Dagur - 25.06.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 25.06.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 25. júní 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Landbúnaðarmál Landbúnaðarmál voru sérmál aðalfundar Sambands íslenskra samvinnufélaga sem haldinn var á Bifröst 13. og 14. júní og að loknum miklum umræðum var samþykkt ályktun þar sem fram kemur að stefna í fram- leiðslumálum landbúnaðarins skuli miðast fyrst og fremst við að fullnægja þörf innlends markaðar. Áhersla verði lögð á að koma til móts við óskir neytenda um vörugæði og vöruval og að efla samráð og samstarf neyt- enda og framleiðenda í vinnslu- og sölufyrir- tækjum samvinnumanna. Þá verði niður- greiðslur ekki lækkaðar því þær örvi sölu og létti kaup heimilanna. „Fundurinn telur að í meginatriðum eigi að stunda búvöruframleiðsluna á fjölskyldubú- um af þeirri stærð sem staðið getur undir fjár- festingu með nútímatækni og -húsakosti og skilað fjölskyldulaunum sambærilegum við það sem aðrir atvinnuvegir gefa. Fundurinn telur að aðlögun búvörufram- leiðslunnar að innlendri markaðsþörf þurfi að gerast skipulega og í áföngum. Samhliða þeirri aðlögun verði stórátak gert í eflingu at- vinnulífs svo að ekki komi til frekari röskunar í byggð landsins. Fundurinn bendir á að viðhald byggðar og atvinnuþróun í strjálbýli á ekki að vera hlut- verk bændastéttarinnar einnar. Gera þarf þjóðarátak til að hindra mikla byggðaröskun og tryggja að auðlindir landsins verði nýttar til atvinnusköpunar. “ Samstarf um fjölmiðlun Mjög miklar umræður urðu á aðalfundi Sam- bandsins um þátttöku í ísfilm og skiptar skoðanir. Á aðalfundum margra kaupfélaga í vor hafa verið gerðar samþykktir þar sem mótmælt hefur verið aðild samvinnumanna að ísfilm og samstarfi um fjölmiðlun við aðal- málgögn höfuðandstæðinga samvinnustefn- unnar í landinu. í ályktun fundarins var þetta samstarf harmað og að það skyldi hafa komið til án almennrar umræðu í samvinnuhreyfing- unni. í ályktun fundarins var talið æskilegra að leita samstarfs um þetta mál við samtök launafólks og bænda, sem öðrum fremur myndi íslenska samvinnuhreyfingu. Jafn- framt lýsti fundurinn mikilli ánægju sinni með þá ákvörðun samvinnumanna við Eyjafjörð að stofna fyrirtæki á sviði fjölmiðlunar í sam- vinnu við almannasamtök og kaupfélög á Norðurlandi og með þátttöku Sambandsins. Er með þessu vísað tú stofnunar kvikmynda- og myndbandafyrirtækisins Samvers hf., sem nýlega var stofnað á Akureyri og er nú að hefja starfsemi. Samvinnumenn hafa um ýmsar leiðir að velja í þessum efnum og eiga að nýta þær sem flestar til að tryggja fram- gang sínum hugsjónum. Davíð Geir: „Hér er engin deildaskipting eins og á stærri stöðum.“ Mynd: KGA. ,Varðstjóri hjá sjálfum mér“ - spjallað við Davíð Geir Gunnarsson lögreglu- stjóra á Raufarhöfn „Þegar ég var lítill ætlaði ég alltaf að verða lögregluþjónn - þetta er sennilega köllun. Ég byrjaði 1981, var þá eitt sumar á Fáskrúðsfirði. Síðan var ég hér í afleysingum fyrst, en ’83 byrjaði ég hér í fullu starfi.“ Davíð Geir Gunnarsson lög- regluþjónn á Raufarhöfn hefur í nógu að snúast, enda lög- gæslusvæði hans stórt. „Nei, nei, ég er ekki einn með allt svæðið, ég hef tvo aðstoðar- menn, annar er á Daðastöðum og hinn í Skúlagarði. Starfið felst aðallega í staðarlöggæslu hér á Raufarhöfn og svo er það daglegt vegaeftirlit í Hljóðaidettum og Ásbyrgi," segir Davíð Geir. Svæðið sem hann og menn hans hafa umsjón með nær frá Björgúlfsstaðabrekku austur að Ormarslónsá. Einnig í Vesturdal og Ásbyrgi og Hljóðaklettum, Öxarfirði og á Kópaskeri. „Mér finnst eiginlega að heldur sjaldan komi fram hvað við höfum vítt svið. Þetta er töluvert mál.“ - Eruð þið með radarmæling- ar? „Já, alls staðar á þjóðvegi númer 85. En það eru fyrst og fremst fyrirbyggjandi ráðstafanir, að veita aðhald. Við liggjum ekki í leyni til að geta gripið menn sem hafa heldur þungan bensín- fót.“ - Þannig að þið hafið í nógu að snúast? „Já. Ég er hérna varðstjóri hjá sjálfum mér. Því að við sinnum öllum málum sem upp koma. Á dansleikjum erum við almenna deildin, fjarlægjum vandræða- menn og sinnum almennum gæslustörfum. Hér er engin deildaskipting eins og á stærri stöðum." - Er gott að vera á Raufar- höfn? „Já, hér er fínt að vera. Það er heldur lítið um öhöpp, í gær var þó útafakstur og þá mættu allir til að fylgjast með. En ég er búinn að sjá það, að maður getur látið sér líða vel hvar sem er, bara ef maður vill það.“ Lögreglustöðin er til húsa í litlu húsi sem er næstum falið inn- an um aflóga verksmiðjur. „Við erum nýfluttir hingað inn og ætl- um að reyna að vera hér einhvern tíma,“ segir Davíð. „Svo fékk ég nýuppgerðan lögreglubíl fyrir þrem vikum, þannig að þessi mál eru í ágætu standi." - KGA. SOS“-nistið Nú til sölu á Akureyri Hjálparsveit skáta á Akureyri hefur nú haflð sölu á „SOS- nistinu“, en það nisti gefur ýmsar upplýsingar um þann sem það ber og getur sérstak- Iega komið að góðu gagni ef viðkomandi verður fyrir slysi. SOS-nistið er stálhylki með áskrúfuðu vatnsheldu loki á stærð við 50-eyring, en það má einnig fá gullhúðað. Nistið fæst sem hálsmen, armband eða sem hluta af úról. Nistið inniheldur 30 cm langa pappírsræmu með prentuðum upplýsingum um við- komandi og skulu upplýsingarnar færðar inn á strimilinn í samráði við lækni. Þar skal vera nafn þess er nist- ið ber, nafnnúmer, heimilisfang, símanúmer, fæðingardagur og þjóðerni. Nöfn og símanúmer tveggja ættingja eða vina, svo og nafn og símanúmer heimilis- eða heilsugæslulæknis, upplýsingar um trúfélag, blóðflokk og frekari læknisfræðilegar upplýsingar sé þess þörf. Heilsugæslufólk, lögregla og aðrir aðilar hafa mjög eindregið mælt með því að allir beri slíkt nisti. Sölustaðir þess á Akureyri eru hjá Sigtryggi og Pétri, Skarti, Stjörnuapóteki, Akureyrarapó- teki, Ferðaskrifstofu Akureyrar, Útsýn og hjá Samvinnuferðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.