Dagur - 27.06.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 27.06.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIBIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67. árgangur Akureyrí, miðvikudagur 27. júní 1984 72. tölublað Fulltrúar Alcan til Akur- eyrar Fjórir fulltrúar frá Alcan ásamt mönnum frá Landsvirkj- un og Stóriðjunefnd voru væntanlegir til Akureyrar um eða eftir hádegi í dag til við- ræðna við bæjaryfirvöld og Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar um álver við Eyjafjörð. Gert er ráð fyrir að hér verði fyrst og fremst um kynningarfund að ræða, sagði Helgi Bergs, bæjarstjóri, í viðtali við Dag. Þeir munu kynna sér aðstæður, skoða atvinnulífið og athuga fyrir hvaða áhrifum þeir verða á staðnum, sagði Finnbogi Jóns- son, framkvæmdastjóri Iðnþró- unarfélagsins. Hann sagði það ljóst að þeir myndu taka tillit til þess hvaða skoðanir heimamenn hefðu á þessu máli, en nú eru undirskriftasafnanir í gangi á báða bóga, svo sem kunnugt er. f spjallinu við Finnboga kom fram, að mjög sterk öfl í Reykja- vík væru mótfallin allri stóriðju- uppbyggingu úti á landi og það kynni að hafa áhrif á framvindu málsins, ekki síður en afstaða heimamanna. Jafnvel var gert ráð fyrir því að tími gæfist til þess fyrir Alcan- menn að bregða sér á golfvöllinn og leika nokkrar holur. HS „Er íslensk æska ofur- seld vafasömu myndefni? - bls. 6-7 Eitthvað virðist hann lítt upprifinn, þessi náungi sem þarna bíður eftir strætó. Enda varla ástæða til, ef marka má það sem á biðskýlinu stendur. Mynd: KGA. Menningarsamtök Norðlendinga: Mótmæla breytingum á rekstar- fyrirkomulagi tónlistarskóla Á aðalfundi Menningarsam- taka Norðlendinga sem hald- inn var á Blönduósi um sl. helgi var samþykkt ályktun þar sem segir að varað sé eindregið við þeirri uggvænlegu breyt- ingu á rekstrarfyrirkomulagi tónlistarskóla, sem yfirvofandi er og beinir þeim tiímælum til stjórnvalda að tilverurétti skól- anna verði ekki ógnað á þennan hátt. Jafnframt vill fundurinn mótmæla niðurfellingu á starfi námsstjóra sem þegar var farið að skila góðum árangri. Blaðið hafði samband við Atla Guðlaugsson, formann Menning- arsamtakanna og spurði hann í hverju þessar breytingar væru fólgnar. Sagði Atli að frá 1976 hefðu verið í gildi lög um fjár- hagslegan stuðning við tónlistar- skóla. Sveitarfélögin greiða laun kennara og ríkið endurgreiðir 50%. En nú eru á döfinni breyt- ingar í þá átt að ríkið hætti eða minnki þennan stuðning og þar með væri tilverurétti skólanna ógnað. í sambandi við stöðu náms- stjóra, sagði Atli að nú hefði starf hans verið sameinað annarri stöðu og eiga menn ekki von á að það skili góðum árangri. Aðspurður um hvort þetta hefði verið stærsta mál fundarins, sagði Atli að svo hefði verið, einnig urðu miklar umræður um þá gagnrýni sem áhugaleikfélög fá. Þau eru óánægð með þá gagn- rýni sem þau fá, telja hana ekki nógu vandaða og stundum er hún alls engin. HJS Líflegt viðLaxá AIls voru komnir á land 216 laxar á neðsta svæðinu í Laxá í Aðaldal er við höfðum sam- band við veiðihúsið í Vöku- holti við Laxamýri. Samkvæmt upplýsingum starfs- stúlku þar er rnikill lax genginn í ána og menn eru bjartsýnir á framhaldið. Stærstu laxarnir sem komnir eru á land eru 18 pund að þyngd og höfðu 4 slíkir verið dregnir á land í fyrrakvöld. Refir unnir i Fnjoska- dal „Við erum ekki búnir að drepa mörg dýr ennþá, enda lítið búnir að fara," sagði Aðal- steinn Jónsson refa- og minka- bani á Víðivöllum í Fnjóskadal er við ræddum við hann. „Við höfum farið fram í Vaðla- heiðina og fundum refi í einu greni fyrir ofan Illugastaði, og við unnum þar bæði dýrin og þrjá yrðiinga. Við erum eins og ég sagði áðan ekki mikið búnir að leita og eigum eftir að fara fram í afréttardalina. Það er eins með minkinn, við erum ekki búnir að leita mikið að honum ennþá. Ég náði einum hér norður í dalnum í vor og öðrum þarna fremra í vetur." - Aðalsteinn hefur fengist við þessar veiðar í 12 ár og við spurð- um hann hvort dýrunum hafi fækkað á þessu tímabili. „Mér finnst svipað ástandið með minkinn eins og þegar ég tók við þessu fyrir 10-12 árum. Það eru 20-30 dýr sem nást á ári hér í hreppnum. Hins vegar hef- ur refum fækkað mjög mikið á því svæði sem ég er með. Þetta voru 3-A greni fyrstu árin en nú hefur verið grenjalaust þarna í 2- 3 ár þangað til núna." Tapast mikið fé - ef Blönduvirkjun verður f restað, segir sveitarstjórinn á Blönduósi „Ef þeir álíta stöðuna í samn- ingamálunum þannig að það borgi sig frekar að fara út í ein- hverja aðra virkjun þá gera þeir það auðvitað," sagði Snorri Björn Sigurðsson, sveit- arstjóri á Blönduósi, er Dagur ræddi við hann um málefni Blönduvirkjunar, sem nú eru í hnút vegna þess að ekki hefur samist um kaup og kjör. „Ég held að það hljóti að vera um ansi mikla peninga að ræða sem Landsvirkjun tapar í raun og veru ef af þessu verður, því það er búið að framkvæma hér á Blöndusvæðinu fyrir verulegar fjárhæðir. Út frá því er það mitt álit að þessi möguleiki sé ákaf- lega óraunhæfur og varla hægt að ímynda sér að af þessu verði. Og ég veit ekki betur en að það séu til lög um Blönduvirkjun og virkjunarröð. Ætli þetta sé ekki einhver hótun Landsvirkjunar til þess að þrýsta á um samninga, og ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu," sagði Snorri Björn Sig- urðsson. Hvorki hefur gengið né rekið í virkjunarsamningunum á Blöndu- svæðinu og hafa framkvæmdir þegar tafist af þeim sökum. Um það hefur verið rætt í stjórn Landsvirkjunar að fresta Blöndu- virkjun og hefja framkvæmdir á Tungnaársvæðinu, en eins og Snorri Björn bendir á eru til lög um virkjunarröð, auk þess sem töluverðu fjármagni hefur þegar verið varið í Blönduvirkjun, sem er nánast tapað fé ef framkvæmd- ir stöðvast. Ekki hefur verið hægt að ganga frá samningum við verktaka vegna óvissu um launa- kjör. Gert er ráð fyrir að gerður verði heildarkjarasamningur, eins og tíðkast hefur við meiri- háttar virkjunarframkvæmdir á seinni árum. gk/HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.