Dagur - 25.06.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 25.06.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 25. júní 1984 Séð yfír vinnusal hraðfrystihússins. Allt á bull- andi uppleið Það var allt á útopnu er blaða- menn Dags litu inn í Hrað- frystihús Þórshafnar. Stakfell- ið, sem er togari heimamanna, var nýkomið af veiðum með ágætis afla. Við leituðum verkstjórann uppi, en hann reyndist vera Hilmar Þór Hilmarsson, Bakkfirðingur að ætt og uppruna og báðum hann að segja okkur helstu tíð- indi af fiski og mönnum. „Við kvörtum ekki, það er gott hljóð í mönnum hér um slóðir. Það eru milli 110 og 120 manns á launaskrá hjá frystihúsinu núna og það er alveg ágætt. Inni í sal starfa um 50-60 konur við snyrt- íngu og pökkun, síðan eru véla- og tækjamenn og eitthvað af fólki vinnur úti en þar erum við með dálitla saltfiskvinnslu." - Eitthvað af aðkomufólki? „Eitthvað er um það, þó frem- ur lítið. Heimamenn eru hér í miklum meirihluta. Eilítið af fólki kemur innan úr Þistilfirði, annars er það lítið eins og ég segi.“ - Ef við víkjum að verkstjór- anum og starfssviði hans? „Verkstjóri ræður yfir húsinu og sér um að allt gangi nokkurn veginn eðlilega fyrir sig.“ Blaðamenn urðu varir við það, að á meðan þeir spjölluðu við Hilmar kom fjöldi manns og spurði ráða við hinum ýmsu vandamálum og Hilmar leysti úr þeim af röggsemi. - Hvað með menntun yfir- manna í frystihúsum? „Ég er fisktæknir frá Fisk- vinnsluskólanum í Hafnarfirði og við erum hér þrír með þá menntun, allir innan við þrítugt og þú mátt geta þess að samvinna er mjög góð. Það skiptir mjög miklu máli svo hlutirnir geti gengið fljótt og vel fyrir sig. Við höfum keypt mikið af nýj- um tækjum sem bæta nýtinguna og auka gæðin. Fyrir rúmu ári fengum við lausfrysti, en hann virkar þannig að flökin eru sett á band og þau fara í gegnum þar til gert tæki og koma frosin út. Á sama tíma fengum við formflök- unarvél, en í hana er öll blokkin sett. Hún þjappar saman í formflök, eða borgara og þau koma einnig frosin úr vinnslu. Þetta er selt á Bandaríkjamarkað og líkar vel. Við erum fjórða hús- ið á landinu sem kaupir þessar vélar, þeir fyrir sunnan fengu svona vélar fyrir skömmu og þá rankaði sjónvarpið við sér og kynnti þessa nýjung. Þetta er allt- af svona, allt nýtt og gott kemur frá Reykjavík. Þeir vita ekkert hvað er að gerast úti á lands- byggðinni. Hvað um það, við erum búnir að tölvuvæða allt húsið, höfum komið fyrir tölvu- vogum þar sem allur fiskur er vigtaður og með því að gefa tölv- unni ákveðnar skipanir þá getum við séð á tölvuskjá allt sem er að gerast í húsinu, hversu mörg kíló við höfum unnið á ákveðn- um tíma og hvernig meðalnýting er o.s.fijv. Ég bind miklar vonir við tölvuvæðinguna hér í frysti- húsinu.“ - Hér er bónuskerfi við lýði. Er það vinsælt? „Æi, ég veit það nú ekki. Ég held fólki finnist það fá lítið frá degi til dags, en það yrði ekki ánægt ef hann yrði aflagður. Það er hins vegar vitað mál, að bón- usinn er ekki besta leiðin, hann er streituvaldandi og leiðinlegur. Dagvinnukaupið er allt of lágt og einhvern veginn varð að umbuna fólkinu, því þetta er erfið vinna og einhæf. Síðan má deila um hvaða leiðir eru bestar til að hafa ánægt starfsfólk.“ - Svona áður en við yfirgefum svæðið, hvað með framtíðina? „Það eru bjartar framtíðar- horfur, ég get ekki sagt annað. Það er allt á bunandi uppleið. At- vinnuástandið hefur batnað til muna eftir að við fengum Stak- fellið, á síðasta ári var mikil vinna þrátt fyrir að bátaafli dræg- ist saman. Kvótinn kom mjög illa niður á bátunum, samt sem áður gekk vel hjá okkur og við getum þakkað það togaranum. Höfuð- orsök þess hversu vel við stöndum að vígi er sú að við erum ekki með útgerðina á herðunum, aðrir sjá um þá hlið málsins og það hefur reynst mjög vel.“ mþþ Hilmar Þór Hilmarsson glaðbeittur I „bjútíboxinu“. Snorri Bergsson hinn 73 ára gamli flakari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.