Dagur - 27.06.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 27.06.1984, Blaðsíða 3
27. júní 1984- DAGUR —3 „Vopnin snerust í hönd- um álversandstæðinga" - segir Jónas Halldórsson í Sveinbjarnargerði Nýkomið Samfestingar, buxur og jakkar, kjólar, pils og bolir. Allt á mjög góðu verði. „Ég hef ekki heyrt álversand- stæðinga hampa fundi sín- um á Svalbarðseyri í fjölmiðl- um, enda snérust vopnin í höndum þeirra þar, því aðeins 9 fundarmenn skrifuðu undir andstöðu við álver, en 23 vildu að sá kostur yrði skoðaður til hlítar, samhliða öðrum kostum í atvinnuuppbyggingu á Eyjí- fjarðarsvæðinu.“ Þetta hafði Jónas Halldórsson, bóndi í Sveinbjarnargerði og for- maður Atvinnumálanefndar Sval- barðsstrandarhrepps, að segja um fund álversandstæðinga á Svalbarðsströnd í síðustu viku. Þar skiptust fundarmenn á skoð- unum um álverskostinn. Engin ályktun var formlega borin upp á fundinum, en 23 fundarmenn skrifuðu undir eftirfarandi álykt- un: „Almennur fundur, haldinn á Svalbarðsströnd þriðjudaginn 19. júní 1984, lýsir áhyggjum sín- um af horfum í atvinnumálum í Þeir voru svo sannarlcga áhugasamir, ungu hestamennimir sem voru á námskeiði hjá Hestamannafélaginu Létti og æskulýðsráði. Það eru byrj- endanámskeið og líka fyrir þá sem lengra eru komnir í tökunum á þessum þarfasta þjóni. Námskeiðin hefjast klukkan 9, 13 og 15.30 og standa í tvo tíma, tíu daga. Innritun er hjá æskulýðsráði. Því ekki að skreppa í reiðtúr? Mynd: KGA. Grímsstaðir á Fjöllum: Mikið kal í túnum „Það voraði vel hérna og sauð- burður gekk alveg sérstaklega vel. Tún eru því miður ansi slæm, það er ákaflega mikið um kal og hefur sjaldan verið verra. Áburður hefur ekki ver- ið borinn á nema lítinn hluta af túnum, þau eru það illa farin,“ sagði Kristján Sigurðsson á Grímsstöðum á Fjöllum í sam- tali við Dag. „Þetta var óskaplega snjóléttur vetur og túnin Iágu fleiri vikur undir svellum og það hefur ef- laust haft sitt að segja. Ég held að ástandið sé svipað í Möðrudal og Víðidal, hvað kal snertir. Það liggur náttúrlega ekkert annað fyrir hjá þeim sem eiga stór bú, en að kaupa hey. Vegir hafa verið ágætir í vor, þornuðu snemma og hér hefur verið reytingsumferð, hún er þó ekki komin í hámark, en hefur verið nokkur alla daga og búin að vera það júnímánuð.“ -KGA Leikhópurinn Ragnarock til Akureyrar I lok mánaðarins koma til Ak- ureyrar um 30 Danir, félagar í leikhópnum Ragnarock frá Humblebæk í Danmörku. Hópurinn verður hér á vegum Leikklúbbsins Sögu, en Saga fór haustið 1982 til Humble- bæk og sýndi leikritið Önnu Lísu eftir Helga Má Barðason. Alls fóru 15 manns og dvöldust þeir í góðu yfirlæti hjá félögum í danska leikhópnum. Ragnarock kemur sem fyrr segir í lok mánaðarins og mun hópurinn sýna leikritið „I morg- en er solen gr0n“, sem er eftir félaga í leikhópnum. Sökum þess hve fámennur Leikklúbburinn Saga er um þessar mundir hefur Dagur verið beðinn að koma á framfæri þeirri beiðni til velvilj- aðra bæjarbúa að þeir aðstoði við að hýsa einhverja úr hópnum, sem eru á aldrinum 14-32 ára. Geti einhverjir sinnt þessu fást nánari upplýsingar í símum 21879 og 22116. byggðum Eyjafjarðar og þeirri byggðaröskun sem nú á sér stað með miklum búferlaflutningum til höfuðborgarsvæðisins. Fund- urinn telur eðlilegt að allra leiða verði leitað í atvinnuuppbygg- ingu á Eyjafjarðarsvæðinu, þar með talin hugsanleg bygging ál- verksmiðju, eða annarrar stór- iðju við Eyjafjörð. Leggur fund- urinn áherslu á, að nauðsyn- legum rannsóknum og athugun- um í þessu sambandi verði hrað- að svo sem kostur er, enda verði vandað til þeirra í hvívetna. Fundarmenn telja ekki tímabært að taka afstöðu til einstakra leiða fyrr en niðurstöður athugana liggja fyrir.“ „Það er helst að skilja á mál- flutningi álversandstæðinga, að landbúnaðarhéraðið Eyjafjörður verði svört auðn með tilkomu álvers," sagði Jónas. „Þetta er mikill misskilningur, því ég hef heimsótt álverksmiðjur í Noregi, m.a. á Karmöy, sem er í útjaðri Haugasunds í miðju landbúnað- arhéraði. Sú verksmiðja hefur starfað í um 20 ár og var byggð með fullkomnum hreinsibúnaði. Þar er grænt gras upp að verk- smiðjuvegg og barrtré á verk- smiðjulóðinni. Með þessu er ég þó ekki að fullyrða, að álverk- smiðja sé raunhæfur 'eðáN æski- legur kostur í iðnþróun við Eyja- fjörð. En það væri mikið glap- ræði að rannsaka þennan kost ekki til hlítar áður en við köstum honum frá okkur, ekki síst vegna þess að reikna má með að slík verksmiðja verði reist fyrir sunn- an ef henni verður hafnað hér. Og ekki verður það til að draga úr fólksflóttanum til höfuðborg- arsvæðisins,“ sagði Jónas Hall- dórsson í lok samtalsins. - GS Perlufestar í þrem lengdum og margs konar eyrnalokkar. Einnig minnum við á LUMENE snyrtivörurnar. Þær eru bæði ódýrar og góðar. Lokað í hádeginu. Opið á iaugardögum kl. 10-12. ■■■■ Sunnuhiíð sérverslun ® ^ou meó kvenfatnaó Frá kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Vörukynning föstudaginn 29. júní frá kl. 14-19. Kynnt verða Emmess ísblóm Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Breakdansgallar C 1251. ACT breakskór, nýjar tegundir. ACT smekkbuxur. Nýtt Nýtt Nýtt Plíseruð gluggatj aldaefhi mjög faiieg. Dúkaefili. Vlargir litir - Gott verð. Teygjufrottelök kr. 227,- BamajoggínggaUar mjög gott verð. Iðunnar peysur sumariitimir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.