Dagur - 25.06.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 25.06.1984, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 25. júní 1984 Kristján fór holu i hoggi! Kristján Hjálmarsson, kylfingurinn góö- kunni frá Húsavík geröi sér lítið fyrir s.l. miðvikudag og fór holu í höggi á golfvelli þeirra Húsvíkinga, Katlavclli. Afrek sitt vann Kristján á 3. braut, en á miðvikudag var keppt á Húsavík í einu svokallaðra miðvikudagsmóta sem haldin eru í klúbbnum. Kristján notaði 9 járn er hann kom á 3. teiginn. Kúla hans kom cinu sinni niður á flötina við holuna, og hoppaði síðan einu sinni áður en hún small í holuna. Þess má geta að hola í höggi hefur aldrei verið slegin áður á þessari braut sem er mjög stutt óg skemmtileg, og einnig var þetta í fyrsta skipti sem Kristján nær þessu draumahöggi allra kylfinga. Stableford: Sigurður með flesta punkta Sigurður H. Ringsted sigraði i Stableford golfkeppni hjá Golfklúbbi Akureyrar sem haldin var s.l. fimmtudagskvöld. Leiknar voru 18 holur með 7/8 forgjöf, svokölluð punktakeppni. Sigurður hlaut alls 36 punkta og var mikil keppni milli hans og næstu manna. Guðmundur Finnsson var með 35 punkta og síðan komu þrír menn með 34 punkta, Jóhann Andersen, Björn Axelsson og Konráð Gunnarsson. í aukakeppni þeirra á milli reyndist Jóhann hlutskarpastur. Verðlaun » þessa keppni voru gefin af fyrirtækinu Securitas s.f. á Akureyri og er >ökkum til fyrirtækisins hér með komið á framfæri. Næsta mót hjá GA verður á fimmtu- dag. Er það einnar kylfu keppni sem hefst kl. 16 en ræst verður út til kl. 18. Nýr völlur - 3 stig! Geislantenn á Hólmavík tóku nýjan leikvöll í notkun um helgina, og héldu upp á daginn með 2:1 sigri gegn Hvöt frá Blönduósi í 4. deildinni. Hvatarmenn sögðust reyndar aldrei hafa séð annan eins völl, hann væri hvorki gras- né malarvöllur, en minnti einna helst á itioldarflag. En hvað um það, dómarinn samþykkti völlinn eftir „skoðun‘‘ í upphafí leiks, og Geislinn tók öll stigin. í hinum leik d-riðils 4. deildar léku Svarfdælir og Reynir Árskógsströnd. Svarfdælir komust í 1:0, Reynir jafn- aði, Svarfdælir komust í 2:1 en aftur jafnaði Reynir 2:2 og þar við sat. í e-riðli var einn leikur, Tjörnes sigr- aði Æskuna með einu marki gegn engu. Vaskur og Vorboðinn leika síð- an á Akurevrarvelli kl. 20 í kvöld. Þórsarar góðir í Laugardalnum! Unnu Vfking sannfærandi 2:0 Þórsarar þokuðu sér vel upp stigatöfluna í 1. deildinni um helgina er þeir fóru suður og unnu 2:0 sigur á Víkingi á Laugardalsvelli. Þeir sýndu góðan leik og unnu sann- gjarnan sigur á annars góðu liði Víkings - sem var bara ekki nógu gott til að stöðva þá. Þórsarar fengu óskabyrjun. Óli Þór með stungubolta strax á 3. mínútu og hamraði hann í netið að sögn heimildarmanns Dags í Reykjavík. Vfkingar gerðu allt sem þeir gátu til þess að jafna metin eftir þetta, sóttu mun meira, en Þorsteinn Ólafsson í marki Þórs var með gamla, góða takta og hirti allt sem kom nærri honum og hans yfirráðasvæði. Þórsarar byrjuðu síðari hálf- leik ekki ólíkt og þann fyrri og komust í 2:0 á 13. mínútu hálf- leiksins. Halldór Áskelsson með góða sendingu