Dagur - 22.06.1984, Page 16

Dagur - 22.06.1984, Page 16
Akurcyri, föstudagur 22. júní 1984 BAUTINN rum að breyta og auka þjónustu okkar við gestina. Núna geta þeir sest strax við borðin og fá þeir matseðlana og síðan matinn færðan á borðin af starfsfólki okkar. Vonumst við til að nýja fyrirkomulagið líki vel og biðjum viðskiptavini a^rokkar að afsaka, það sem aflaga fer fyrstu dagana.____ „Reknir út úr peninga- stofnunum eins og hundar“ — segir stjórnarformaður Sæplasts á Dalvík „Það er ekkert vandamál hjá okkur annað en það að við höfum ekki fengið neina eðli- lega fyrirgreiðslu hjá banka- stofnunum í landinu nema hér í Sparisjóðnum á Dalvík,“ sagði Matthías Jakobsson stjórnarformaður Sæplasts á Dalvík er við ræddum við hann nú í vikunni. Þegar aðilar á Dalvík og Akur- eyri kcyptu samnefnt fyrirtæki í Garðabæ var áformað að fyrir- tækið yrði flutt norður á Dalvík og tæki þar til starfa um síðustu mánaðamót. Af því hefur ekki orðið og vildi Matthías kenna um tregðu bankayfirvalda í landinu að veita fyrirtækinu „eðlilega fyrirgreiðslu" eins og hann orð- aði það. „Við höfum verið reknir út eins og hundar úr þeim peninga- stofnunum sem við höfum leitað til, nema í Sparisjóðnum hér á Dalvík, og þetta hefur verið hálf- gerð píslarganga,“ sagði Matthías. „Það á að taka okkar mál fyrir á þriðjudag hjá Iðnþró- unarsjóði. Þar eru það banka- stjórarnir sem öllu ráða, mennirnir sem hafa líf okkar allra í hendi sér og við skulum bara vona að erindi okkar fái loksins jákvæðar undirtektir. Ef það gerist munum við fara strax í það að flytja vélarnar norður og það tekur ekki langan tíma að koma framleiðslunni í gang hérna.“ - Matthías sagði að undanfar- ið hefðu fjórir menn frá Dalvík unnið að framleiðslu í fyrir- tækinu í Garðabæ og væri þá far- ið að lengja í það að komast norður og taka til starfa við fram- leiðsluna þar. - Samkvæmt öðrum heimild- um Dags mun fyrirtækið Sæplast ekki hafa verið mjög traustvekj- andi í augum bankayfirvalda á meðan það var starfrækt undir stjórn fyrri eigenda, og gæti það skýrt að einhverju leyti tregðu bankanna gagnvart hinum nýju eigendum. „Það lítur jú út fyrir að við eigum að blæða fyrir gaml- ar syndir fyrri eigenda,“ sagði Matthías Jakobsson formaður stjórnar Sæplasts. gk-. Víðtæk leit bar árangur Flak ensku flugvélarinnar með tvo Breta innanborös sem leit- að hefur verið í allan gærdag fannst um kl. 2 í nótt á há- bungu Eiríksjökuls. Þyrla gæslunnar TF-GRÓ fór með lækni og björgunarmenn á vettvang og voru báðir mennirnir á lífi og með meðvit- und. Þyrla varnarliðsins sótti mennina um kl. 7 í morgun og kom til Borgarspítalans um kl. 8. Mjög víðtæk leit fór fram að flugvélinni og munu m.a. um eða yfir 60 manns hafa farið frá Ak- ureyri í Skagafjörð úr Hjálpar- sveit skáta og Flugbjörgunar- sveitinni. Sveitir allt frá Aðaldal vestur og suður um til Hvera- gerðis tóku þátt í leitinni. Þá var leitað úr fjölda flugvéla en fram- an af degi í gær var lágskýjað og þoka svo illa gekk að leita úr lofti. Flugvélin fannst fljótlega eftir að unnt var að hefja leit úr lofti. Flugvélin var á leið frá Reykja- vík til Akureyrar og þaðan til Grímseyjar og síðast heyrðist í henni við Reykholt um kl. 11 í gærmorgun. Andastemmning í Húsavíkurhöfn. Mynd: kga. Uppboð- inu var frestað Fyrirhuguðu uppboði á Jökli hf. á Raufarhöfn hcfur verið frestað. Fenginn var venjuleg- ur frestur, eða 2 mánuðir að sögn sveitarstjórans Gunnars Hilmarssonar. ' Hann sagði að verið væri að at- huga gang mála og hvernig helst mætti bjarga skuldum fyrirtækis- ins, sem hann sagði óhagstæðar vegna þess að Jökull skuldaði ekki sjóðum ýmiss konar heldur öðrum aðilum sem ekki væri eins gott að eiga við. Gunnar sagði að fyrirtækið ætti við vissa erfiðleika að etja og vonaðist hann til að hægt yrði að yfirstíga þá á næst- unni. Aðsókn í utanlandsferðir er með allra mesta móti „Jú, jú, það er meira en í fyrra, og kannski meira en oft- ar áður, það er engin lygi,“ sagði Gísli Jónsson hjá Ferða- skrifstofu Akureyrar, er blaðið bar það undir hann hvort óvenju mikil aðsókn væri í utanlandsferðir. Gísli sagði að aðsóknin væri svipuð í aliar ferðir, þó væru sól- arlandaferðir, sumarhús og flug og bíll sennilega efst á vinsælda- listanum. Sömu sögu höfðu þeir hjá Samvinnuferðum að segja. Heimildamaður Dags þar á bæ kvað nær allt upppantað og væru sumarhúsin í Danmörku og Hol- landi vinsælust. Hljóðið í Út- sýnarmönnum var svipað, ferð- irnar seljast grimmt og því mikil hamingja ríkjandi á ferðaskrif- stofum. HJS Á laugardag veröur hæg breytileg átt og skýjað með köflum, en þurrt að mestu. Á sunnudag og mánudag eru horfurnar hæg breytileg átt eða norðangola, svalt í veðri og skúrir á Norð- austurlandi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.