Dagur - 25.06.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 25.06.1984, Blaðsíða 2
Þetta verður aldrei fínt og ekki eins og heima ct - Spjallað við Ólaf Kjartansson eignarvörð Skátafélags Akureyrar 2 - DAGUR- 25. júní 1984 Hefurðu komið í Laxdalshús? Sessclja Stefánsdóttir: Ég hef aldrei komið þangað, ég er úr Reykjavík og bara hér á ferðalagi, en það er ógurlega fínt að utan. Jóhann Grímur: Nei, ég er í sveit á Svalbarðs- eyri, en það getur vel verið að ég fari einhvern tíma í sumar. Hólmgrímur Pétur: Ég er líka frá Svalbarðseyri en það getur hugsast að við skreppum þangað. Sigríður Guðmundsdóttir: Nei, það hef ég ekki gert ennþá, en hef áhuga á að kíkja þangað inn. Sigrún Guðmundsdóttir: Nei, en það er aldrei að vita nema maður gerist sannur Ak- ureyringur og skreppi x kaffi. „Við höfum verið með endur- bætur á Fálkafelli síðan ’82 og hefur það mikið mætt á sömu mönnunum. Nú ætlum við að reyna að fá eldri skáta meira í starf með okkur með því að bjóða út verk í Fálkafelli eins og þegar verið er að bjóða út byggingar.“ Það er Ólafur Kjartansson, eignarvörður hjá Skátafélagi Akureyrar sem kominn er í viðtal dagsins. „Fálkafell var byggt 1932 og hafa farið fram endurbætur á skálanum með vissu millibili síðan, fyrst 1942, þá 1962 og núna síðast hófust endurbætur 1982 og standa enn yfir. Það er ótal margt sem þarf að lagfæra og get ég nefnt að koma þyrfti upp vegvísi við leiðina upp eftir, lag- færa veginn og setia vörður með- fram veginum. A flötinni um- hverfis skálann þarf að setja upp girðingu og lagfæra lóð. Á svefn- lofti þarf að lagfæra gólf, glugga og margt fleira. í borðstofunni þarf að endurbyggja norðurvegg, lagfæra gólf, endurbæta borðin og mála. í eldhúsinu þarf að smíða hillur og í forstofunni þarf að lagfæra gólf og koma upp fata- hengi. Þessi upptalning er aðeins hluti af því sem þarf að gera. Við ætlúm að hafa útboðin í sem rjiinnstum einingum og við höfum hugsað þetta sem svo að einhver einstaklingur sem áður hefur verið í skátunum, en ekki verið virkur taki að sér einhvern ákveðinn part af þessu útboði, hann ræður hvenær hann skilar verkinu, einhvern tíma í sumar. Þá erum við að vona að hann fái í lið með sér þá sem voru sam- tímis honum í skátafélaginu. Meiningin er að reyna að Ijúka við þessar endurbætur á skálan- um í sumar.“ - Er nokkuð gaman að fara í útilegur þegar skálinn verður orðinn svona fínn, yfirgefa draugarnir ekki staðinn? „Þetta verður aldrei fínt, ekki eins og heima hjá manni, þetta verður allt öðruvísi. Það er ekk- ert rafmagn, við erum með gas- ljós og það er kynt með kolum og spýtum. Vatn er sótt í brunninn og þar fram eftir götunum. Þetta má hins vegar ekki vera þannig að skálinn sé sóðalegur og eins og hann var í vetur var hann varla Ármann Reynisson, fyrrv. for- maður Neytendasamtakanna hringdi: Ég er búinn að dvelja í um 10 daga hér á Akureyri og eins og máltækið segir: „Glöggt er gests augað.“ Því langar mig til að koma á framfæri nokkru sem kom mér á óvart hér og ég kann- boðlegur. Það er mjög mikilvægt fyrir skátastarfið að hafa þennan skála, hann heldur starfinu uppi og draugarnir fara ekkert.“ - Hvernig eru þessar endur- bætur fjármagnaðar? „Það hefur verið í gangi hjá okkur söfnun, við fengum okkur batting, sem er planki sem menn geta skrifað nafn sitt á gegn því að borga 100 kr. Þar fyrir utan höfum við treyst á velvilja fyrir- tækja. Það eru mörg fyrirtæki hér í bæ sem hafa stutt starfið með því að selja okkur efni ódýrt eða jafnvel gefa það og margir hafa lánað okkur tæki og tól og þannig hefur þetta gengið. - Er skátastarfið blómlegt hér í bæ? „Það verður að segjast eins og ast ekki við úr Reykjavík, þar sem ég bý. Afgreiðslufólk í versl- unum hér er ólíkt kurteisara en menn eiga að venjast í Reykjavík og fékk ég mörg dæmi þess. Hér á Akureyri er manni boðin aðstoð, en ekki látinn afskipta- laus. Jaðraði við að maður mætti vinskap frá bláókunnugu fólki. er að undanfarið hefur það verið helst til dapurt. Þetta gengur allt- af í bylgjum og við erum að reyna að drífa þetta upp. Starfið er ekki nógu gott í heildina og aðal- vandamálið er það að foringjarn- ir eru of ungir, það verður að reyna að halda eldri skátum í starfi áfram, það er of lítill ald- ursmunur á foringjunum og þeim sem þeir eiga að stjórna og þeir hafa hreinlega ekki þroska til að stjórna. Þegar ég var strákur voru þetta fullorðnir menn sem fóru með okkur í útilegurnar og það var miklu betra. - Verður þeim sem leggja hönd á plóg uppi í Fálkafelli sýndur einhver heiður? „Já, já, við sáum það í fyrra að einhvern veginn varð að sýna Ég hef ekki kynnst þessu fyrr hér á landi og minnir þetta mig helst á Kaupmannahöfn, hvað þetta varðar. Mér finnst rétt að geta þess sem gott er. Þá get ég ekki annað sagt en að fólk á Akureyri sé almennt mjög vinsamlegt. Steingrímur Eggerts- son, hin gamla verkalýðskempa, tók mig að sér og sýndi mér þeim sem unnið hafa við þetta einhvern þakklætisvott, svo við létum útbúa heiðursmerki, svo- kallaðan fálkanagla sem allir fá sem taka að sér eitthvert verk þarna uppfrá. Að lokum má geta þess að við ætlumst ekki til að þessi vinna verði einhver baggi á mönnum. Verkin verða í litlum einingum og það má vinna þau hvenær sem er, það er engin sér- stök vinnuhelgi sem bindur menn. Það er hægt að fara á kvöldin og um helgar þegar hverjum og einum hentar og hafa þá með sér fjölskylduna. Þeir sem hafa áhuga á að leggja okkur lið geta hringt í mig í síma 24657 eða Karl Ingólfsson, skálavörð í síma 25869.“ HJS Lystigarðinn, Grund, Kristnes- hæli og fleira og greinilegt er að í Eyjafirði er margt að sjá og kynnast. Hefur ekki verið nægi- lega kynnt fyrir fólki t.d. fyrir sunnan, hvað hér er hægt að gera og sjá. Öll var þessi heimsókn mín á Akureyri mjög jákvæð og vil ég koma á framfæri þakklæti. Ólafur Kjartansson og Karl Ingólfsson, með Fálkanaglann um hálsinn. Mynd: HJS. „Glöggt er gests augað - Afgreiðslufólk á Akureyri mjög kurteist tí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.