Dagur - 25.06.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 25.06.1984, Blaðsíða 3
25.júní 1984 - DAGUR - 3 „Hæpið að beina öllum flotanum á rækju“ - segir Sigurður Óskarsson verkstjóri Sæbergs h.f. á Kópaskeri „Það gefur auga leið að eftir því sem rækjuvinnslum fjölgar út um allt land, þá minnkar hjá okkur. Við byrjuðum með rækjuvinnslu hér 1975 og frá þeim tíma hafa afköst aukist, við höfum þó ekki breytt húsa- kosti neitt frá byrjun,“ sagði Sigurður Óskarsson verkstjóri í Sæbergi hf. en það er rækju- vinnsla á Kópaskeri. „Það er erfitt að segja hversu margir vinna hjá okkur, því það fer eftir aflabrögðum, hráefnis- öflun er sveiflukennd í þessu eins og í öðrum sjávarútvegi. Núna er unnið frá 7-19 á hverjum degi og eru vaktirnar tvískiptar, á vet- urna er vinnutími ekki eins langur. Það fara í gegnum húsið á milli 5 og 6 tonn á dag, það fer eftir hversu mikið berst að. Við reynum að vinna rækjuna eins fljótt og hægt er því hún er við- kvæm vara og geymist ekki enda- laust. Það eru 4 bátar sem landa rækju hér að staðaldri og það hefur verið dálítið gloppóttur afli það sem af er sumri. Við seljum mest til Bretlands og höfum við- skipti við íslensku útflutnings- miðstöðina. - Hvað með þá sókn sem nú er hafin í rækjuna? „Já, það er alls staðar verið að setja upp vinnslustöðvar, en ég verð að segja að ég er hræddur við að þessi sókn gæti að órann- sökuðu máli, endað eins og síld- arævintýrið. Mér finnst hæpið að Sigurður Óskarsson. beina öllum flotanum á rækju og svo er markaðurinn ekki enda- byggja upp stöðvar á hverjum laus,“ sagði Sigurður Óskarsson stað. Það er bæði mjög dýrt og verkstjóri. mþþ. Stjörnukonsert að Laugum Hinn 1. júlí nk. mun HSÞ efna til veglegrar söngskemmtunar i íþróttahöllinni að Laugum. Þar koma fram óperusöngvar- arnir Garðar Cortes, Ólöf Kol- Undirleikari verður aðalstjórn- brún Harðardóttir, Kristinn andi íslensku óperunnar Marc Sigmundsson og Anna Júlíana Tardue og kynnir Jón Stefáns- Sveinsdóttir. Sjálfvirkur sími lagður víða Þetta er ákvörðun Póst- og símamálastjómar og er gerð samkvæmt lögum frá 1981 sem fjalla um sjálfvirkni í sveitum og í Norðurlandskjördæmi eystra og vestra verða samtals um 200 handvirkir símar gerðir sjálfvirkir, þannig að þetta er dálítiö umfangsmikið verk,“ sagði Arsæll Magnússon um- dæmisstjóri Pósts og síma á Akureyri er Dagur spurðist fyrir um hvernig gengi að koma upp sjálfvirku símakerfi í umdæminu. „Ég hef heyrt að það kosti um 160-70 þúsund á hvern síma. Það er lagt nýtt kerfi, jarðsímakerfi í stað loftkerfis, sem var úr sér gengið og úrelt. Að fá sjálfvirkan síma þýðir aukna þjónustu og meira öryggi fyrir íbúa sveit- anna.“ í Þistilfirði á jarðsímalagningu að vera lokið í júlí, en ekki er fullljóst hvenær fjölsímakerfi verður tekið þar í notkun. Allir símar í Þistilfirði eiga að vera orðnir sjálfvirkir í haust. Þeir eru tengdir við símstöð á Þórshöfn. Einnig á að Ijúka við að setja upp sjálfvirkan síma í öllum Bárðar- dal og verður hann tengdur við Breiðumýri. Þá verður jarðsími tengdur í Hofshreppi og Fells- hreppi í Skagafirði og er hann í sambandi við Hofsós. Að lokum er vinna hafin við lagningu sjálf- virks síma í Skriðuhreppi, Glæsi- bæjarhreppi og Öxnadalshreppi í Eyjafirði og á henni að vera fulllokið nú í sumar. Sagði Ársæll, að á næsta ári væri gert ráð fyrir að allir lands- menn yrðu komnir með sjálfvirk- an síma og því væri mikið að gera í sumar við jarðsímalagningu. mþþ son. Efnisskráin er fjölbreytt og mun listafólkið flytja íslenska og erlenda tónlist, einsöngslög, óperuaríur, dúetta og kvartetta. Skemmtunin hefst kl. 16.00 og stendur í 3 klst. Af annarri starfsemi HSÞ er það helst að frétta að héraðsmót í frjálsum íþróttum var haldið á Húsavíkurvelli 15. og 16. júní. Þátttaka var góð, 120 skráningar. Þá hefur þegar farið fram víða- vangshlaup HSÞ. Þarna er um að ræða þriggja hlaupa keppni í 7 aldursflokkum karla og kvenna, sem er jafnframt stigakeppni milli einstakra félaga sambands- ins. Hlaupvegalengdir eru mið- aðar við aldur og kyn þátttak- enda og eru frá 800-3000 metrar. Fyrsta hlaupið fór fram í Mý- vatnssveit, annað að Laugum og hið þriðja að Stóru-Tjörnum. Mikill áhugi er á hlaupinu og fer þátttaka sívaxandi, sem sjá má af því að í fyrsta hlaupinu í fyrra voru þátttakendur 50, en 157 í síðasta hlaupinu í ár. Að þessu sinni varð íþróttafélagið Völs- ungur stigahæst félaganna. Undirbúningur fyrir Landsmót ungmennafélaganna sem haldið verður í Keflavík og Njarðvík 13.-15. júlí er í fullum gangi og stefnt er að þátttöku í sem flest- um greinum á mótinu. Garðhúsgögn á serlega hagstæðu verði SlMI (96)21400 Ath. á myndunum eru aðeins nokkur sýnishorn af úrvalinu. Solbeddar ★ Sólstólar Sóldýnur ★ Sólskýli Tjöld ★ Tjaldborð Tjaldstólar ★ Tjalddynur Svefnpokar Kælitöskur og -box Grill og -kol o.fl. o.fl. Stóll N211.915 Kr. 855,- Solbeddi C751.936 Kr. 925,- Stóll C526.911 Kr. 1.195,- StÓII C536.911 Kr. 1.540,- Stóll 1851.924 Kr. 725,- Sportvömdeild á götuhæð í nýjum buningi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.