fyrir markið og Bjarni Svelnbjörnsson stakk sér inn fyrir og skoraði af öryggi. Eftir þetta voru Þórsarar orðn- ir hinn sterki aðili leiksins. Þeir gerðu harða hríð að marki Vík- ings og fengu gullin tækifæri til að bæta við mörkum, en annað hvort var Ögmundur Kristinsson Leiftur sótti stig á Neskaupstað Leiftur frá Ólafsfirði styrkti stöðu sína í b-riðli 3. deildar verulega um helgina er liðið hélt til fundar við Þróttara á Neskaupstað - aðalkeppi- nauta sina í riðlinum eins og er - og hélt burt með eitt stig eftir 1:1 jafntefli. Leikur liðanna var mikill bar- áttuleikur og var greinilegt að mikið var í húfi. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en í þeim síðari komst Þróttur yfir með marki úr vítaspyrnu. Kristni Björnssyni þjálfara og leikmanni Leifturs - gömlum landsliðs- manni úr Val og í A - líkaði þetta ekki alls kostar og jafnaði metin, og þar við sat. I Mývatnssveit áttust við HSÞ- b og Magni frá Grenivík, og unnu heimamenn með einu marki gegn engu, marki skoruðu af Jóni Kr. Gíslasyni. En á Seyðisfirði gekk öllu meira á. Þar áttust við Huginn og Valur frá Reyðarfirði og lauk þeirri viðureign 4:4. „Það er eins og menn haldi að það þurfi ekk- ert að hafa fyrir hlutunum," sagði Ólafur Már Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar Hugins er við ræddum við hann. Staðan í hálfleik var 3:2 fyrir Hugin og liðið komst í 4:2. Þá settu leikmenn Hugins í „hlut- lausan gír“ og Valsara'r voru fljótir að ganga á lagið og jafna metin. á réttum stað í marki Víkings eða tækifærin fóru forgörðum af öðrum orsökum. Þórsarar hafa vakið mikla at- hygli í tveimur síðustu leikjum Bjarni Svcinbjörnsson átti stórleik gegn Víkingi. sínum í Reykjavík, og virðist ganga betur þar en á heimavelli - einhverra hluta vegna. En lið sem gerir góða hluti á útivelli á að geta slíkt hið sama heima, og áhangendur liðsins bíða nú föstu- dagsins er Valsmerin koma í heimsókn. Bjarni Sveinbjörnsson átti stórleik hjá Þór, sífellt ógnandi og hættulegur, Þorsteinn Ólafs- son í markinu öryggið uppmálað og hleypti engu í gegn, og Óskar Gunnarsson, Jónas Róbertsson og Halldór Áskelsson allir með mjög góðan leik. Þórsliðið hefur nú virkilega sýnt hvað í því býr, „tekið“ bæði KR og Víking á útivelli „án telj- andi erfiðleika". Nú er það heimavöllurinn sem gildir, og hann á að vera liðinu stórt for- skot ef allt er eins og það á að vera - leikmenn á heimaslóðum, og með góða stuðningsmenn með sér. Eg er bjartsýnn - sagði Guðmundur Svansson eftir 1:0 sigur Þórs gegn KA „Mér sýnist á öllu að það verði KA og Þór sem komi til með að berjast um sigurinn í þess- um riðli 1. deildar, og því hlýt ég að vera bjartsýnn eftir 1:0 sigur okkar á KA um helgina,“ sagði Guðmundur Svansson þjálfari kvennaliðs Þórs eftir sigurinn gegn KA um helgina. „Mér sýnist á öllu að við þurf- um aðeins jafntefli gegn KA í síðari leiknum til þess að sigra í riðlinum og ég er bjartsýnn á að við munum spila úrslitaleikinn gegn sigurvegurunum úr hinum riðlinum,“ sagði Guðmundur. Það var Anna Einarsdóttir sem skoraði eina markið í leik Þórs og KA. Hún fiskaði sjálf vítaspyrnu