Dagur - 25.06.1984, Side 1

Dagur - 25.06.1984, Side 1
Rekstrar grundvöllur er ekki til staðar „Aðkoman eins og við var að búast“ - segir yfirflugvirki F.N. um vélina á Bíldudal „Aðkoman þarna var í sjálfu sér ekkert ólík því sem maður átti von á,“ sagði Jón Karlsson yfirflugvirki hjá Flugfélagi Norðurlands í samtali við Dag fyrir helgina, en hann fór vest- ur á Bfldudal til þess að kanna skemmdir á flugvél fyrirtækis- ins sem hlekktist þar á í síðustu viku. „Skemmdirnar eru einangrað- ar við vinstri væng vélarinnar, hreyfilinn og hjólaútbúnaðinn. Að öðru leyti er vélin algjörlega óskemmd." - Þýðir það að þetta verður ekki mjög mikil viðgerð? „Þetta er nokkuð tímafrek við- gerð á vængnum, þær viðgerðir eru það yfirleitt, en að öðru leyti er þetta ekki meiri vinna en við mátti búast eftir svona óhapp.“ - Hefur verið horfið frá því að fljúga vélinni heim? „Nei, við erum ekki búnir að afskrifa þann möguleika. Vélin verður þarna þar til tryggingaað- ilar frá Bretlandi hafa komið og skoðað hana á staðnum en það verður væntanlega strax eftir helgina. Aðstaða til þess að gera við vélina þarna er náttúrlega ekki góð, enda verður ekki unnin þar nema lágmarksviðgerð til þess að hægt sé að koma vélinni í loftið og lenda henni á Akureyri. Mér sýnist að það ætti að vera hægt og svo yrði unnið við frekari viðgerð hér heima,“ sagði Jón Karlsson. gk-. Mikill hluti útgerðar mun stöðvast af sjálfu sér á næstu vikum, hvort sem samtök verða um það meðal útgerð- armanna eða ekki, að því er segir í samþykkt sem gerð var á fundi útvegsmanna á Norðurlandi í sl. viku. Töldu fundarmenn ekki annað þurfa að koma til, en að við- skiptafyrirtæki útgerðarinn- ar stöðvuðu úttektir, þar með stöðvaðist útgerðin. Þá kom fram, að skuldbreyting- ar þær sem um hefur verið rætt til handa útgerðinni væru ekki annað en frestun á vandanum. Meinið væri í raun það, að rekstrargrund- völlur fyrir útgerð væri ekki til staðar. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga: Taprekstur útgerðar undanfarinna ára hefur skapað greiðsluvanda í sjávarút- vegi sem ætíð hefur verið velt á undan sér. Eigið fé fyrirtækja hefur rýrnað við þessi skilyrði og með vaxandi hraða á síðustu mánuðum. Því er nú svo komið að fyrirtækin eru ekki hæf til frekari lántöku. Mikill hluti út- gerðar mun því stöðvast af sjálfu sér á næstu vikum, hvort sem samtök verða um það eða ekki. Útflutningstekjur af sjávarút- vegi eru 70-80% af heildarút- flutningstekjum, og er grunnur þjóðartekna okkar í samræmi við það. Taprekstur útgerðar undan- genginna ára endurspeglar stjórnvaldsaðgerðir í efnahags- málum á hverjum tíma. Þó efnahagsaðgerðir á liðnu ári hafi almennt bætt stöðu atvinnu- rekstrar hefur sjávarútvegur ekki notið góðs af því. Aftur á móti hafa verslunar- og þjónustufyrir- tæki nýtt sér aukið svigrúm sem þeim fyrirtækjum hefur verið skapað. Það er því krafa fundar- ins að þessi skilyrði verði jöfnuð og má í því sambandi benda á að hækkun á innkaupsverði olíu verði mætt með því að ganga á eigið fé olíufélaganna í stað þess að hleypa hækkuninni út í verð- lagið. Sama mætti raunar segja um aðrar þjónustugreinar við sjávarútveg. Fundurinn bendir á að núverandi rekstrarskilyrði sjávarútvegs leiða til fólksflótta frá greininni vegna óvissu og rýrnandi lífskjara umfram aðrar atvinnugreinar." Þá voru eftirtaldir fjórir menn kjörnir í nefnd til viðræðna við stjórnvöld um ástand í útgerð- armálum á Norðurlandi: Sverrir Leósson, Akureyri, Ingvar Hólmgeirsson, Húsavík, Valdi- mar Bragason, Dalvík og Bjarki Tryggvason, Sauðárkróki. Á laugardag var vígt nýtt fískiðjuver Fiskiðju Sauðárkróks með pomp og pragt. Þetta nýja fiskverkunarhús er óvenju glæsilegt og fullkomið. Fjöldi manns, starfsmenn og gestir, voru viðstaddir þessa athöfn. Marteinn Frið- ríksson, framkvæmdastjóri, sagði frá húsinu og framkvæmdum, og meðal annarra ræðumanna voru Erlendur Einarsson, forstjórí Sambandsins, c Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Þegar leið á hóf tóku Skagfirðingarnir að sjálfsögðu lagið. Mynd: H!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.