel tekið í hreppnum. Hins vegar er það ljóst að við erum ekki komin á leiðarenda. Það eru ekki allir sem telja allt jafn gott sem við gerum. En við erum mjög gagn- rýnin á okkar starf og verðum að vera það. En þetta var ansi erfitt fyrst, ég hafði alltaf kennt eins og 'mér hafði verið kennt en allt í einu með nýju skipulagi hefur maður enga jörð til að standa á og þarf að fara að velta nýjum hlutum fyrir sér. En ég held að ég hafi lært mest á því að hella mér út í þetta af alefli, það er ekki svo gott að læra um þetta í skólum.“ - Húsið er þríhyrnt, af hverju? „Það var búið að taka ákvörð- un um byggingu hússins löngu áður en ég kom, hreppsnefndin vildi byggja sveigjanlegt hús sem auðvelt væri að aðiaga nýjum kennsluháttum," sagði Pétur Þorsteinsson að lokum. En eins og segir í upphafi þá voru blaðamenn á ferð að sumar- lagi og það er ekki nema hálft gamanið að skoða skóla þar sem engin eru börnin. mþþ. býður yður velkomin alla daga í heitan mat um hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. ★ ★ Akureyringar - Bæjargestir Dansleikur laugardagskvöldið 23. júní Hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur fyrir dansi til kl. 02.00. Matur framreiddur frá kl. 19.00-22.00. HÓTEL KEA AKUREYRI Húsvörður Starf húsvarðar við félagsheimilið Laugaborg er laust til umsóknar frá miðjum sept. nk. Upplýsingar gefur Birgir Jónasson Hrafna- gilsskóla í síma 31231 á kvöldin. C? Auglýsing i Degi BORCAR SIC Hvað er góð auglýsing? Allir auglýs- endur borga fyrir að fá auglýsingu birta í blöðum. Hvers vegna auglýsa fyrirtæki þá vöru sína? Jú; til þess að hún seljist. Þannig er hægt að láta auglýsingu borga sig. En þaöer ekki sama I hvaöa blaöi auglýst er. því mörg hafa litla útbreiðslu og fáa lesendur. Dagur hefur aftur á móti mikla útbreiðslu og lesendur eru fjölmargir. Það borgar sigþví að auglýsa /Degi. þar eru allar auglýsingar gúðar lýsingar. kemur út þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.