snemma í fyrri hálfleik - og skor- aði sigurmark Þórs örugglega úr spyrnunni sjálf. í Norður-Austurlandsriðli 1. deildar kvenna keppa fjögur lið, KA, Þór, Höttur frá Egilsstöðum og Súlan frá Stöðvarfirði. Tveim- ur umferðum er lokið í riðlinum, og eru Þórsstúlkurnar efstar, hafa unnið báða sína leiki. Eftir leiki helgarinnar er staðan í riðl- inum þessi: Þór-KA Höttur-Súlan tiart Darist um boltann í leik KA og Þórs. Mynd: KGA. Þór 2 2 0 0 4 :0 6 KA 2 10 12: :1 3 Súlan 2 10 11 :2 3 Höttur 2 0 0 2 0: :4 0 25. júní 1984 - DAGUR - 7 Njáll Eiðsson í hörkubaráttu við vörn Blikanna, og hefur bctur. Mynd: KGA. Slakir Blikar heim með öll 3 stigin - Unnu KA 1:0 í afspyrnulélegum leík Það voru ekki ánægðir vallar- gestir sem yfirgáfu Akureyrar- völl sl. föstudagskvöld, enda engin ástæða til þess fyrir þá. Afar slakt lið KA hafði þá tap- að fyrir jafnslöku eða slakara liði Breiðabliks 0:1, en leikur liðanna var þannig að hvorugt liðið hefði átt skilið að fá 3 stig úr viðureigninni. En Breiðabliksmenn skoruðu gott mark í fyrri hálfleiknum, og á því marki „héngu“ þeir út leik- inn og fögnuðu mjög í lokin. „Þriggja stiga reglan í fram- kvæmd,“ sagði kátur þjálfari þeirra í leikslok. „Okkar besti leikur |j| þessa^ Tindastoll-ÍBV 0:0 - Þetta var okkar besti leikur í 2. deild til þessa og ég er að verða bjartsýnn á framhaldið ef svo fer fram sem horfir,“ sagði Árni Stefánsson þjálfari 2. deildar liðs Tindastóls eftir 0:0 jafntefli Tindastóls og ÍBV á Króknum um helgina. „Ef mínir inenn gera sér grein fyrir því að hver einasti leikur er barátta upp á líf og dauða, þá kvíði ég engu, og mér sýnist að þeir séu að öðlast þann hugsunar- hátt,“ sagði Árni. „Vestmanna- eyingarnir voru meira með bolt- ann en sköpuðu sér ekki mjög hættuleg tækifæri utan þess að þeir áttu stangarskot. Okkar færi voru að vfsu ekki mjög merkileg heldur, en strákarnir léku vel úti á vellinum og ég er mjög ánægð- ur með þennan leik.“ Völsungar upp að hlið FH-inga Völsungar eru komnir á gott skrið í 2. deildinni og um helg- ina skutust þeir upp að hlið FH-inga á toppi deildarinnar. Þeir unnu þá KS 3:1, en á sama tíma tapaði FH heima fyrir Víði 1:2. Hinn stórefnilegi leikmaður Völsunga Svavar Geirfinnsson kom Völsungum á bragðið strax á 3. mínútu með glæsilegu marki, þrumuskot frá vítateigslínu fjærhorn. Siglfirðingar jöfnuðu metin á 40. mínútu, Björn Ingimundar skyndilega á auðum sjó eftir varnarmistök og hann gerði eng- in mistök. Völsungar voru frískari í síðari hálfleik og bættu þá tveimur mörkum við. Sigmundur Hreið- arsson skoraði það fyrra eftir hornspyrnu, og Kristján „thund- erbird“ Olgeirsson sendi inn þrumufleyg af löngu færi. í þessum leik léku þeir með KS Englendingarnir Colin Thacker og Darren Scothern. Þeir styrkja lið KS verulega og er KS-liðið til alls líklegt með þá innanborðs þótt ekki gengi dæmið upp á Húsavík gegn „sputnikliði" Völsunga. Blikarnir voru hressari fyrsta hálftíma leiksins eða fram að marki sínu sem Þorsteinn Geirs- son skoraði með vinstri fótar skoti frá vítateigslínu. En eftir það réðu KA-menn spilinu að mestu, enda Blikarnir fljótir að pakka í vörnina. KA fékk tækifæri til þess að jafna metin fyrir leikhlé. Þeir komust fjórir á móti tveimur inn í vítateig á 38. mínútu en sú sókn rann út í sandinn, varnarmenn björguðu skoti frá Njáli Eiðssyni metra frá marklínu á 44. mínútu og á sömu mínútu fengu KA- menn sitt besta tækifæri f leiknum. Steingrímur Birgisson með boltann nærri vítapunkti en skot hans var afar slakt og fór langt framhjá markinu. Um síðari hálfleikinn þarf ekki að hafa mörg orð. Blikarnir pökkuðu liði sínu í vörn, gáfu miðjuna eftir að mestu en KA tókst ekki að nýta sér það. Allt of mikið var um „þvælingar" ein- stakra leikmanna, lítið reynt að teygja á hinni fjölmennu vörn Blikanna og skapa sér þannig færi með því að láta boltann vinna verkið. Það var líka þannig að ekki var ástæða til þess að lyfta minnis- bókinni í síðari hálfleiknum, og hann er best gleymdur, en þó ekki fyrr en menn hafa dregið sinn lærdóm af honum. KA-liðið hefur sýnt að það getur mun meira og hefði átt með sæmi- legum leik að hirða öll stigin úr þessari viðureign. Menn tala um baráttuleysi og þess háttar, en meira er að. Hin stórkarlalega knattspyrna með kýlingum og einleik þess á milli verður að hverfa. Gerist það, vita menn hvað KA-liðið getur gert. 1 1 STAÐAN i i.i deild: 1 Staðan í 1. deild íslandsmótsins í | knattspyrnu eftir leiki helgarinnar er | þessi: | KA-Breiðablik 0:1 Víkingur-Þór 0:2 S / ÍA-Þróttur 2:0 ; KR-ÍBK 2:1 Akranes 8 6 11 14:4 19 ÍBK 8431 8:5 15 í Þróttur 8 2 4 2 9:8 10 I * Víkingur 8 2 4 2 11:12 10 ! i Þór 8 3 1 4 9:11 10 KA 8 2 3 3 11:12 9 í UBK 8 2 3 3 6:7 9 KR 8 2 3 3 9:14 9 Fram 7 2 1 4 8:10 7 j Valur 7 1 3 3 4:6 6 Síðasti leikur 8. inn í kvöld og ! Fram. umferöar veröur leik- mætast þá Valur og 2. i deild: Staðan í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar er nú þessi: VöIsungur-KS 3:1 ÍBÍ-Einherji 0:0 FH-Víðir 1:2 1 UMFN-UMFS 1:0 1 Tindastóll-ÍBV 0:0 | FH 7 5 11 15:5 16 ; Völsungur 7 5 11 14:7 16 UMFN 7 4 1 2 7:4 13 KS 6 2 2 2 9:8 8 ; UMFS 7 2 2 3 9:8 8 ÍBÍ 7 2 2 3 11:12 8 : Víðir 7 2 2 3 8:13 8 í \ ÍBV 6 14 1 7:7 7 Tindastóll 7 2 1 4 8:16 7 Einherji 7 0 2 5 5:13 2 3. deild b: Staðan í b-riðli 3. deildar íslandsmóts- ins í knattspyrnu eftir leiki helgarinn- ar: Þróttur N.-Leiftur 1:1 HSÞ-b-Magni 1:0 Huginn-Valur 4:4 Leiftur 5 3 2 0 8:3 11 Þróttur 5 2 3 0 11:7 9 HSÞ-b 5 2 2 1 6:5 8 Magni 6 2 2 2 8:7 8 Austri 5 13 1 6:6 6 i Huginn 5 0 3 2 9:12 3 ? Valur 5 0 1 4 6:14 1 Staða Leifturs er orðin allgóð, en allt getur greinilega gerst í þessum riðli. 4. deild d: Staðan í d-riðli 4. deildar íslandsmóts- ins í knattspyrnu er nú þessi: Geislinn-Hvöt 2:1 | Svarfdælir-Reynir 2:2 Reynir 4 3 10 16:3 10 Geislinn 2 10 1 3:3 3 Skytturnar 3 1 0 2 8:9 3 Hvöt 3 1 0 2 3:11 3 Svarfdæiir 2 0 11 5:9 1 Það bendir fátt til annars en að Reynir - muni hér sigla „lygnan sjó“, en við sjáutn hvað setur. 4. deild e: Staðan í e-riðli 4. deildar íslands- mótsins í knattspyrnu er þessi: Æskan-Tjörnes 0:1 Vaskur 2 2 0 0 7:3 6 Tjörnes 3 2 0 1 5:2 6 Vorboöinn 3 1 1 1 6:4 4 Árroðinn 3 1 1 1 4:5 4 Æskan 3 0 0 3 2:10 0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.